Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málsmeðfeðferð lögreglu við rannsókn Hafnarfjarðarmáls kærð til saksóknara

Kæru barna­vernd­ar­nefnd­ar var vís­að frá án rann­sókn­ar og börn­in fengu ekki rétt­ar­gæslu­mann. Skoð­að „hvort lög­reglu­menn hafi gerst sek­ir um refsi­vert at­hæfi“.

Málsmeðfeðferð lögreglu við rannsókn Hafnarfjarðarmáls kærð til saksóknara

Meint brot lögreglumanna á málsmeðferðarreglum við rannsókn Hafnarfjarðarmálsins svokallaða hafa verið kærð til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Jóhann Baldursson, lögmaður móðurinnar, í samtali við Stundina. 

Kæran til héraðssaksóknara lýtur að tveimur atriðum lögreglurannsóknarinnar sem fram fór í árslok 2014 og ársbyrjun 2015; annars vegar því að stúlkunum hafi ekki verið skipaður réttargæslumaður þegar rannsókn hófst og hins vegar að lögreglan hafi hunsað atriði sem komu fram í skýrslutöku yfir sakborningi og hafi gefið tilefni til sjálfstæðrar rannsóknar. 

Kæran til ríkissaksóknara varðar atburðarásina í desember 2016, þegar barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti föðurinn til lögreglu í þriðja sinn eftir að vísbendingar um kynferðisbrot höfðu komið fram í viðtölum meðferðaraðila við börnin. Lögreglan afgreiddi málið án rannsóknar, skipaði ekki réttargæslumann og vísaði málinu frá. Telur lögmaðurinn ljóst að lögreglu hafi verið óheimilt að ljúka málinu með þessum hætti.

Sama dag, þann 8. desember, tjáði lögreglan barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar að embættið ætlaði að bíða eftir könnunarviðtali Barnahúss við aðra stúlkuna. Tilvísunarbréf barnaverndarnefndar til Barnahúss lá óhreyft í pósthólfi Barnahúss í mánuð og um leið bilaði tölvukerfi stofnunarinnar. Á sama tíma hafði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, samband við starfsmann barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar í samráði við afa stúlknanna og talaði fyrir því að þær yrðu látnar umgangast föður sinn og fjölskyldu hans. Síðar boðaði Bragi til fundar um málefni stúlknanna og lýsti efasemdum um trúverðugleika þeirra upplýsinga sem borist höfðu frá listmeðferðarfræðingi sem barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði sent stúlkurnar til.

Stundin gerði þessum afskiptum Braga ítarleg skil í vor, en atvikalýsingin sem birtist í fréttum Stundarinnar byggði á einu skráðu samtímagögnunum sem til eru um þau eins og síðar fékkst staðfest með skýrslu Kjartans Bjarna Björgvinssonar héraðsdómara og Kristínar Benediktsdóttur dósents um málsmeðferð ráðuneytisins við athugun á kvörtunum barnaverndarnefnda.

Fréttablaðið fjallar um kærurnar vegna lögreglurannsóknarinnar á forsíðu í dag.

Haft er eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur aðstoðarsaksóknara að embættið hafi til meðferðar mál sem snúist um „hvort lögreglumenn hafi gerst sekir um refsivert athæfi“ við meðferð máls sem lauk fyrir nokkru síðan, þ.e. Hafnarfjarðarmálsins. 

Höfðu áhyggjur af netnotkun

Rannsóknin sem átti sér stað í kringum áramótin 2014/2015 hófst eftir að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar fékk upplýsingar um netnotkun föðurins. Í ljós kom að maðurinn var virkur á kynlífssíðunum Rapeboard.com og FetLife.com. Þar kallaði hann sig „Perrabarn“, birti myndir af sér og getnaðarlimi sínum og hakaði við hvers konar myndefni hann hefði áhuga á og hvað hann væri forvitinn um. Fram kom að hann hefði meðal annars áhuga á sifjaspelli og því að „stunda kynlíf með dætrum sínum“ eins og það er orðað í tilkynningu barnaverndarnefndar til lögreglu.

Barnaverndarnefnd lýsti áhyggjum af netnotkuninni og benti á að maðurinn væri faðir tveggja stúlkna sem væru í reglulegri umgengni hjá honum á heimili afans og ömmunnar þar sem önnur stúlkan gisti yfirleitt uppi í rúmi hjá honum. „[Maðurinn] hefur einnig verið að spjalla á þessum síðum með stúlkurnar í fanginu,“ sagði í tilkynningu barnaverndarnefndar til lögreglu. Faðirinn sagði í samtali við Stundina í lok apríl að ekkert við netnotkunina hefði bent til þess að hann vildi gera börnum sínum mein. Kynferðislegu hugðarefnin sem er hakað við á síðunni endurspegli orðfæri sem sé algengt í klámi en hafi ekkert raunverulega með sifjaspell að gera. Lögregla kannaði málið en fann ekkert saknæmt og lét það niður falla. Kæran til héraðssaksóknara lýtur að vinnubrögðum lögreglu við þessa rannsókn. 

Leyndarmál um úlf

Mál stúlknanna kom aftur til kasta lögreglu í nóvember 2015 vegna tilkynningar frá heimilislækni eftir að önnur þeirra var sögð hafa kvartað undan verkjum í klofi. Faðirinn var yfirheyrður, héraðslæknir ræstur út og stúlkurnar sendar á Barnaspítala Hringsins en engir áverkar fundust. Lögregla hætti rannsókn málsins þann 11. apríl 2016 en tilkynnti að ef ný sakargögn kæmu fram kynni rannsókn þess að verða tekin upp að nýju.

Í framhaldinu fóru stúlkurnar í meðferð hjá listmeðferðarfræðingi sem hefur starfað á BUGL og nýtur trausts Barnahúss. Í viðtölunum, þar sem stúlkurnar fengu að tjá sig frjálst í máli og myndum, komu fram atriði sem barnaverndarnefnd taldi gefa tilefni til lögreglurannsóknar. Í byrjun nóvember 2016 greindi listmeðferðarfræðingurinn barnaverndarnefnd frá því að svo virtist sem eitthvað óeðlilegt hefði gerst og að önnur stúlkan hefði verið meidd „í klofinu“. Skömmu seinna sagði önnur stúlkan listmeðferðarfræðingnum frá því að „eitthvað óþægilegt“ hefði gerst hjá pabba sínum, talaði um úlf sem réðist á hana og að úlfurinn væri pabbi. Haft var eftir hinni stúlkunni að á nóttinni gerðist eitthvað slæmt en hún mætti ekki segja hvað það væri. Það væri nefnilega leyndarmál og ef hún segði frá leyndarmálinu gæti hin systirin meiðst. 

Kæran 5. desember 2016 var lögð fram í kjölfar viðtala listmeðferðarfræðingsins. Lögregla vísaði málinu frá án rannsóknar og telur lögmaður móðurinnar að þar hafi lögum ekki verið fylgt. „Með eftirgangsmunum fengum við upplýsingar og gögn frá lögreglunni sem sýna að málinu var vísað frá þremur dögum eftir að kæran var móttekin. Hún er lögð inn 5. desember 2016 en vísað frá 8. desember 2016,“ segir hann í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár