Barátta InDefence-hópsins svokallaða gegn Icesave-samningnum og beitingu breskra stjórnvalda á „hryðjuverkalögum“ gegn Landsbankanum nýtti sér þjóðernislega orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar. Forsprakkar hópsins beittu viljandi og markvisst þjóðerniskenndinni, en sjaldgæft er að almennir borgarar skipti sér jafn ötullega af milliríkjadeilum. Þetta segir Markús Þórhallsson sagnfræðingur, sem flutti fyrirlestur um hópinn á ráðstefnu Háskóla Íslands, „Hrunið, þið munið“, í tilefni tíu ára frá hruni, 6. október síðastliðinn.
Hinn 8. október 2008, tveimur dögum eftir að Geir H. Haarde forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland, gáfu bresk stjórnvöld út tilskipun um frystingu eigna Landsbankans á grundvelli „laga um hryðjuverk, glæpi og um öryggi“, sem oftast eru kölluð „hryðjuverkalögin“. Landsbankinn fór á lista á vefsíðu breska fjármálaráðuneytisins við hlið Al Qaeda, Talíbana, Norður-Kóreu og ríkja sem Bretland átti í átökum við fyrir botni Miðjarðarhafs.
InDefence-hópurinn var hugarfóstur Ólafs Elíassonar tónlistarkennara í kjölfar aðgerða Breta. Hópurinn setti upp vefsíðu í flýti í lok október 2008 þar sem …
Athugasemdir