Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil

Þjón­ustu­gjöld bank­anna hafa hækk­að vel um­fram þró­un verð­lags, þrátt fyr­ir lok­un úti­búa og ra­f­ræna þjón­ustu. Mark­að­ur­inn ein­kenn­ist af fákeppni, að mati verð­lags­eft­ir­lits ASÍ.

ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil
Arion banki Arion er með langhæsta afgreiðslugjaldið, samkvæmt könnun ASÍ.

Þjónustugjöld bankanna hafa hækkað langt umfram verðlag, þrátt fyrir hagræðingu bankanna í formi lokunar útibúa og aukinnar rafrænar þjónustu. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ.

„Dýrt er að sækja sér þjónustu í útibú eða í símaver en gjöld tengd slíkri þjónustu hafa hækkað mikið á síðustu árum auk þess sem ýmsir þjónustuliðir hafa bæst við sem ekki voru til áður,“ segir í tilkynningu ASÍ. „Þá rukka bankarnir viðskiptavini enn fyrir ýmsan kostnað sem á ekki við í dag eins og FIT kostnað. Gjaldskrár bankanna eru þar að auki afar flóknar og ógagnsæjar sem gerir neytendum erfitt fyrir að átta sig á kostnaði eða gera samanburð milli banka.“

Þá kemur fram að gjaldliðir bankanna nemi hundruðum og erfitt sé að bera þá saman á milli banka þar sem þeir heiti mismunandi nöfnum.

„Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft,“ segir í tilkynningunni. „Þannig hefur Arion banki tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 kr. fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa en ýmsir liðir kosta þó töluvert meira. Mestur er verðmunurinn á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka sem kostar 495 kr. hjá Arion banka, 375 kr. hjá Íslandsbanka og 100 kr. hjá Landsbankanum en það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion og því lægsta hjá Landsbankanum.“

Helmingi færri útibú og 1.500 færri starfsmenn

Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útibúum bankanna hafi fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4326 í 2850, eða um tæplega 1500 manns. Á síðustu þremur árum hafi bankakostnaður hins vegar hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort um 19%. Vísitala neysluverðs á sama tíma hækkaði um 7% og verðbólgu því ekki hægt að kenna um alla hækkunina.

„Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni,“ segir í tilkynningunni. „Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni.“

Fram kom í tilkynningu í síðustu viku að þýski netbankinn N26 hyggðist hefja starfsemi hér á landi, en bankareikningar N26 eru í evrum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samn­ing­ur Rík­is­kaupa við Rapyd verði fram­lengd­ur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.
Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár