Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Mannlegt eðli „Flestir vilja helst að næsti maður borgi hærri skatta. Þannig er bara mannlegt eðli,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar sem telur fjármagnstekjuskatt of háan. Mynd: Shutterstock

Sex Íslendingar voru með meira en milljarð í tekjur árið 2016 og tekjuhæstu 330 Íslendingarnir fengu samtals 60 milljarða í heildartekjur á því ári. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um kjör 0,1 prósentsins á Íslandi sem birtist í síðasta blaði. 

Tekjuhæstur var Sigurður Þ. K. Þorsteinsson sem fékk 3,1 milljarð íslenskra króna í fjármagnstekjur. „Ég hef greitt ansi mikið í skatt og er stoltur af því,“ sagði Sigurður þegar Stundin ræddi við hann.

María Bjarnadóttir fylgdi fast á hæla Sigurðar og var einnig með rúma 3 milljarða í heildartekjur árið 2016 en hvorugt var þó á listanum yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda samkvæmt álagningarskrá sem ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í júní 2017.

Gísli J. Friðjónssonátti og rak Hópbíla en seldi þá framtakssjóðnum Horni III árið 2016.

Sigurður og María eru makar Margrétar og Hjartar Gíslabarna sem seldu hlut sinn í útgerðinni Ögurvík til útgerðarrisans Brims árið 2016, en Brim er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, eins umsvifamesta útgerðarmanns landsins sem hefur verið í hópi tekjuhæstu Íslendinga undanfarin ár og er í sjötta sæti á lista þeirra tekjuhæstu sem birtist í Stundinni.

Þriðji tekjuhæsti milljarðamæringurinn er Gísli J. Friðjónsson sem græddi umtalsvert á sölu fyrirtækis síns, Hópbíla, árið 2016. „Ég hef borgað það sem ég hef átt að borga og annað kemur öðrum ekki við,“ sagði hann þegar Stundin hafði samband við hann.

Vill hærri skatt á ofurlaun og bónusa

Sá fjórði á lista tekjuhæstu Íslendinganna er Einar Friðrik Sigurðsson, maður á áttræðisaldri, sem starfaði sem skipstjóri um áratugaskeið og rak útgerðina Auðbjörgu í Þorlákshöfn. Útgerðarfyrirtækið Skinney Þinganes keypti Auðbjörgu árið 2016 og Einar hagnaðist um vel á annan milljarð króna. 

Einar Friðrik Sigurðssonátti og rak útgerðina Auðbjörgu sem var seld Skinney Þinganesi árið 2016

Honum finnst skattheimta á Íslandi alla jafna nokkuð sanngjörn og fjármagnstekjuskatturinn passlega hár. Hins vegar telur Einar að leggja mætti hátekjuskatt á ofurlaun og bónusgreiðslur í fjármálageiranum. „Þegar menn eru komnir með eina og hálfa milljón á mánuði eða meira þá væri það ekkert óeðlilegt. Það er kannski annað þegar maður selur eitthvað sem maður hefur byggt upp á 40 árum. Þá hefur maður greitt skatt af starfseminni allan tímann og borgar þar að auki heilmikinn skatt þegar maður selur.“ 

Einar hefur áhyggjur af samþjöppun á íslenskum mörkuðum, sérstaklega í sjávarútvegi en jafnframt í landbúnaði og ferðaþjónustu. Veiðigjöldin hafi aukið mjög á slíka þróun í sjávarútvegi og átt sinn þátt í því að þyngja rekstur Auðbjargar. „Allir vilja hækka veiðigjöldin, sérstaklega fólk sem þekkir ekkert það sem það er að tala um,“ segir hann. „Annars er það nú þannig að flestir vilja helst að næsti maður borgi hærri skatta. Þannig er bara mannlegt eðli.“ 

Hvað með auðlegðarskattinn sem var og hét? „Auðlegðarskatturinn var bölvuð hörmung. Við eigum hús og eignir, fiskvinnslustöð og vorum með fullt af fólki í vinnu en þurftum að borga skattinn. Fólk sem hefur borgað skatt alla ævi þarf allt í einu að borga auðlegðarskatt þótt það eigi ekki fyrir honum. Þetta var bara þvæla. Auðlegðarskatturinn kemur aldrei aftur, það er enginn svo vitlaus að innleiða hann aftur, ég bara trúi því ekki.“ 

„Auðlegðarskatturinn kemur aldrei aftur, það 
er enginn svo vitlaus að innleiða hann aftur“

Einar Friðrik fékk samtals 1,9 milljarða fjármagnstekjur árið 2016. Hvað gerir maður við svona fjárhæðir? „Við höfum byggt upp ferðaþjónustu, gistingu og fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir,“ svarar hann. 

Fimmti tekjuhæsti Íslendingurinn árið 2016 er Katrín Þorvaldsdóttir, erfingi Síldar og fisks-veldisins sem framleiðir og selur Ali kjötvörur. Heildartekjur hennar voru 1,8 milljarðar. „Ég er bara glöð með þetta,“ segir Katrín sem telur fjármagnstekjuskatinn á Íslandi hæfilega háan. 

Vill flatari skatta og afnám bóta

Magnús Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Áltaks, fyrirtækis sem selur heildarlausnir á álklæðningum. Árið 2016 þénaði hann rúmar 3 milljónir á mánuði en fékk þar að auki 431 milljón í fjármagnstekjur. 

Magnús segir að eina leiðin til að efnast á Íslandi sé að stofna fyrirtæki, byggja það upp og selja. „Launamaður, hvort sem hann er með þrjár eða fjórar milljónir í tekjur á mánuði, hann hefur það bara gott en verður aldrei efnaður. En ef þú býrð til fyrirtæki, gerir úr því verðmæti og nærð svo að innleysa hagnað úr fyrirtækinu, þá býrðu til peninga,“ segir hann í samtali við Stundina. „Það er það sem ég geri. Ég hef búið til fyrirtæki þar sem ég byrjaði einn, ég hef vaxið með þessu, selt það og innleyst hagnað.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
6
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár