Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ríkasta 1 prósentið á 12 prósent auðs Íslendinga

Þau fimm pró­sent sem mest­ar eign­ir eiga á Ís­landi eiga um þriðj­ung allra eigna ein­stak­linga í land­inu. Eig­ið fé rík­asta 0,1 pró­sents­ins nem­ur 5,5 pró­sent­um af öllu eig­in fé. Rík­asta 0,1 pró­sent­ið tel­ur 240 fjöl­skyld­ur.

Ríkasta 1 prósentið á 12 prósent auðs Íslendinga
Tæplega 1.000 milljarðar í hreinni eign Ríkasta eitt prósen landsmanna átti 944 milljarða króna í heildareign í árslok 2020. Mynd: Shutterstock

Heildareignir þess eins prósents landsmanna sem mestar eignir áttu í lok ársins 2020 námu 944 milljörðum króna. Það samsvarar 12,3 prósentum af heildareign allra landsmanna. Ríkasta 0,1 prósent landsmanna átti á sama tíma 300 milljarða króna í heildareign eða 3,9 prósent. Ríkustu fimm prósent landsmanna halda á tæpum þriðjungi af heildareignum.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Auk þess að spyrja um heildareignir spurði Logi einnig um eigið fé og tekjur og samaburði á árabilinu 1998 til 2020.  

Svarið byggist á skattframtölum frá tímabilinu og er miðað við fjölskyldunúmer í framtölum. Þannig teljast samskattaðir einstaklingar sem ein fjölskylda og einhleypir eða einstaklingar í sambúð sem ekki telja fram saman teljast hver sem ein fjölskylda. Fyrir árið 2020 töldust 12 þúsund fjölskyldur til fimm prósenta hópsins, ríkasta eitt prósentið taldi 2.400 fjölskyldur og ríkasta 0,1 prósentið taldi 240 fjölskyldur.

Eiga 40 prósent eigin fjárs

Eigið fé þeirra fimm prósenta sem mest eiga nam í árslok síðasta árs 39,2 prósentum alls eigin fjár fólks í landinu. Alls ríflega 2.000 milljörðum króna. Eigið fé ríkasta eins prósents landsmanna nam á sama tíma 17 prósentum alls eigin fjár í landinu, samtals 902 milljörðum króna. Þeir allra auðugustu, ríkasta 0,1 prósentið, átti síðan 5,5 prósent alls eiginfjár, eða 293 milljarða.

Séu hlutföll skoðuð á árabilinu 1998 til 2020 kemur í ljós að óverulegur munur er á þeim fyrir árið 2020 miðað við hver þau voru árið 1998. Þannig nam eigið fé ríkustu fimm prósentana 38,5 prósentum alls eigin fjár árið 1998 en 39,2 prósentum nú, sem fyrr segir. Hlutallið hjá ríkasta eina prósentinu er því sem næst hið sama, 16,8 prósent árið 1998 en 17 prósent í fyrra. Ríkasta 0,1 prósentið átti 4,9 prósent alls eigin fjár árið 1998 en 5,5 prósent nú.

Hins vegar hafa þessi hlutföll sveiflast verulega á umræddu árabili. Árið 2010 áttu ríkustu fimm prósent Íslendinga þannig vel yfir helming alls eiginfjár í landinu, 56,3 prósent. Ríkasta eina prósentið átti 28,3 prósent sama ár og ríkasta 0,1 prósentið átti einn tíunda alls eigin fjár í landinu.

Fá einn fimmta af öllum tekjum

Svipaða sögu má segja af heildareignum. Sé hlutfallsleg eign hópanna þriggja árið 1998 borin saman við árið 2020 er breytingin óveruleg. Hlutföllin eru því sem næst óbreytt hjá ríkasta 0,1 prósentinu og ríkasta eina prósentinu. Árið 1998 áttu ríkustu fimm prósent landsmanna 28,3 prósent allra eigna einstaklinga en 30,2 prósent árið 2020. Rétt eins og varðandi eigið fé hefur hlutfall heildareigna sveiflast á árabilinu og var hæst í öllum flokkum árið 2007. Sú sveifla er þó minna afgerandi en varðandi eigið féð. Ríkasta 0,1 prósentið átti þannig 5,8 prósent allra eigna árið 2007, ríkasta eina prósentið 15,5 prósent og ríkustu fimm prósentin 33,1 prósent.

Séu tekjur hópanna þriggja skoðaðar kemur í ljós að ríkustu fimm prósentin fengu greitt 21 prósent allra tekna í landinu í fyrra, alls 429 milljarða króna. Sé horft til tekna án fjármagnstekna var hlutfallið 18,4 prósent. Ríkasta eina prósentið fékk til sín 8 prósent allra tekna og 5,6 prósent tekna að frádregnum fjármagnstekjum. Ríkasta 0,1 prósentið fékk greitt 2,6 prósent heildartekna en að frádregnum fjármagnstekjum var hlutfallið 1,1 prósent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
1
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
4
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
5
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár