Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Mannlegt eðli „Flestir vilja helst að næsti maður borgi hærri skatta. Þannig er bara mannlegt eðli,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar sem telur fjármagnstekjuskatt of háan. Mynd: Shutterstock

Sex Íslendingar voru með meira en milljarð í tekjur árið 2016 og tekjuhæstu 330 Íslendingarnir fengu samtals 60 milljarða í heildartekjur á því ári. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um kjör 0,1 prósentsins á Íslandi sem birtist í síðasta blaði. 

Tekjuhæstur var Sigurður Þ. K. Þorsteinsson sem fékk 3,1 milljarð íslenskra króna í fjármagnstekjur. „Ég hef greitt ansi mikið í skatt og er stoltur af því,“ sagði Sigurður þegar Stundin ræddi við hann.

María Bjarnadóttir fylgdi fast á hæla Sigurðar og var einnig með rúma 3 milljarða í heildartekjur árið 2016 en hvorugt var þó á listanum yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda samkvæmt álagningarskrá sem ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í júní 2017.

Gísli J. Friðjónssonátti og rak Hópbíla en seldi þá framtakssjóðnum Horni III árið 2016.

Sigurður og María eru makar Margrétar og Hjartar Gíslabarna sem seldu hlut sinn í útgerðinni Ögurvík til útgerðarrisans Brims árið 2016, en Brim er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, eins umsvifamesta útgerðarmanns landsins sem hefur verið í hópi tekjuhæstu Íslendinga undanfarin ár og er í sjötta sæti á lista þeirra tekjuhæstu sem birtist í Stundinni.

Þriðji tekjuhæsti milljarðamæringurinn er Gísli J. Friðjónsson sem græddi umtalsvert á sölu fyrirtækis síns, Hópbíla, árið 2016. „Ég hef borgað það sem ég hef átt að borga og annað kemur öðrum ekki við,“ sagði hann þegar Stundin hafði samband við hann.

Vill hærri skatt á ofurlaun og bónusa

Sá fjórði á lista tekjuhæstu Íslendinganna er Einar Friðrik Sigurðsson, maður á áttræðisaldri, sem starfaði sem skipstjóri um áratugaskeið og rak útgerðina Auðbjörgu í Þorlákshöfn. Útgerðarfyrirtækið Skinney Þinganes keypti Auðbjörgu árið 2016 og Einar hagnaðist um vel á annan milljarð króna. 

Einar Friðrik Sigurðssonátti og rak útgerðina Auðbjörgu sem var seld Skinney Þinganesi árið 2016

Honum finnst skattheimta á Íslandi alla jafna nokkuð sanngjörn og fjármagnstekjuskatturinn passlega hár. Hins vegar telur Einar að leggja mætti hátekjuskatt á ofurlaun og bónusgreiðslur í fjármálageiranum. „Þegar menn eru komnir með eina og hálfa milljón á mánuði eða meira þá væri það ekkert óeðlilegt. Það er kannski annað þegar maður selur eitthvað sem maður hefur byggt upp á 40 árum. Þá hefur maður greitt skatt af starfseminni allan tímann og borgar þar að auki heilmikinn skatt þegar maður selur.“ 

Einar hefur áhyggjur af samþjöppun á íslenskum mörkuðum, sérstaklega í sjávarútvegi en jafnframt í landbúnaði og ferðaþjónustu. Veiðigjöldin hafi aukið mjög á slíka þróun í sjávarútvegi og átt sinn þátt í því að þyngja rekstur Auðbjargar. „Allir vilja hækka veiðigjöldin, sérstaklega fólk sem þekkir ekkert það sem það er að tala um,“ segir hann. „Annars er það nú þannig að flestir vilja helst að næsti maður borgi hærri skatta. Þannig er bara mannlegt eðli.“ 

Hvað með auðlegðarskattinn sem var og hét? „Auðlegðarskatturinn var bölvuð hörmung. Við eigum hús og eignir, fiskvinnslustöð og vorum með fullt af fólki í vinnu en þurftum að borga skattinn. Fólk sem hefur borgað skatt alla ævi þarf allt í einu að borga auðlegðarskatt þótt það eigi ekki fyrir honum. Þetta var bara þvæla. Auðlegðarskatturinn kemur aldrei aftur, það er enginn svo vitlaus að innleiða hann aftur, ég bara trúi því ekki.“ 

„Auðlegðarskatturinn kemur aldrei aftur, það 
er enginn svo vitlaus að innleiða hann aftur“

Einar Friðrik fékk samtals 1,9 milljarða fjármagnstekjur árið 2016. Hvað gerir maður við svona fjárhæðir? „Við höfum byggt upp ferðaþjónustu, gistingu og fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir,“ svarar hann. 

Fimmti tekjuhæsti Íslendingurinn árið 2016 er Katrín Þorvaldsdóttir, erfingi Síldar og fisks-veldisins sem framleiðir og selur Ali kjötvörur. Heildartekjur hennar voru 1,8 milljarðar. „Ég er bara glöð með þetta,“ segir Katrín sem telur fjármagnstekjuskatinn á Íslandi hæfilega háan. 

Vill flatari skatta og afnám bóta

Magnús Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Áltaks, fyrirtækis sem selur heildarlausnir á álklæðningum. Árið 2016 þénaði hann rúmar 3 milljónir á mánuði en fékk þar að auki 431 milljón í fjármagnstekjur. 

Magnús segir að eina leiðin til að efnast á Íslandi sé að stofna fyrirtæki, byggja það upp og selja. „Launamaður, hvort sem hann er með þrjár eða fjórar milljónir í tekjur á mánuði, hann hefur það bara gott en verður aldrei efnaður. En ef þú býrð til fyrirtæki, gerir úr því verðmæti og nærð svo að innleysa hagnað úr fyrirtækinu, þá býrðu til peninga,“ segir hann í samtali við Stundina. „Það er það sem ég geri. Ég hef búið til fyrirtæki þar sem ég byrjaði einn, ég hef vaxið með þessu, selt það og innleyst hagnað.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár