Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigendur stærstu útgerðanna högnuðust um 23 milljarða í fyrra

Árs­reikn­ing­ar 20 stærstu út­gerða lands­ins sýna eigna­söfn­un inni í fyr­ir­tækj­um og arð­greiðsl­ur upp á rúm­lega 23 millj­arða króna. Eig­in­fjárstaða fyr­ir­tækj­anna hef­ur tí­fald­ast á ára­tug.

Eigendur stærstu útgerðanna högnuðust um 23 milljarða í fyrra
23 milljarðar til útgerðarmanna Í fyrra runnu rúmlega 23 milljarðar króna til eigenda 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í formi hækkunar á eigin fé og arðgreiðslna. Mynd: Shutterstock

Eigendur 20 stærstu útgerða Íslands högnuðust beint og óbeint um rúmlega 23 milljarða króna á starfsemi fyrirtækja sinna í fyrra. Þessi tala er samanlögð hækkun á eigin fé útgerða – eignum mínus skuldum – og svo útgreiddum arði úr þessum 20 stærstu útgerðum. Heildar eigið fé þessa 20 stærstu útgerða nam 293 milljörðum króna í árslok 2017 og má segja að þessir 293 milljarðar séu eignir eigenda útgerðanna 20. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stöðu 20 stærstu útgerðarfyrirtækja Íslands út frá ársreikningum þeirra fyrir árið 2017. 

Á það skal bent að allur rekstur Samherja er tekinn með í reikninginn, ekki bara starfsemi dótturfélagsins Samherji Ísland ehf., og er erlend starfsemi útgerðarrisans frá Akureyri því einnig inni í útreikningunum. Eigið fé Samherjasamstæðunnar var rúmlega 90 milljarðar króna í árslok 2017 og jókst um ríflega 6 milljarða. Til samanburðar var eigið fé næststærsta íslenska útgerðarfélagsins, HB Granda, rúmlega 32 milljarðar króna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár