Eftirlitsstofnunin Matvælastofnun veit ekki og getur ekki sannreynt hversu margir norskir eldislaxar sluppu úr eldiskví laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Tálknafirði í júlí í sumar. Göt mynduðust þá á eldiskví Arnarlax sem í voru rúmlega 150 þúsund eldislaxar. Tæplega fimm þúsund færri fiskar voru í kvínni þegar slátrað var úr henni í byrjun október en áttu að vera í kvínni. Þetta kemur fram í svörum frá Matvælastofnun við spurningum Stundarinnar um slysasleppinguna.
Sú staðreynd að Matvælastofnun, eftirlitsstofnunin sem fylgist með slíkum atriðum í starfsemi laxeldisfyrirtækjanna, getur ekki fullyrt nokkuð um umfang slysasleppingarinnar á norsku eldislöxunum undirstrikar þá mögulegu umhverfisvá sem fylgir notkun á opnum sjókvíum til að rækta eldisfiska við Íslandsstrendur.
Arnarlax tilkynnti stofnunininni að tæplega fimm þúsund færri eldislaxar hefðu verið í kvínni við slátrun úr henni en ætlað var og segir í frétt á heimasíðu Matvælastofnunar að fyrirtækið sjálft meti það sem svo að um 300 norskir eldislaxar hafi sloppið …
Athugasemdir