Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra

Eign­ar­halds­fé­lag Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Helgu Guð­munds­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, bætti við sig 9 millj­arða króna eign­um í fyrra.

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra
5,4 milljarða hagnaður Félag Þorsteins Más Samherjaforstjóra hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í fyrra. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafi Samherja, hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í Eignarhaldsfélaginu Steini ehf. í fyrra. Félagið heldur á hlutabréfum Þorsteins Más í Samherja og á hann það ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Helgu S. Guðmundsdóttur.  Þorsteinn Már á 51 prósent í félaginu og Helga á 49 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi Steins fyrir árið 2018 sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.

Samherji er langstærsta útgerðarfélag landsins þegar tekið er tillit til innlendrar og erlendrar starfsemi útgerðarinnar. Félagið er annar stærsti, einstaki kvótaeigandi landsins á eftir Brimi, áður HB Granda, en á auk þess stóran hlut í meðal annars Síldavinnslunni, einni stærsti útgerð landsins. Samherji hagnaðist um 8.7 milljarða króna í fyrra og var félagið þá með 43 milljarða króna tekjur. 

Þorsteinn Már er einn ríkasti Íslendingurinn og ratar hann á hverju ári í yfirlit fjölmiðla yfir íslenskt auðfólk þegar skattauppplýsingar eru gerðar opinberar. Þorsteinn Már var með ríflega 100 milljónir króna í tekjur í fyrra, en tekjur hans segja hins vegar aðeins litla sögu um þá ótrúlegu auðsöfnun sem ársreikningur eignarhaldsfélags hans sýnir ár hvert og hefur gert lengi.

Níu milljarða eignaaukning

Eignir félagsins nema nú rúmlega 48 milljörðum króna og hafa þær hækkað um ríflega 9 milljarða króna á milli áranna 2017 og 2018. Verðmætasta eign félagsins eru hlutabréf í Samherja hf. sem bókfærð eru á 22 milljarða króna. Inni í félaginu eru íslenskar eignir og starfsemi Samherja. Hlutabréf Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. í Samherja Holding, félagi utan um erlenda starfsemi Samherja, eru bókfærð á tæplega 18 milljarða króna.

Á móti þessum eignum eru nánast engar skuldir, en þær nema 4 milljónum króna. Þannig að segja má að félagið skuldi ekkert á móti þessum tæplega 50 milljarða króna eignum. 

Tók við hlutabréfum í Samherjafélögum

Ástæðan fyrir þessari miklu eignaaukningu Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. er að í fyrra var hlutafé Fjárfestingarfélagsins Fjarðar ehf., sem átti hlutabréf í Samherja hf. og Samherja Holding ehf. lækkað, og var hlutafjáraukningin greidd út með hlutabréfum í félögunum tveimur. 

Eins og segir í ársreikningi Steins ehf.:  „Í águst 2019 var hlutafé Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. lækkað og var hlutafjárlækkunin greidd með hlutabréfum í Samherja hf. og Samherja Holding ehf. til Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. Eftir hlutafjárlækkunina á Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. engin bréf í Fjárfestingafélaginu Firði ehf. en eignaðist 7,41% eignarhlut í Samherja hf. og 7,41% eignarhlut í Samherja Holding ehf.“

Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. eignaðist því frekari hlutabréf í bæði Samherja hf. og Samherja Holding ehf. á árinu. 

„Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð.“

Dulbúnar arðgreiðslur

Enginn arður var tekinn út úr Steini í fyrra en fé, 394 milljónir, var greitt út úr félaginu og til hluthafa þegar félagið sjálft keypti eigin bréf í janúar 2009, líkt og félagið hefur raunar gert áður.

Stundin hefur fjallað um að slík leið sé aðferð til þess að taka „dulbúinn arð“ út úr eignarhaldsfélögum. Blaðið ræddi meðal annars við sérfræðing sem útskýrði aðferðina, sem er fullkomlega lögleg, með eftirfarandi hætti: „Það að velja þessa leið er örugglega af skattalegum ástæðum meðal annars. Svo hafa menn komist upp með að taka arð út úr félögum með þessum hætti án þess að það veki eins mikla athygli og þegar menn taka eiginlegan arð út úr fyrirtækjum. Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð,“ sagði sérfræðingurinn, sem ekki vildi láta nafn síns, getið í samtali við Stundina síðla árs í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár