Slys og veikindi gera ekki boð á undan sér og geta orðið á jólum rétt eins og aðra daga. Þrátt fyrir að sjúklingar fái margir hverjir leyfi til að halda heim til fjölskyldna sinna yfir hátíðirnar þá þarf að standa vaktina á sjúkrahúsum engu að síður því ekki eru allir nægilega frískir til að geta haldið heim á leið. Þá þarf líka vitanlega að manna bráða- og slysadeildir þessa daga sem aðra.
Kristín Erla Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítala, verður á vaktinni komandi aðfangadagskvöld og hún þekkir það líka vel að þurfa að vinna um hátíðir, það hefur hún oft gert áður. „Áður en ég varð hjúkrunarfræðingur vann ég sem sérhæfður aðstoðarmaður og seinna sem sjúkraliði þannig að allt í allt er ég búin að vinna hér á deildinni í ein átta ár, í ýmsum hlutverkum. Ég hef unnið hér bæði á aðfangadag og á aðfangadagskvöld til að mynda.“
Spurð …
Athugasemdir