Þótt björgunarsveitirnar séu uppbyggðar af sjálfboðaliðum og enginn sé því í raun og sann tilneyddur til að vera á vakt yfir hátíðar er það engu að síður þannig að flestir þeir sem taka þátt í starfi sveitanna eru tilbúnir þegar kallið kemur, hvaða dagur sem er. Það er í það minnsta upplifun Önnu Filbert, aðgerðarstjóra og sjálfboðaliða hjá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi.
„Fólk hefur auðvitað val um það hvort það bregst við útköllum, þetta er ekki bakvakt eða skylda, en ég held að flestir félaga minna hendi öllu frá sér hafi þeir nokkur tök á og fari til leitar eða björgunar. Hvort sem það er jólahald, afmæli eða annað,“ segir Anna, sem hefur starfað í björgunarsveitinni í sautján ár. Hún segir algengt að sveitin sé kölluð út yfir hátíðarnar. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum, að fara í útköll á aðfangadag, og þá bæði með björgunarsveitinni minni en líka …
Athugasemdir