Eigendur 20 stærstu útgerða Íslands högnuðust beint og óbeint um rúmlega 23 milljarða króna á starfsemi fyrirtækja sinna í fyrra. Þessi tala er samanlögð hækkun á eigin fé útgerða – eignum mínus skuldum – og svo útgreiddum arði úr þessum 20 stærstu útgerðum. Heildar eigið fé þessa 20 stærstu útgerða nam 293 milljörðum króna í árslok 2017 og má segja að þessir 293 milljarðar séu eignir eigenda útgerðanna 20. Þetta kemur fram í yfirliti yfir stöðu 20 stærstu útgerðarfyrirtækja Íslands út frá ársreikningum þeirra fyrir árið 2017.
Á það skal bent að allur rekstur Samherja er tekinn með í reikninginn, ekki bara starfsemi dótturfélagsins Samherji Ísland ehf., og er erlend starfsemi útgerðarrisans frá Akureyri því einnig inni í útreikningunum. Eigið fé Samherjasamstæðunnar var rúmlega 90 milljarðar króna í árslok 2017 og jókst um ríflega 6 milljarða. Til samanburðar var eigið fé næststærsta íslenska útgerðarfélagsins, HB Granda, rúmlega 32 milljarðar króna. …
Athugasemdir