Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni Benediktsson sagði ítrekað ósatt

Um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar upp úr gögn­um, í sam­starfi við The Guar­di­an og Reykja­vik Media, sýndi fram á að Bjarni Bene­dikts­son setti end­ur­tek­ið fram rang­ar stað­hæf­ing­ar í um­ræðu um eig­in við­skipta­gjörn­inga.

Bjarni Benediktsson sagði ítrekað ósatt
Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra hefur svarað fyrir sig af hörku. Mynd: Pressphotos / Geiri

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur árum saman dregið upp villandi mynd af viðskiptum sínum í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og ekki komið hreint fram í umræðu um aðkomu sína að viðskiptum skyldmenna sinna. 

Þetta er á meðal þess sem fréttaflutningur Stundarinnar, á grundvelli ítarlegra gagna úr Glitni, hefur varpað ljósi á undanfarnar vikur. Þann 17. október síðastliðinn lagði Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lögbann við því að Stundin flytti fleiri fréttir byggðar á gögnunum. Áður hafði þó blaðið, í samstarfi við Reykjavik Media og The Guardian, birt upplýsingar sem sýna að Bjarni hefur ítrekað hallað réttu máli þegar viðskipti hans og fjölskyldu hans hafa verið til umræðu.

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar

Bjarni Benediktsson, þá nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið harðlega árið 2010. Taldi Bjarni óeðlilegt að nefndin skyldi birta upplýsingar um skuldastöðu hans í skýrslunni án þess að geta þess að hann hefði greitt upp skuldirnar árið 2008. 

Í 2. bindi skýrslunnar var birt yfirlit yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum í eigu þeirra, heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna einhvern tímann frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankanna í október 2008. Fram kom að Bjarni hefði, þegar mest lét, verið með 174 milljóna lán útistandandi. 

„Helstu lán Bjarna Benediktssonar voru í Glitni banka hf. Annars vegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga,“ segir í skýrslunni. „Fyrir utan einn um 45 milljóna króna framvirkan samning um hlutabréf Glitnis í upphafi árs 2006 voru þeir framvirku samningar allir um hlutabréf erlendra banka, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Lehman Brothers.“

„Þess utan greiddi ég þessar
skuldir upp árið 2008“

Bjarni tjáði sig um málið í viðtali við Viðskiptablaðið þann 26. apríl 2010. „Það er stór ákvörðun að aflétta bankaleynd. Ég ætla svo sem ekki að gera ágreining við þetta mat nefndarinnar en mér finnst það sjálfsögð krafa, fyrst nefndin ákveður að gera þetta, að geta þess hvort nefndin telji að þarna hafi verið um óeðlilega fyrirgreiðslu að ræða,“ sagði Bjarni. „Það er bara látið hanga í lausu lofti. Ekkert slíkt átti við í mínu tilviki. Þess utan greiddi ég þessar skuldir upp árið 2008, tveimur árum áður en skýrslan kemur út. Það hefði mátt láta þess getið, ekki satt?“

Sannleikurinn er sá að Bjarni Benediktsson greiddi ekki upp umræddar skuldir árið 2008. Eins og Stundin greindi frá þann 14. október síðastliðinn var Bjarni losaður undan 50 milljóna kúlulánaskuld við Glitni í febrúar 2008 og skuldin færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. Þann 16. október fjallaði svo Stundin um framvirka hlutabréfasamninga Bjarna hjá Glitni og greindi frá því að samkvæmt gögnum Glitnis hefði faðir Bjarna greitt upp um 56 milljóna skuldir vegna áhættuviðskiptanna. Samtals námu þannig yfirtökur Benedikts Sveinssonar, og félags í hans eigu, á skuldum Bjarna meira en 106 milljónum. 

Vill ekki svara því hvort kúlulánið var greitt

Óljóst er hvað varð um 50 milljóna kúlulán Bjarna eftir að það var fært yfir á Hafsilfur. Bjarni var nýlega spurður um málið í viðtali við Fréttablaðið og vildi ekki svara því hvort lánið hefði nokkurn tímann verið greitt. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Bjarni beitti sér margsinnis fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Hafsilfurs og átti í samskiptum við starfsmenn Glitnis vegna lánamála félagsins. 

Rannsóknarnefnd Alþingis sætti harðri gagnrýni frá útrásarvíkingum og ýmsum sem fjallað var um í skýrslunni árið 2010. Ýmsar aðferðir voru nýttar til að grafa undan trúverðugleika skýrsluhöfunda. Gagnrýni Bjarna, þar sem hann áfelldist rannsóknarnefndina fyrir að hafa ekki „[látið] þess getið“ að hann hefði „[greitt] þessar skuldir upp árið 2008“ var innlegg í umræðuna sem átti sér stað á þeim tíma. Umfjöllun Stundarinnar um gögnin varpar ljósi á að Bjarni fór ekki með rétt mál þegar hann setti fram gagnrýni á rannsóknarnefndina. 

Þegar skýrsla rannsóknarnefndar kom út þurfti Bjarni að svara fyrir sitthvað fleira. Fram kom að hann hefði farið í boðsferð til Skotlands á vegum Glitnis árið 2007. Bjarni svaraði spurningum fjölmiðla um þetta og sagðist aðeins hafa farið í tvær boðsferðir á árunum fyrir hrun. „Það rigndu til mín boð um að koma í ýmiss konar ferðir af þessum toga. Almennt hafnaði ég slíkum boðum. Ég þáði eina slíka ferð árið 2006 og aðra árið 2007.“ Umfjöllun um Glitnisgögnin leiddi hins vegar í ljós að Bjarni var skráður í fimm boðsferðir á árunum fyrir hrun og fór í að minnsta kosti fjórar þeirra. Þetta sýnir þá miklu velvild sem Bjarni, þá áhrifamikill stjórnmálamaður og þingmaður í efnahags- og skattanefnd Alþingis, naut hjá Glitnismönnum. 

„Þeir segja að ég hafi átt félagið“

Í viðtalinu við Fréttablaðið á dögunum fullyrti Bjarni að í frétt Stundarinnar um kúlulánið sem hann var losaður undan væri „allt saman slitið úr samhengi“ og því „sleppt að eignir fylgdu skuldunum“. Í frétt Stundarinnar voru upplýsingar um skuldskeytinguna frá Bjarna til Hafsilfurs ekki slitnar úr samhengi, heldur byggði fréttin á skjali frá slitastjórn Glitnis sem sýndi að gjörningurinn hefði verið tekinn sérstaklega til skoðunar. 

„Það eina sem ég get sagt um þetta er að ég veit ekki annað en þetta hafi allt verið skoðað og allt staðist skoðun,“ sagði Bjarni í viðtalinu við Fréttablaðið. Hann gat þess þó ekki að slitastjórnin taldi að með skuldskeytingunni hefði bankinn gefið eftir kröfur sem ellegar hefðu verið meiri líkur á að greiddust auk þess sem hún benti á að hvergi væri fjallað um gjörninginn í fundargerðum bankans og að enga bókun væri þar að finna um málið. Vegna tímasetningar gjörningsins, rétt utan tímamarka sem kveðið er á um í gjaldþrotalögum, gat slitastjórnin ekki látið reyna á að láta rifta skuldskeytingunni. 

Benedikt Sveinssonfaðir Bjarna Benediktssonar

Í viðtali Fréttablaðsins við forsætisráðherra staðhæfði hann að Stundin hefði ranglega sagt að Hafsilfur ehf. hefði verið í eigu hans sjálfs. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði hann. Hið rétta er að Stundin hafði hvergi haldið því fram að Hafsilfur, eignarhaldsfélag Benedikts Sveinssonar, hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. 

Þetta er ekki eina dæmi þess að forsætisráðherra hafi brugðist við nýlegum fréttaflutningi Stundarinnar með rangfærslum. Daginn sem Stundin, Guardian og Reykjavik Media birtu fyrstu umfjöllunina byggða á gögnum Glitnis fullyrti Bjarni að tímasetningu frétta hefði verið hagrætt til að koma höggi á sig. „Blaðamaðurinn sem hringdi í mig frá Bretlandi, hann beinlínis sagði mér að þeir hefðu haft þessi gögn, þessar upplýsingar, í margar vikur og að þeir hefðu beðið eftir réttu tímasetningunni,“ sagði hann. Í kjölfarið sendi blaðamaður Guardian, Jon Henley, frá sér yfirlýsingu og sagði forsætisráðherra hafa lagt sér orð í munn og fara með kolrangt mál. 

Gögnin sýndu gjörólíka mynd

Almennt hefur fréttaflutningurinn á grundvelli gagnanna sýnt að sú mynd sem Bjarni Benediktsson hefur dregið upp af viðskiptum sínum, allt frá því umfjöllun um þau hófst árið 2009, er í mörgu gjörólík raunveruleikanum. 

Fyrir tæpu ári sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 að hann hefði ekki átt „neitt sem máli skipti“ í peningamarkaðssjóðnum Sjóði 9 fyrir hrun. Eins og Stundin greindi frá átti Bjarni þó 165 milljónir króna í sjóðnum nokkrum mánuðum fyrir hrun og innleysti rúmlega 50 milljónir úr sjóðnum dagana 2. til 6. október 2008. 

Þá er skemmst að minnast þess hvernig Bjarni hafnaði því staðfastlega í Kastljóssviðtali árið 2015 að hafa stundað viðskipti á aflandseyjum. Síðar var hann staðinn að því að hafa átt 40 milljónir í aflandsfélaginu Falson á Seychelles-eyjum sem var stofnað utan um fasteignaviðskipti í Dúbaí. Bjarni sagðist hafa haldið að félagið væri skráð í Lúxemborg, en eins og Stundin greindi frá í síðasta tölublaði lögðu viðskiptafélagarnir upp með það allt frá byrjun að fasteignaviðskiptin færu í gegnum félag á Seychelles-eyjum, „Seychelles félagið“ eins og þeir kölluðu það. 

„Í engum samskiptum við bankann“

Aðkoman að Vafningsmálinu hefur opinberlega vakið spurningar um viðskipti Bjarna, en viðskiptafléttan gekk í meginatriðum út á að flytja áhættuna á bak við stóran hluthafa Glitnis, Þátt International, yfir á Glitni en um leið að gefa bankanum gálgafrest og koma í veg fyrir verðfall hlutabréfa. 

Að nafninu til fólst aðkoma Bjarna einvörðungu í því að undirrita veðskjöl fyrir hönd eignarhaldsfélaganna BNT, Hafsilfurs og Hrómundar fyrir hönd föður síns og föðurbróður, en veðsetningin var forsenda þess að Glitnir gæti veitt 100 milljóna evra peningamarkaðslán til Milestone sem var á skjön við útlánareglur bankans. Málsvörn Bjarna í Vafningsmálinu hefur alltaf verið sú að hann hafi nær ekkert vitað um málavexti. 

„Ég kom ekki á nokkurn skapaðan hátt að því máli,“ sagði hann í Kastljósi þann 14. febrúar 2012. „Ég þekki það ekki hvers vegna lánið var greitt út til Milestone. Það var bara ekki á minni könnu að vera að kynna mér það,“ sagði Bjarni. „Mér var ekki einu sinni kunnugt um að Milestone hefði verið veitt lánið.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu