Einu sinni á ágústkvöldi, vestur í bæ, sitja tvær lista- og athafnakonur og vinna að ferilskrám sem nýtast eiga fyrir umsókn eina.
Að gera ferilskrá er ágætt gaman. Maður styttir sér stundir við að ferðast aftur í tímann í leit að öllu því sem maður hefur komið í verk. Ferilskrá er eins konar spegill á hversu duglegur maður hefur verið við að stunda það sem maður leggur stund á.
Áður en ég hófst handa hugsaði ég með sjálfri mér, þetta verður ekkert mál, ég hef ýmislegt brallað í gegnum tíðina, aðalvinnan verður einungis að skjalfesta það með þeim hætti sem ferilskráin er.
Er þetta allt og sumt?
Annað kom svo sannarlega í ljós. Eftir dágóða stund og vinnu við skrána fór mig að undra og undrunin varð svo að örvæntingu. Upp skutust eftirfarandi spurningar:
Er þetta allt og sumt?
Hvers vegna er ferilskráin mín svona tómleg?
Hvað hef ég …
Athugasemdir