Nýtt efni

Neyðast til að taka neyslulán
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að fjölgað hafi í hópi þeirra sem eiga húsnæði en séu í fjárhagsvanda. Fólk neyðist í auknum mæli til að taka neyslulán til að lifa út mánuðinn, þau geti verið eins og snjóbolti sem hlaði utan á sig meðan hann renni stjórnlaust niður brekku.

Verja enn hundruðum milljóna á ári í að dýpka Landeyjahöfn
Vegagerðin hefur greitt hundruð milljóna króna á hverju ári til að dýpka Landeyjahöfn. Það er nauðsynlegt til að hægt sé að nýta höfnina. Kostnaðurinn við dýpkunina nálgast að vera tvöfalt það sem kostaði að útbúa höfnina til að byrja með.

Ný ráðherraskipan — Guðmundur Ingi tekinn við
Guðmundur Ingi Kristinsson er tekinn við sem mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir lét formlega af embætti eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína á fimmtudag.

Styr hjá Sósíalistum: Börnin bíta í byltinguna
Gríðarleg innanbúðarátök geisa í Sósíalistaflokki Íslands um þessar mundir, eftir að formaður ungliðahreyfingar flokksins ásakaði formann framkvæmdastjórnar um ofríki og andlegt ofbeldi. Ungliðinn hefur á móti verið orðaður við karlrembu, niðurrif og róg.

Stórveldi Atatürks
Illugi Jökulsson fjallar um Mustafa Kemal Atatürk sem var stórmerkur stjórnmálamaður í Tyrklandi og sannkallaður „faðir Tyrkja“. En nú þegar Erdogan forseti ætlar að stíga næsta skref og koma Tyrkjum aftur í hóp stórvelda gerir hann það ekki síst með því að sniðganga arfleifð Atatürks.

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartalækningum, hefur skoðað tengsl fæðu og lífsstíls við sjúkdóma, einkum hjarta- og æðasjúkdóma. Talað hefur verið um að lífsstílssjúkdómar séu stærsta ógnin við heilsu fólks og heilbrigðiskerfi til næstu áratuga. Axel segir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyfingu. Félagsleg tengsl séu líka mikilvæg. Hann ráðleggur hreina fæðu til að sporna við kvillum.

Golli verðlaunaður fyrir Mynd ársins
Golli, ljósmyndari Heimildarinnar, fékk í dag verðlaun fyrir Mynd ársins 2024. Dómnefnd var einróma í vali á verðlaunamyndinni.

Foreldraráð Sælukots segir aðstæður í skólanum góðar
Í yfirlýsingu sem foreldraráð einkarekna leikskólans Sælukots sendi vegna umfjöllunar Heimildarinnar segir að aðstæður í skólanum í dag séu góðar. Þau umkvörtunarefni sem fjallað er um endurspegli ekki stöðuna í dag.

Aðalsteinn verður aðstoðarritstjóri
Breytingar verða á ritstjórn Heimildarinnar og Aðalsteinn Kjartansson tekur við stöðu aðstoðarritstjóra. Hann hefur starfað á fjölmiðlum frá árinu 2010 og hlotið fjölmargar viðurkenningar á sínum ferli.

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
Einkarekni leikskólinn Sælukot, sem hefur fengið milljarð króna í opinber framlög síðasta áratug, hefur hagnast vel og nýtt peningana til að kaupa fasteignir fyrir stjórnarformanninn. Stjórnendur leikskólans segja markmiðið vera að ávaxta rekstrarafgang, en fyrrverandi starfsmenn og foreldrar nemenda kvarta undan langvarandi skorti. Skólanum var nýlega lokað tímabundið vegna óþrifnaðar og meindýra.


Sif Sigmarsdóttir
Hvers vegna má ekki banna síma?
Sif Sigmarsdóttir á erfitt með að skilja þá sem telja það mannréttindi að börn fái að vera með símann nánast samgróinn við lófann á sér. En hún er alveg til í að hlusta á rök þeirra.

Ásthildur ekki rekin úr Flokki fólksins
Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður ekki rekin úr Flokki fólkins og virðist njóta stuðnings formanns flokksins, Ingu Sæland. Formaður gaf þó loðin svör um afsögn Ásthildar.


Dagbjört Hákonardóttir
Systkini eiga að fá að vera á sama leikskóla
Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingar, fjallar um leikskólamál, þar sem börn fá oft úthlutað plássi langt frá heimili og systkini geta ekki gengið í sama leikskóla. Hún hefur lagt til lagabreytingu sem heimilar systkinaforgang.