Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur aftur hafið rannsókn á því hvort ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini hafi gerst sekur um refsivert brot þegar hann græddi plastbarka í Andemariam Beyene, mann frá Erítreu sem búsettur var á Íslandi, árið 2011. Beyene er yfirleitt kallaður „íslenski sjúklingurinn“ í sænskum fjölmiðlum af því hann var búsettur á Íslandi jafnvel þó hann hafi ekki verið með íslenskt ríkisfang og að eiginkona hans, Merhawit Baryamikael Tesfaslase, hafi þurft að flytja frá Íslandi ásamt þremur sonum þeirra eftir að hann lést í ársbyrjun 2014.
Ákæruvaldið sænska rannsakar nú hvort Macchiarini hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann setti plastbarkann í Andemariam og tyrknesku stúlkuna Yesim Cetir á sjúkrahúsum í Svíþjóð, jafnvel þó að engar vísindalegar sannanir hafi verið fyrir því að hægt væri að skipta náttúrulegum barka manneskju út fyrir gervilíffæri úr plasti. Bæði dóu þau Andemariam og Yesim hægum og …
Athugasemdir