Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

Elísa­betu Brynj­ars­dótt­ur, for­seta Stúd­enta­ráðs Há­skóla Ís­lands, varð brugð­ið þeg­ar hún komst að því að barn hafði ver­ið rang­lega ald­urs­greint sem full­orð­ið inn­an veggja há­skól­ans. Hún gagn­rýn­ir að við­brögð yf­ir­stjórn­ar skól­ans hafi ver­ið að und­ir­búa sér­stak­an þjón­ustu­samn­ing um rann­sókn­irn­ar.

„Okkur er mjög brugðið að þetta hafi verið gert án samnings, innan háskólans, að okkar vitneskju án þeirra vitneskju, að þeir hafi ekki vitað að þetta hafi farið fram innan veggja háskólans og að það hafi átt sér stað einhverjar greiðslur sem óljóst er hvert hafa farið, varðandi þessar rannsóknir,“  segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs og ein þeirra sem hefur leitt mótmæli innan háskólans gegn tanngreiningum á ungum hælisleitendum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, Landssamtök íslenskra stúdenta, starfsmenn og doktorsnemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem og starfsmenn og doktorsnemar við Hugvísindasvið skólans hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem tanngreiningunum er mótmælt harðlega.

Einföld afstaðaElísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir afstöðu þeirra vera einfalda, þau séu algjörlega mótfallinn því að Háskóli Íslands stundi tanngreiningar á ungum hælisleitendum, hvort sem fyrir því liggi þjónustusamningur eður ei.

Málið þykir óþægilegt fyrir rektor sem og yfirstjórn Háskóla Íslands sem hefur beitt sér fyrir gerð þjónustusamningsins, en tanngreiningar hafa farið fram innan veggja skólans án slíks samnings í áraraðir. Stúdentar, doktorsnemar og starfsmenn háskólans hafa meðal annars bent á að  tanngreiningar á hælisleitendum fari gegn vísindasiðareglum skólans en þær kveða á um að rannsakendur skuli ekki skaða hagsmuni þeirra sem tilheyra hópi í erfiðri stöðu. Þá hafa þeir bent á samfélagslegt hlutverk menntastofnana sem og mikilvægi þess að akademískar stofnanir framkvæmi ekki aðgerðir lögvalds á borð við Útlendingastofnunar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi tölvupóst á starfsmenn háskólans í síðustu viku þar sem hann sagði að aldurgreiningar á tönnum færu ekki fram á meðan málið væri til skoðunar hjá Heilbrigðisvísindasviði skólans.

 „Að það hafi verið einn ungur maður ranglega aldursgreindur og að hann hafi haft svona gífurlega neikvæða reynslu af Háskóla Íslands í því ferli, það stakk okkur virkilega mikið“ 

Stundin greindi frá því í fyrra þegar tannlæknar við Háskóla Íslands komust að þeirri niðurstöðu að sautján ára barn væri í raun og veru átján ára og þar með fullorðinn einstaklingur. Við það missti einstaklingurinn þá stöðu sem fylgdarlaust barn hefur, en það sem varð honum til happs, var að hann gat nálgast vegabréf og persónuskilríki frá heimalandinu sem sýndu fram á að hann væri í raun og veru sautján ára. Málið vakti athygli á því hvað tanngreiningar geta verið ónákvæmt vísindi. Elísabet segir að þeim í Stúdentaráði hafi verið verulega brugðið þegar þau áttuðu sig á þessu. „Að það hafi verið einn ungur maður ranglega aldursgreindur og að hann hafi haft svona gífurlega neikvæða reynslu af Háskóla Íslands í því ferli, það stakk okkur virkilega mikið.“ 

Háskóli Íslands brást við fyrrnefndu atviki og þeirri umræðu sem fylgdi með því að hefjast handa við að undirbúa gerð fyrrnefnds þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda við Útlendingastofnun. Forseti Stúdentaráðs gagnrýnir að háskólinn hafi farið beint í að undirbúa þjónustusamning í stað þess að kanna hvað hefði farið úrskeiðis. „Fókusinn hefur hingað til bara verið á það að koma þessu í formlegt ferli en ekki að líta til baka og hugsa, hvað fór úrskeiðis? Hvernig gátu rannsóknir farið fram innan veggja háskólans þar sem enginn samningur lá fyrir?“ Spyr Elísabet sem telur að það þurfi að skoða vel hvernig það gat gerst að slíkar rannsóknir færu fram innan veggja skólans án samnings.

Í helgarblaði Stundarinnar er rætt við þrjár konur, sem nema og starfa við Háskóla Íslands, en þær gagnrýna skólann sinn harðlega fyrir að hafa stundað röntgenrannsóknir á tönnum ungra hælisleitenda fyrir Útlendingastofnun án samnings, sem og að vinna að sérstökum þjónustusamningi um rannsóknirnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár