Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Enn í dag hafa gögn frá Barna­húsi, frá­sagn­ir barna af kyn­ferð­isof­beldi og vott­orð fag­að­ila oft tak­mark­að vægi í um­gengn­is­mál­um. Al­þingi hef­ur ekki séð ástæðu til að hnykkja á vernd barna gegn of­beldi og þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af of­stæk­is­full­um tálm­un­ar­mæðr­um held­ur en af um­gengni barna við of­beld­is­menn.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
Neydd til að umgangast kvalara sinn Ekki þarf að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að ríkisvaldið skikki stúlku til að umgangast föður sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. Mynd: Shutterstock

Sýslumannsembætti hafa ítrekað skikkað börn til að umgangast feður sem hafa fengið refsidóma fyrir ofbeldi gegn börnunum sjálfum, mæðrum þeirra og systkinum.  

Allt fram til ársins 2013, þegar breytingar á barnalögum tóku gildi, var ofbeldi föður gegn móður almennt ekki talið hafa þýðingu við ákvörðun sýslumanns um umgengni föður við börnin sín. Ekki þarf að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að stúlka sé skikkuð til að umgangast föður sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. 

Fjölskyldusvið sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu getur ekki upplýst hversu oft frá 2013 hafa verið kveðnir upp úrskurðir í umgengnis- og dagsektarmálum þar sem mælt er fyrir um að barn skuli umgangast foreldri gegn vilja sínum þrátt fyrir að foreldrið hafi verið dæmt fyrir ofbeldi gegn barninu eða systkinum þess. Því er að miklu leyti á huldu hvernig sýslumannsembættið hefur túlkað ákvæði barnalaga í umgengnis- og dagsektarmálum eftir að lögunum var breytt árið 2012 og skerpt á vernd barna gegn ofbeldi.

Gögn sem Stundin hefur aflað með óformlegum hætti gefa þó vísbendingar um lagaframkvæmdina. Ljóst er að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp úrskurði bæði í fyrra og hitt í fyrra þar sem viðvörunarorð fagfólks og vísbendingar um kynferðisbrot, meðal annars framburður barna hjá meðferðaraðilum og í Barnahúsi, voru ekki talin hafa sérstakt vægi við ákvörðun umgengni við föður þeirra. 

Gögn frá Barnahúsi skiptu litlu

Í umgengnisúrskurði sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp árið 2017 er sú staðreynd að móðir sakaði barnsföður sinn um heimilisofbeldi án þess að það leiddi til ákæru notuð gegn henni til að réttlæta aukna umgengni föðurins við barnið.

Í öðrum úrskurði sem Stundin fjallaði um taldi sýslumannsembættið læknabréf, upplýsingar úr Barnahúsi, álit sálfræðinga og frásagnir barna af meintum kynferðisbrotum föður þeirra hafa „takmarkaða þýðingu“ og sló því föstu að vanlíðan barnanna væri sprottin af „tengslarofi“ þeirra við föður. 

Í síðara málinu lágu meðal annars fyrir lokaskýrslur úr Barnahúsi þar sem fram kom að „brot og framkoma föður“ hefðu haft „mikil áhrif á líðan“ barnanna og bréf barnageðlæknis sem taldi það að þvinga börnin til umgengni við föðurinn „læknisfræðilega ekki forsvaranlegt“ og óttaðist að slíkt gæti haft „varanleg áhrif á þroska og geðheilsu þeirra til framtíðar“. Í úrskurði sínum brýndi þó sýslumaður fyrir móðurinni að hvetja börnin til að umgangast föður sinn.

Þegar úrskurður sýslumanns var kærður til dómsmálaráðuneytisins lagði ráðuneytið áherslu á að í Barnahúsi hefði sjónum eingöngu verið beint að hugsanlegu kynferðisofbeldi en ekki því hvort börnin vildu umgangast meintan geranda. Taldi ráðuneytið því brýnt að „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé og hvort það kunni að vera að hann sé litaður af neikvæðum viðhorfum móður í garð föður“. 

Viðbrögð Alþingis engin

Stundin hefur frá því í maí 2018 fjallað margsinnis og ítarlega um  hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðarnir um umgengni og dagsektir. Sú umfjöllun hefur byggt á umfangsmiklum gögnum sem Stundin hefur aflað, en auk þess hefur fræðileg umfjöllun um barnarétt og stjórnsýsluframkvæmd í umgengnismálum verið höfð til hliðsjónar. Staðreyndirnar sem dregnar hafa verið fram benda eindregið til þess að breytingarnar sem gerðar voru á barnalögum árið 2012 hafi ekki skilað tilætluðum árangri.  

Ekkert af því sem fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar hefur orðið til þess að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins sem ber ábyrgð á lagarammanum sem um málaflokkinn gildir, finni sig knúið til að kalla eftir upplýsingum frá sýslumanni eða dómsmálaráðuneytinu eða ráðast í breytingar á lagaumhverfi umgengnismála til að hnykkja á vernd barna gegn heimilisofbeldi. Og af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar að dæma eru engar breytingar fram undan í málaflokknum á næstu misserum. 

Meiri áhyggjur af ofstækisfullum mæðrum 

Nýlega skrifuðu 156 konur undir ákall til þingmanna og vörpuðu meðal annars fram þessum spurningum: „Hvenær þykir ykkur nóg komið? Hafa frásagnir þolenda af ofbeldi í nánum samböndum og fjölskyldum ekki farið nógu hátt til að ná athygli ykkar? Hversu hávær og skerandi þurfa sársaukaópin að vera til að þau komi ykkur við? Hversu mörg líf þarf að leggja í rúst og hversu marga þarf að brjóta niður og kúga til að þið opnið augun?“ 

Í yfirlýsingunni voru jafnframt þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndir harðlega fyrir að hafa lagt öðru sinni fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun á umgengni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, brást við yfirlýsingu kvennanna í viðtali við Harmageddon þann 9. október síðastliðinn.

„Það bara gilda leikreglur réttarríkisins í þessu sem öllum öðrum ágreiningi,“ sagði hann. „Þetta eru reglurnar og ef fólk ætlar ekki að fara eftir þeim og vera með í þeim þá hef ég miklu meiri áhyggjur af því heldur en ef einhver ofbeldismaður hefur einhvern tímann gerst brotlegur, að hann umgangist barnið sitt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár