Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skuldabréf Skúla í WOW nær einskis virði – Arion banki á veð í fasteignum hans

Eign­ar­halds­fé­lag í eigu Skúla Mo­gensen af­sal­aði sér ein­býl­is­húsi til hans í fyrra. WOW er hætt rekstri og mun rekstr­ar­stöðv­un fé­lags­ins hafa víð­tæk­ar af­leið­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir kröfu­hafa WOW og Skúla sjálf­an.

Skuldabréf Skúla í WOW nær einskis virði – Arion banki á veð í fasteignum hans
Hver er staða Skúla? Ein af spurningunum sem fall WOW air ber með sér er hver staða Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW air, sé nú. Hús hans er veðsett fyrir skuldabréfum sem orðin eru nær verðlaus með falli WOW. Mynd: WOWAIR.IS

Arion banki, viðskiptabanki WOW air og Skúla Mogensen, á veð í flestum fasteignum sem tengjast rekstri flugfélagsins og fasteignum tengdra félaga. Fasteignirnar voru meðal annars veðsettar á seinni hluta síðasta árs fyrir fjármagni sem notað var til að reyna að bjarga WOW air frá falli. 

WOW air hætti starfsemi í morgun og er ljóst að hluthafar flugfélagsins, þar með talið fyrrverandi skuldabréfaeigendur þess sem breyttu kröfum sínum í hlutafé, sem og kröfuhafar fyrirtækisins, meðal annars Arion banki, munu tapa fjármunum vegna falls félagsins.

Þá er ljóst að Skúli Mogensen, sem hefur verið eini eigandi WOW-air síðastliðin ár, mun tapa þeirri fjárfestingu sem hann réðist í, meðal annars þeim fjármunum sem hann notaði til að fjárfesta í skuldabréfaútboði WOW-air.  Í viðtali við fréttastofu RÚV í hádeginu sagði Skúli að hann hefði sett allt sitt í reksturinn: „Í setti aleiguna í þennan rekstur.“

Þrátt fyrir skuldbindingar WOW-air við Arion banka sendi bankinn frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að þær væru ekki svo miklar að áhrifin á bankann yrðu „veruleg“: „Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni WOW Air og skuldbindingar félagsins við Arion banka vill bankinn taka fram að stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans að teknu tilliti til annarra þátta í rekstri bankans.“

Ekki mikið höggArion banki, sem á veð í fasteignum Skúla Mogensen, segir að höggið út af falli WOW air sé ekki mikið. 

„Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans“

Ný 733 milljóna króna lán

Eins og Stundin greindi frá í byrjun desember var nýjum skuldabréfum upp á samtals 733 milljónir króna, 5.7 milljónir evra, þinglýst á fasteignir í eigu félaga tengdum Skúla og WOW í september í fyrra en þetta var gert á sama tíma og skuldabréfaútgáfa WOW-air fór fram. 

Arion banki þinglýsti þá meðal annars 2,9 milljóna evra, 375 milljóna króna, tryggingabréfi á hótel á Suðurnesjum sem félagið TF-KEF ehf. á, og eins á fasteignir í Hvammsvík í Hvalfirði sem Skúli Mogensen á í gegnum félagið Kotasælu ehf.  Tryggingabréfið á hótelinu á Suðurnesjum er á þriðja veðrétti á eftir tveimur tryggingabréfum frá Arion upp á samtals 650 milljónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti á því.

Arion banki þinglýsti einnig nýju tryggingabréfi upp á 2,77 milljónir evra, 358 milljónir króna, á heimili Skúla á Seltjarnarnesi sama dag. Engin veðbönd hvíldu á húsinu fyrir þetta.

Kotasæla afsalaði sér húsinu til Skúla í fyrra

Þegar Skúli veðsetti húsið í fyrra hafði hann ekki átt það mjög lengi því áður en hann eignaðist það persónulega í júlí 2018 var húsið skráð á eignarhaldsfélag hans, Kotasælu ehf. Þetta er sama eignarhaldsfélög og notað var til veðsetningar fyrir nýjum lánum frá WOW air. 

Í afsalinu er ekki tekið fram hvað Skúli greiddi Kotasælu ehf. fyrir húsið en þó kemur fram að kaupverðið sé að fullu greitt: „Þar sem afsalshafi hefur að fullu greitt umsamið kaupverð eignarinnar fyrir hina seldu eign lýsi afsalsgjafi hann lögfullan eiganda að eigninni,“ segir í afsalinu. 

Í ársreikningi Kotasælu fyrir árið 2017 kemur hins vegar fram að Kotasæla ehf. hafi skuldað Skúla Mogensen tæplega 150 milljónir króna í árslok 2017. Auk þess voru tæplega 660 milljóna króna skuldir við félög í eigu Skúla Mogensen. Þá átti félagið kröfur á hendur WOW air ehf. upp á rúmlega 250 milljónir króna

Miðað við þetta er líklegt að Kotasæla ehf. og Skúli hafi gert samkomulag um skuldajöfnun þannig að Skúli fengi húsið upp í kröfur sínar á hendur félaginu. 

Bæði eftirstandandi fasteignir Kotasælu ehf. og eins húsið á Seltjarnarnesi voru svo notuð til veðsetningar í fyrrahaust þegar WOW air og Skúla vantaði fjármuni eftir að WOW-air lenti í erfiðleikum.

Hvað verður um þessar eignir, sem og aðrar eignir sem Arion banki og aðrir kröfuhafar WOW air eiga veð í, er eitt af því sem á eftir að koma í ljós við skuldauppgjör WOW air og Skúla Mogensen við kröfuhafa sína næstu misserin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár