Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

Þing­menn ræddu mál­sókn þing­manna Mið­flokks­ins gegn Báru Hall­dórs­dótt­ur, upp­ljóstr­ara í Klaust­urs­mál­inu, á Al­þingi í dag. „Þeir ættu frek­ar að þakka henni fyr­ir að hafa kennt sér mik­il­væga lífs­lex­íu,“ sagði Snæ­björn Brynj­ars­son.

Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“

Þingmenn fóru hörðum orðum um málshöfðun fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara í Klaustursmálinu, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

„Mér blöskrar þetta framferði,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata. „Mér blöskrar að fólk sem er með margfaldar tekjur á við þennan einstakling hópist saman gegn þessari einu manneskju og krefjist refsingar. Þessir menn hafa sýnt að þeir hafi hvorki manndóm né kjark til að biðjast afsökunar á hegðun sinni eða segja af sér.“

Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, vilja að Bára, 42 ára öryrki, sæti refsingu og greiði þeim miskabætur vegna „njósnaaðgerðar“ á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn. 

Snæbjörn sagði það ótrúlegt að hugsa til þess að þeim hafi dottið málsókn í hug. „Þeir ættu frekar að þakka henni fyrir að hafa kennt sér mikilvæga lífslexíu.“ Heyrðust þá þingmenn hrópa „heyr, heyr“.

Segir þingmennina beina athyglinni annað

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Við erum að tala um atvik þar sem forseti Alþingis þurfti að biðja bæði þing og þjóð afsökunar,“ sagði hún. „Í mínum huga lýsir þetta algjöru skilningsleysi á alvarleika málsins og á þeirri stöðu sem þessir fjórmenningar hafa komið sér í.“

Lýsti hún skömm og furðu á málinu. „Að mínu mati er þetta enn og aftur tilraun til þess að drepa málinu á dreif, beina athyglinni annað og reyna um leið að komast hjá því að axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum og það er þessum þingmönnum hreint ekki til sóma,“ sagði Bjarkey.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár