Lánshæfiseinkunn vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Management Group var færð niður í ruslflokk hjá greiningarfyrirtækinu Standard & Poor’s í gær, en tilkynnt var á sunnudag að sjóður á vegum fyrirtækisins hefði keypt 6,6 prósent hlut í Arion banka í lokuðu útboði.
MarketWatch greindi frá breyttri lánshæfiseinkunn Och-Ziff í gær og Kjarninn vakti athygli á málinu í dag. Um er að ræða sama vogunarsjóð og varð uppvís að mútugreiðslum til opinberra starfsmanna í Líbíu og Kongó.
Að mati Standard and Poor's hefur rekstur félagsins versnað að undanförnu vegna minnkandi eigna í stýringu og eru horfur þess taldar neikvæðar til framtíðar. Af þeim sökum var einkunn fyrirtækisins færð í flokkinn BB, en slík einkunn gefur alla jafna til kynna að óvissa ríki um framtíð og rekstrarhorfur fyrirtækis og að ekki þurfi mikið til að það lendi í þeirri stöðu að geta ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar.
Tilkynnt var um sölu á 29,18 …
Athugasemdir