Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

Enn í dag hafa gögn frá Barna­húsi, frá­sagn­ir barna af kyn­ferð­isof­beldi og vott­orð fag­að­ila oft tak­mark­að vægi í um­gengn­is­mál­um. Al­þingi hef­ur ekki séð ástæðu til að hnykkja á vernd barna gegn of­beldi og þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ist hafa meiri áhyggj­ur af of­stæk­is­full­um tálm­un­ar­mæðr­um held­ur en af um­gengni barna við of­beld­is­menn.

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
Neydd til að umgangast kvalara sinn Ekki þarf að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að ríkisvaldið skikki stúlku til að umgangast föður sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. Mynd: Shutterstock

Sýslumannsembætti hafa ítrekað skikkað börn til að umgangast feður sem hafa fengið refsidóma fyrir ofbeldi gegn börnunum sjálfum, mæðrum þeirra og systkinum.  

Allt fram til ársins 2013, þegar breytingar á barnalögum tóku gildi, var ofbeldi föður gegn móður almennt ekki talið hafa þýðingu við ákvörðun sýslumanns um umgengni föður við börnin sín. Ekki þarf að leita nema örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um að stúlka sé skikkuð til að umgangast föður sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn henni. 

Fjölskyldusvið sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu getur ekki upplýst hversu oft frá 2013 hafa verið kveðnir upp úrskurðir í umgengnis- og dagsektarmálum þar sem mælt er fyrir um að barn skuli umgangast foreldri gegn vilja sínum þrátt fyrir að foreldrið hafi verið dæmt fyrir ofbeldi gegn barninu eða systkinum þess. Því er að miklu leyti á huldu hvernig sýslumannsembættið hefur túlkað ákvæði barnalaga í umgengnis- og dagsektarmálum eftir að lögunum var breytt árið 2012 og skerpt á vernd barna gegn ofbeldi.

Gögn sem Stundin hefur aflað með óformlegum hætti gefa þó vísbendingar um lagaframkvæmdina. Ljóst er að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp úrskurði bæði í fyrra og hitt í fyrra þar sem viðvörunarorð fagfólks og vísbendingar um kynferðisbrot, meðal annars framburður barna hjá meðferðaraðilum og í Barnahúsi, voru ekki talin hafa sérstakt vægi við ákvörðun umgengni við föður þeirra. 

Gögn frá Barnahúsi skiptu litlu

Í umgengnisúrskurði sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kvað upp árið 2017 er sú staðreynd að móðir sakaði barnsföður sinn um heimilisofbeldi án þess að það leiddi til ákæru notuð gegn henni til að réttlæta aukna umgengni föðurins við barnið.

Í öðrum úrskurði sem Stundin fjallaði um taldi sýslumannsembættið læknabréf, upplýsingar úr Barnahúsi, álit sálfræðinga og frásagnir barna af meintum kynferðisbrotum föður þeirra hafa „takmarkaða þýðingu“ og sló því föstu að vanlíðan barnanna væri sprottin af „tengslarofi“ þeirra við föður. 

Í síðara málinu lágu meðal annars fyrir lokaskýrslur úr Barnahúsi þar sem fram kom að „brot og framkoma föður“ hefðu haft „mikil áhrif á líðan“ barnanna og bréf barnageðlæknis sem taldi það að þvinga börnin til umgengni við föðurinn „læknisfræðilega ekki forsvaranlegt“ og óttaðist að slíkt gæti haft „varanleg áhrif á þroska og geðheilsu þeirra til framtíðar“. Í úrskurði sínum brýndi þó sýslumaður fyrir móðurinni að hvetja börnin til að umgangast föður sinn.

Þegar úrskurður sýslumanns var kærður til dómsmálaráðuneytisins lagði ráðuneytið áherslu á að í Barnahúsi hefði sjónum eingöngu verið beint að hugsanlegu kynferðisofbeldi en ekki því hvort börnin vildu umgangast meintan geranda. Taldi ráðuneytið því brýnt að „komast að því hver raunverulegur vilji barnanna sé og hvort það kunni að vera að hann sé litaður af neikvæðum viðhorfum móður í garð föður“. 

Viðbrögð Alþingis engin

Stundin hefur frá því í maí 2018 fjallað margsinnis og ítarlega um  hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðarnir um umgengni og dagsektir. Sú umfjöllun hefur byggt á umfangsmiklum gögnum sem Stundin hefur aflað, en auk þess hefur fræðileg umfjöllun um barnarétt og stjórnsýsluframkvæmd í umgengnismálum verið höfð til hliðsjónar. Staðreyndirnar sem dregnar hafa verið fram benda eindregið til þess að breytingarnar sem gerðar voru á barnalögum árið 2012 hafi ekki skilað tilætluðum árangri.  

Ekkert af því sem fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar hefur orðið til þess að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins sem ber ábyrgð á lagarammanum sem um málaflokkinn gildir, finni sig knúið til að kalla eftir upplýsingum frá sýslumanni eða dómsmálaráðuneytinu eða ráðast í breytingar á lagaumhverfi umgengnismála til að hnykkja á vernd barna gegn heimilisofbeldi. Og af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar að dæma eru engar breytingar fram undan í málaflokknum á næstu misserum. 

Meiri áhyggjur af ofstækisfullum mæðrum 

Nýlega skrifuðu 156 konur undir ákall til þingmanna og vörpuðu meðal annars fram þessum spurningum: „Hvenær þykir ykkur nóg komið? Hafa frásagnir þolenda af ofbeldi í nánum samböndum og fjölskyldum ekki farið nógu hátt til að ná athygli ykkar? Hversu hávær og skerandi þurfa sársaukaópin að vera til að þau komi ykkur við? Hversu mörg líf þarf að leggja í rúst og hversu marga þarf að brjóta niður og kúga til að þið opnið augun?“ 

Í yfirlýsingunni voru jafnframt þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndir harðlega fyrir að hafa lagt öðru sinni fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun á umgengni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, brást við yfirlýsingu kvennanna í viðtali við Harmageddon þann 9. október síðastliðinn.

„Það bara gilda leikreglur réttarríkisins í þessu sem öllum öðrum ágreiningi,“ sagði hann. „Þetta eru reglurnar og ef fólk ætlar ekki að fara eftir þeim og vera með í þeim þá hef ég miklu meiri áhyggjur af því heldur en ef einhver ofbeldismaður hefur einhvern tímann gerst brotlegur, að hann umgangist barnið sitt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár