Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lögbanni á Stundina hafnað: Umfjöllunin átti erindi við almenning í aðdraganda kosninga

Lög­bann sýsl­ummans á frétta­flutn­ing af við­skipt­um Bjarna Bene­dikts­son­ar og fjöl­skyldu hans var ólög­legt. Lands­rétt­ur stað­festi dómsorð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur en lög­bann­ið hef­ur stað­ið í tæpt ár.

Lögbanni á Stundina hafnað: Umfjöllunin átti erindi við almenning í aðdraganda kosninga
Lögbanni hafnað Landsréttur staðfesti höfnun á lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka. 

„Með vísan til gagna málsins er fallist á þær forsendur héraðsdóms að umfjöllun Stundarinnar hafi í megindráttum beinst að viðskiptaháttum í einum af stóru viðskiptabönkunum fyrir fall þeirra 2008 og viðskiptaumsvifum þáverandi forsætisráðherra og lögaðila og einstaklinga sem tengdust honum fjölskylduböndumog/eða í gegnum viðskipti sem jafnframt tengdust eða voru fjármögnuð af umræddumbanka,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Fram kemur að umfjöllunin hafi að stærstum hlutaátt erindi til almennings á þeim tíma sem hún var sett  fram í aðdraganda þingkosninga.

Fréttaflutningur stöðvaður í aðdraganda kosninga

Málið má rekja til þess þegar þrotabú Glitnis banka, Glitnir HoldCo, krafðist þess 16. október árið 2017 að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Bendiktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans.

Krafðist lögmaður Glitnis HoldCo þess jafnframt að Stundin léti af hendi öll þau gögn sem fréttaflutningurinn byggði á og að fréttum um viðskipti Bjarna, sem birtar hefðu verið á vef Stundarinnar, yrði eytt. Daginn eftir, 17. október, samþykkti sýslumaður lögbannskröfuna.

Glitnir HoldCo stefndi svo Stundinni og Reykjavik Media, sem vann fréttir upp úr umræddum gögnum í samvinnu við Stundina og breska dagblaðið The Guardian, 23. október og krafðist þess að fjölmiðlunum yrði gert að afhenda öll gögn úr Glitni banka og afrit af þeim. Sömuleiðis krafðist þrotabúið þess að lögbann sýslumanns yrði staðfest. Þá var skorað á Stundina að afhenda dómara gögnin í trúnaði, gegn þagnarskyldu. Því hafnaði Stundin enda hefði slík framganga gegnið gegn grundvallargildum blaðamennsku og rofið trúnað blaðsins við heimildarmenn þess. Athygli vakti að Glitnir HoldCo fór fram á að málið yrði þingfest þann 31. október, þremur dögum eftir þingkosningar sem þá áttu að fara fram.

Bjarni losaði sig út úr Sjóði 9 í hruninu

Umfjöllun fjölmiðlanna hófst 6. október 2017 með ítarlegum fréttaskýringum um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008.

Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun.

Stundin fjallaði svo ítarlega um kaup Engeyinga á Olíufélaginu árið 2006 og hvernig yfirtakan var að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum.

Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf., sem síðan var slitið eftir hrun. Slitastjórn Glitnis tók málið til sérstakrar skoðunar enda fannst engin fundargerð þar sem skuldskeytingin var leyfð.

ÖSE mótmælti lögbanninu

Lögbanninu á frekari fréttaflutning var víða andmælt, meðal annars af formanni Blaðamannafélags Íslands og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sem hvatti til þess að lögbanninu yrði tafarlaust aflétt þar eð það græfi undan  frelsi fjölmiðla og réttindum almennings til upplýsinga. 

Röksemdir þrotabús Glitnis í málinu, samkvæmt stefnu, sneru að því að umfjöllunin byggði á gögnum sem væru bundin bankaleynd og að gögnin innihéldu upplýsingar um þúsundir fyrrverandi og núverandi viðskiptamanna stefnanda.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í málinu 2. febrúar 2018 þar sem öllum kröfum Glitnis HoldCo á hendur Stundinni og Reykjavik Media var hafnað.

Í dómi héraðsdóms sagði að óumdeilt væri að þungamiðja umfjöllunar Stundarinnar hefði verið „ þátttaka þáverandi forsætisráðherra í ýmsum viðskiptum sem og einstaklinga og lögaðila sem tengdust honum. Lutu upplýsingarnar sem greint var frá í umfjölluninni fyrst og fremst að fjárhagsmálefnum þeirra og innbyrðis samskiptum sem og samskiptum við bankann, Glitni hf.“

Í dómsorði kom jafnframt fram að þegar taka bæri tillit til þess hvort sjónarmið um friðhelgi einkalífs gæti réttlætt lögbannið væri ekki hægt að líta framhjá því að umfjöllunin hafi í öllum aðalatriðum beinst að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, sem hefði sem stjórnmálamaður sjálfur gefið kost á sér til opinberra trúnaðarstarfa. Stjórnmálamenn gætu ekki vænst þess að njóta sömu verndar og almenningur gagnvart opinberri umfjöllun.

Lögbann staðið í tæpt ár

Glitnir HoldCo áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar 15. febrúar síðastliðinn og hefur því lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar verið í gildi fram á þennan dag.

Í millitíðinni hafnaði Landsréttur kröfu Glitnis HoldCo um að Stundinni og Reykjavik Media bæri skylda til að afhenda umrædd gögn, hvorki gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, skyldmenna hans og fleiri viðskiptavina Glitnis né önnur gögn sem Glitnir telur eiga uppruna sinn í bankanum. Til vara hafði þrotabúið gert þá kröfu að afhent 1.013 skjöl, sem tilgreind voru með skráarheitum fyrir héraðsdómi. Umrædd skjöl eru gögn sem sakamálarannsókn héraðssaksóknara hefur beinst að. Á meðal skráarheitanna sem upp eru talin í kröfunni er skjal sem ber heitið „1engeyingar.pdf“, fjöldi skjala er varða sérstaklega viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og einnig skjöl um fjármál dómara.

Í úrskurði Landsdóms kom fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fór fram á að Stundin og Reykjavik Media afhenti séu sömu gögn og fjömiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Úrskurði Landsréttar var áfrýjað til Hæstaréttar af hálfu Glitnis HoldCo. Hæstiréttur vísaði kröfu þrotabúsins hins vegar frá 7. júní síðastliðinn.

-----------------------------
Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
6
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu