Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður Flokks fólksins spyr um „aðlögun“ hælisleitenda

Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, spyr fé­lags­mála­ráð­herra um markmið um „að­lög­un“ hæl­is­leit­enda og þeirra „færni til að sjá sér far­borða“.

Þingmaður Flokks fólksins spyr um „aðlögun“ hælisleitenda
Ólafur Ísleifsson Þingmaðurinn hefur nú í þriðja sinn á tæpu ári lagt fram fyrirspurn varðandi flóttafólk á Íslandi. Mynd: Flokkur fólksins

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og jafnréttismálaráðherra um „markmið um aðlögun að íslensku samfélagi“. Spyr hann um þá sem leita alþjóðlegrar verndar og aðlögun þeirra, „þar á meðal um þátttöku á vinnumarkaði, færni til að sjá sér farborða, tækifæri til að afla sér menntunar og kunnáttu í íslenskri tungu“.

Þá spyr Ólafur ráðherra hvaða mælikvarðar séu lagðir til grundvallar slíkum markmiðum og hvernig þeir hafi þróast undanfarin fimm ár í samanburði við nágrannalönd. Loks spyr hann ráðherra hvort hann telji gildandi markmið og árangur í málaflokknum fullnægjandi og hvort áform séu um aðgerðir.

Þetta er í þriðja sinn frá þingkosningum fyrir tæpu ári sem Ólafur spyr út í málaflokk hælisleitenda, en í apríl spurði hann dómsmálaráðherra meðal annars um útgjöld vegna þeirra, fjölda þeirra og dvalartíma hér á landi síðustu fimm ár.

Flokkur fólksins hefur lýst því yfir að hann vilji einungis taka á móti 50 kvótaflóttamönnum á ári og að málefni hælisleitenda séu afgreidd með skilvirkum hætti „að norskri fyrirmynd“ innan 48 klukkustunda.

Fyrirspurnin í heild sinni

     1.      Hvaða markmið hafa verið sett um aðlögun þeirra sem fá alþjóðlega vernd hér á landi að íslensku samfélagi, þar á meðal um þátttöku á vinnumarkaði, færni til að sjá sér farborða, tækifæri til að afla sér menntunar og kunnáttu í íslenskri tungu? 
     2.      Hvaða mælikvarðar eru lagðir til grundvallar um árangur að því er snertir þessi markmið og önnur sem kunna að hafa verið sett? 
     3.      Hvernig hafa þessir mælikvarðar þróast á umliðnum fimm árum? Hvernig standast þeir samjöfnuð við mælikvarða í nágrannalöndum?
     4.      Telur ráðherra gildandi markmið og árangur til þessa vera fullnægjandi? Ef ekki, hver eru áform ráðherra um aðgerðir? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár