Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Suð, unaðsleg danstónlist, og harðkjarna pönk

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 9.–22. nóv­em­ber.

Suð, unaðsleg danstónlist, og harðkjarna pönk

Þetta er að gerast og svo margt fleira næstu tvær vikurnar.

Everybody’s Spectacular

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 14.–18. nóvember
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðum.

Everybody’s Spectacular er árleg sviðslistahátíð sem blásið er til af LÓKAL og Reykjavík Dance Festival þar sem kynntir eru nýjustu straumar og stefnur í sviðslistum. Á hátíðinni verða frumsýnd ýmis verk, eins og til dæmis Moving Mountains í Þjóðleikhúsinu þar sem fimm sviðslistahöfundar segja sögur af því að flytja fjöll.

Serbneskir menningardagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 9.–11. nóvember
Aðgangseyrir: 800–1.200 kr. á mynd

Á þessari hátíð er serbneskri kvikmyndagerð fagnað, en hún er haldin í annað sinn. Fjórar myndir verða sýndar á þessari hátíð, en serbneskar kvikmyndir einkennast gjarnan af raunsæishyggju og grimmum, svörtum húmor. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru leikstjórarnir Milos Skundric (Ferðalagið langa í stríð), Nikola Kojo (Hjörð) og Vuk Rsumovic (Einskis manns barn). 

Tengingar

Hvar? Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Hvenær? Til 6. október 2019
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað almenningi, er efnt til sýningar þar sem fjórtán myndlistarmenn, sem allir tengdust Sigurjóni og list hans með einum eða öðrum hætti, eiga samtal við verk Sigurjóns í fyrrum vinnustofu hans.

Bráðum verður bylting!

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 11. nóvember kl. 15.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Stjórnarskrárfélagið efnir til sýningar á heimildarmyndinni Bráðum verður bylting! sem fjallar um baráttu íslenskra námsmanna á sjöunda áratugnum fyrir bættum kjörum og betra lífi. Að lokinni sýningunni verða umræður og verða leikstjóri myndarinnar, Hjálmtýr Heiðdal og formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, á meðal frummælenda.

María Dalberg: Suð

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 25. nóvember
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Á sýningu Maríu Dalbergs er til sýnis þriggja rása vídeóinnsetning, hljóðverk og upplestur á prósa sem María skrifaði eftir áhrifamikla ferð til Galapagos-eyjar og Andesfjalla. Í sýningunni kannar María óljósu tengslin á milli hafsins, minninga og ímyndunaraflsins. Hún hefur áður unnið með vídeóinnsetningar, hljóð, gjörninga, ljósmyndir, teikningar og textaskrif. 

Gusgus

Hvar? Harpa Eldborg
Hvenær? 17. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 5.990 kr.

Rafmagnaða hljómsveitin sem hefur það sem yfirlýst markmið að skapa unaðslega tónlist, Gusgus, heldur sérstaka stórtónleika í Hörpu. Farið verður í gegnum alla helstu slagara hljómsveitarinnar og því munu margir fyrrum hljómsveitarmeðlimir stíga aftur á svið til að flytja þau í upprunalegri mynd.

Haraldur Jónsson: Róf

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? Til 27. janúar 
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, dregur fram sérstöðu listamannsins í íslensku listalífi. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en rauði þráðurinn er tilraun til þess að eima tilveruna. Í þrjá áratugi hefur Haraldur skoðað hvernig við greinum umhverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í samskiptum hvert við annað.

Roht útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 17. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Fáar pönk-harðkjarna-hljómsveitir hafa tærnar þar sem Roht hefur hælana. Þessi hávaðamaskína var að gefa út plötuna Iðnsamfélagið og framtíð þess og fagnar útgáfu hennar í góðra vina hópi með pönksveitinni xGADDAVÍRx og svartmálmssveitinni Vonlaus. Búast má við drungalegum og vægðarlausum látum sem hreyfa við sálinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár