Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
Markús Þórhallsson Sagnfræðingur segir að í InDefence-hópnum hafi verið vel menntað fólk, sem hafi verið fylgið sér og náð fram markmiðum sínum. Mynd: InDefence

Barátta InDefence-hópsins svokallaða gegn Icesave-samningnum og beitingu breskra stjórnvalda á „hryðjuverkalögum“ gegn Landsbankanum nýtti sér þjóðernislega orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar. Forsprakkar hópsins beittu viljandi og markvisst þjóðerniskenndinni, en sjaldgæft er að almennir borgarar skipti sér jafn ötullega af milliríkjadeilum. Þetta segir Markús Þórhallsson sagnfræðingur, sem flutti fyrirlestur um hópinn á ráðstefnu Háskóla Íslands, „Hrunið, þið munið“, í tilefni tíu ára frá hruni, 6. október síðastliðinn.

Hinn 8. október 2008, tveimur dögum eftir að Geir H. Haarde forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland, gáfu bresk stjórnvöld út tilskipun um frystingu eigna Landsbankans á grundvelli „laga um hryðjuverk, glæpi og um öryggi“, sem oftast eru kölluð „hryðjuverkalögin“. Landsbankinn fór á lista á vefsíðu breska fjármálaráðuneytisins við hlið Al Qaeda, Talíbana, Norður-Kóreu og ríkja sem Bretland átti í átökum við fyrir botni Miðjarðarhafs.

InDefence-hópurinn var hugarfóstur Ólafs Elíassonar tónlistarkennara í kjölfar aðgerða Breta. Hópurinn setti upp vefsíðu í flýti í lok október 2008 þar sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppgjörið við uppgjörið

Ráðgáta af hverju Ísland var óviðbúið hruni
ViðtalUppgjörið við uppgjörið

Ráð­gáta af hverju Ís­land var óvið­bú­ið hruni

Svein Har­ald Øygard, norski hag­fræð­ing­ur­inn sem kall­að­ur var til í Seðla­banka Ís­lands til að leysa af Dav­íð Odds­son ár­ið 2009, seg­ir að all­ir al­þjóð­leg­ir að­il­ar hafi séð í hvað stefndi fyr­ir hrun. „Ástar­bréf“ Seðla­bank­ans hafi vald­ið mestu tapi og bank­arn­ir hafi ver­ið ósjálf­bær­ir frá 2007. Hann lýs­ir deil­um við starfs­menn AGS og hvernig „gjald­þrota­leið“ Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi taf­ið fyr­ir af­námi hafta. Hann gef­ur út bók um hrun­ið með við­töl­um við fjölda er­lendra og inn­lendra að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár