Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gylfi Arnbjörnsson: Stjórnvöld hafa hirt lungann af ávinningi kjarasamninga

Í setn­ing­ar­ræðu sinni á þingi ASÍ út­listaði Gylfi Arn­björns­son, frá­far­andi formað­ur, ár­ang­ur­inn frá hruni og hvatti sam­band­ið til að halda áfram á sömu braut.

Gylfi Arnbjörnsson: Stjórnvöld hafa hirt lungann af ávinningi kjarasamninga
Kveður ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ, sagði í ræðu sinni við setningu þings ASÍ í morgun að Krafan um að stjórnmálamenn „ og dekurbörnin þeirra deili kjörum með þjóðinni“ væri krafa um réttlæti og jöfnuð. Mynd: Hörður Sveinsson

Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi formaður ASÍ, sagði í setningarræðu sinni á þingi ASÍ í dag að stjórnvöld hafi hirt lungann af ávinningi kjarasamninga síðasta áratug. Hann hvatti þó til áframhaldandi samvinnu og sagði sígandi lukku og aukinn kaupmátt hafa fært launþegahreyfingunni mestan árangur.

„Staðan er einfaldlega sú, að þrátt fyrir að verkalýðshreyfingunni hafi með samstöðu sinni tekist að hækka lægstu laun langt umfram almenna launaþróun, hefur það ekki leitt til þeirra bættu lífskjara þessara hópa sem að var stefnt,“ sagði Gylfi. „Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi á undaförnum árum hirt lungann af þeim ávinningi sem kjarasamningar hafa tryggt þeim tekjulægstu.“

Benti Gylfi á skerðingu skattleysismarka, lækkun barnabóta, lækkun vaxta- og húsnæðisbóta og hækkun fasteignaverðs og húsaleigu án aðhalds stjórnvalda. „Fólk veigrar sér við að leita læknis vegna hárrar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga með miklum tekjutengingum gagnvart greiðslum lífeyrissjóðanna eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið hefur höggvið þar sem hlífa skyldi.“

Gagnrýndi Gylfi ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að hafa ekki viljað gera þjóðarsáttmála um aukið framlag ríkis og sveitarfélaga til velferðar- og félagsmála. „Til viðbótar kemur síðan skefjalaus sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launahækkunum sem magnar hina réttlátu reiði enn frekar. Stjórnmálamenn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dekurbörnin þeirra deili kjörum með þjóðinni er krafa um réttlæti og jöfnuð,“ sagði Gylfi.

Dæmir ekki um nýjar baráttuaðferðir

Í upphafi ræðu sinnar benti Gylfi á að hann hafi tekið við sem formaður ASÍ nokkrum vikum eftir bankahrun. Nefndi hann þann árangur sem náðist í kjölfar hruns við að viðhalda velferðarkerfinu, lengja bótatímabil, aðstoð við skuldug heimili og ýmsar réttarbætur verkafólks.

„Og höfum þá í huga að mesti árangurinn og stærstu sigrarnir hafa ekki einungis unnist með verkföllum heldur með átakalausum kjarasamningum, sem lokið er á breiðum grundvelli í kjölfar lýðræðislegs og einlægs samráðs og samstarfs við undirbúning og gerð kjarasamninga,“ sagði Gylfi. „Því miður er það svo að stjórnvöld hafa ítrekað gengið bak orða sinna í því efni og við þurfum sem hreyfing að íhuga alvarlega hvernig tryggja megi að efndir fylgi orðum og að loforðin séu bæði fjármögnuð og skýr en það er annað mál.“

Sagði Gylfi að lokum að sígandi lukka og aukinn kaupmáttur lægstu launa á grundvelli kjarasamninga, sem gerðir eru í samhengi við stöðu atvinnuveganna á hverjum tíma, hafi fært launþegahreyfingunni mestan árangur.

„En allt er breytingum háð og margt bendir til þess að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefur um lagt skeið. Það er ekki mitt að dæma um hvort það muni verða félagsmönnum Alþýðusambandsins og fjölskyldum þeirra til heilla í framtíðinni, nú þegar ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem forseti ASÍ, en svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síðustu samræðu hans við félaga sína: „Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár