Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

Elísa­betu Brynj­ars­dótt­ur, for­seta Stúd­enta­ráðs Há­skóla Ís­lands, varð brugð­ið þeg­ar hún komst að því að barn hafði ver­ið rang­lega ald­urs­greint sem full­orð­ið inn­an veggja há­skól­ans. Hún gagn­rýn­ir að við­brögð yf­ir­stjórn­ar skól­ans hafi ver­ið að und­ir­búa sér­stak­an þjón­ustu­samn­ing um rann­sókn­irn­ar.

„Okkur er mjög brugðið að þetta hafi verið gert án samnings, innan háskólans, að okkar vitneskju án þeirra vitneskju, að þeir hafi ekki vitað að þetta hafi farið fram innan veggja háskólans og að það hafi átt sér stað einhverjar greiðslur sem óljóst er hvert hafa farið, varðandi þessar rannsóknir,“  segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs og ein þeirra sem hefur leitt mótmæli innan háskólans gegn tanngreiningum á ungum hælisleitendum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, Landssamtök íslenskra stúdenta, starfsmenn og doktorsnemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem og starfsmenn og doktorsnemar við Hugvísindasvið skólans hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem tanngreiningunum er mótmælt harðlega.

Einföld afstaðaElísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir afstöðu þeirra vera einfalda, þau séu algjörlega mótfallinn því að Háskóli Íslands stundi tanngreiningar á ungum hælisleitendum, hvort sem fyrir því liggi þjónustusamningur eður ei.

Málið þykir óþægilegt fyrir rektor sem og yfirstjórn Háskóla Íslands sem hefur beitt sér fyrir gerð þjónustusamningsins, en tanngreiningar hafa farið fram innan veggja skólans án slíks samnings í áraraðir. Stúdentar, doktorsnemar og starfsmenn háskólans hafa meðal annars bent á að  tanngreiningar á hælisleitendum fari gegn vísindasiðareglum skólans en þær kveða á um að rannsakendur skuli ekki skaða hagsmuni þeirra sem tilheyra hópi í erfiðri stöðu. Þá hafa þeir bent á samfélagslegt hlutverk menntastofnana sem og mikilvægi þess að akademískar stofnanir framkvæmi ekki aðgerðir lögvalds á borð við Útlendingastofnunar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi tölvupóst á starfsmenn háskólans í síðustu viku þar sem hann sagði að aldurgreiningar á tönnum færu ekki fram á meðan málið væri til skoðunar hjá Heilbrigðisvísindasviði skólans.

 „Að það hafi verið einn ungur maður ranglega aldursgreindur og að hann hafi haft svona gífurlega neikvæða reynslu af Háskóla Íslands í því ferli, það stakk okkur virkilega mikið“ 

Stundin greindi frá því í fyrra þegar tannlæknar við Háskóla Íslands komust að þeirri niðurstöðu að sautján ára barn væri í raun og veru átján ára og þar með fullorðinn einstaklingur. Við það missti einstaklingurinn þá stöðu sem fylgdarlaust barn hefur, en það sem varð honum til happs, var að hann gat nálgast vegabréf og persónuskilríki frá heimalandinu sem sýndu fram á að hann væri í raun og veru sautján ára. Málið vakti athygli á því hvað tanngreiningar geta verið ónákvæmt vísindi. Elísabet segir að þeim í Stúdentaráði hafi verið verulega brugðið þegar þau áttuðu sig á þessu. „Að það hafi verið einn ungur maður ranglega aldursgreindur og að hann hafi haft svona gífurlega neikvæða reynslu af Háskóla Íslands í því ferli, það stakk okkur virkilega mikið.“ 

Háskóli Íslands brást við fyrrnefndu atviki og þeirri umræðu sem fylgdi með því að hefjast handa við að undirbúa gerð fyrrnefnds þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda við Útlendingastofnun. Forseti Stúdentaráðs gagnrýnir að háskólinn hafi farið beint í að undirbúa þjónustusamning í stað þess að kanna hvað hefði farið úrskeiðis. „Fókusinn hefur hingað til bara verið á það að koma þessu í formlegt ferli en ekki að líta til baka og hugsa, hvað fór úrskeiðis? Hvernig gátu rannsóknir farið fram innan veggja háskólans þar sem enginn samningur lá fyrir?“ Spyr Elísabet sem telur að það þurfi að skoða vel hvernig það gat gerst að slíkar rannsóknir færu fram innan veggja skólans án samnings.

Í helgarblaði Stundarinnar er rætt við þrjár konur, sem nema og starfa við Háskóla Íslands, en þær gagnrýna skólann sinn harðlega fyrir að hafa stundað röntgenrannsóknir á tönnum ungra hælisleitenda fyrir Útlendingastofnun án samnings, sem og að vinna að sérstökum þjónustusamningi um rannsóknirnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár