Framkvæmdastjóri sænskrar stofnunar sem sérhæfir sig í rannsóknum á spillingu og hagsmunaárekstrum, Natali Phálen, segir að það sé ólíklegt að sænskur þingmaður gæti verið eins virkur þátttakandi í viðskiptalífinu í Svíþjóð og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrunið. Hún segir að þó ekki sé í gildi blátt bann við setu þingmanna í stjórnum og stýringu fyrirtækja þá séu í gildi mjög strangar reglur um upplýsingagjöf þingmanna út af þessu. Þá beir þingmönnum einnig að tilkynna um öll meiri háttar viðskipti sín á hlutabréfamarkaði, það er að segja öll viðskipti sem nema hærri upphæðum en rösklega einni milljón króna.
Stundin bað Natali, sem starfar hjá stofnuninni Institutet mot mutor, að svara nokkrum almennum spurningum um regluverkið í Svíþjóð um viðskipti þingmanna samhliða þingmannsstarfinu. Stofnuninni, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, er stýrt af viðskiptaráði Stokkhólms og fleiri aðilum í viðskiptalífinu sem og sveitarfélögum.
Eins og Stundin fjallar um hér í blaðinu og byggir á gögnum innan úr Glitni þá stýrði Bjarni Benediktsson fjárfestingaveldi sem endaði á því að skulda 130 milljarða króna umfram eignir í íslenska bankakerfinu samhliða starfi sínu sem alþingismaður. Þá stundaði Bjarni einnig umfangsmikil hlutabréfa- og verðbréfaviðskipti á Íslandi og erlendis sem lítið var vitað um þar til haustið 2017 þegar Stundin greindi frá því að Bjarni hefði selt verulegar eignir í Sjóði 9 – 50 milljónir króna – í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 auk þess sem hann stundaði áhættusöm viðskipti með hlutabréf erlendra fjármálafyrirtækja í gegnum Glitni. Þá seldi Bjarni eigin hlutabréf í Glitni eftir fund með forstjóra bankans.
Bjarni þurfti aldrei að greina frá þessum viðskiptum með opinberum hætti á þeim tíma sem hann stundaði þau þar sem engar sambærilegar reglur og í Svíþjóð giltu á Íslandi á þeim tíma. Almenningur vissi því ekki af þessum viðskiptum þingmannsins fyrr en tæplega áratug eftir bankahrunið 2008 og bárust kjósendum þessar upplýsingar ekki frá Bjarna sjálfum eða eftir formlegum leiðum.
Raunar hafði Bjarni ekki sagt allan sannleikann um þessi viðskipti sín þegar hann var spurður um þau. Í þættinum Víglínunni á Stöð 2 árið 2016 sagðist Bjarni ekki reka minni til þess að hafa selt eignir í Sjóði 9 fyrir einhverjar verulegar fjárhæðir. „Ekkert sem skiptir máli. Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9 en ég man ekki eftir því að það hafi verið eitthvað sem mig rekur minni til að hafi skipt einhverju máli.“ Samt var um að ræða 50 milljónir króna, tæplega 50 sinnum hærri fjárhæð en sænskir þingmenn mega stunda viðskipti með án þess að tilgreina viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni, en upphæðin að núvirði er um 70 milljónir króna. Þá eru ótaldar um 120 milljónir króna í hlutabréfum sem Bjarni seldi, sem að núvirði jafngilda tæplega 170 milljónum króna.
Út frá svörum Natali Phálen má fullyrða að sænskur þingmaður myndi aldrei komast upp með að stunda eins umfangsmikil viðskipti og Bjarni Benediktsson gerði á árunum fyrir hrunið 2008 án þess að þurfa að segja af sér sem þingmaður. Ástæðan fyrir þessu er að regluverkið í Svíþjóð myndi gera þingmanni ókleift að vera svo umsvifamikill í atvinnulífinu.
Spurningar Stundarinnar og svör Natali Phálen hjá Institutet mot mutor fylgja hér á eftir:
1.spurning: Gæti það gerst í Svíþjóð að þingmaður væri virkur í viðskiptalífinu sem stjórnarmaður í stórum einkafyrirtækjum og sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði og í óskráðum félögum á sama tíma og hann situr á þingi?
Athugasemdir