Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst

Guð­mund­ur Kristjáns­son var geng­inn úr stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar áð­ur en at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hófst.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst
Frummat gæti breyst Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í rannsókn þess á málefnum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Mynd: Pressphotos

RRannsókn Samkeppniseftirlitsins á hugsanlegum brotum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi á samkeppnislögum stendur enn yfir og endanleg niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Frummat eftirlitsins var kynnt aðilum máls og byggði það á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Aðilar málsins hafa komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna þess. Meðal annars kemur fram að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Þar kemur fram að til skoðunar sé hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HB Granda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í fyrirtækinu í maí síðastliðnum, og sömuleiðis hvort tengsl fyrirtækja hafi verið til staðar á þeim tíma eða áður með stjórnarsetu Guðmundar eða í gegnum eignarhluti hans.

„Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir. Það frummat sem kynnt var aðilum máls byggði á fyrirliggjandi upplýsingum á þeim tíma. Var frummatið sett fram til þess að gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til þess bregðast við því og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Af eðli máls leiðir að umrætt frummat getur því breyst,“ segir í tilkynningunni. Samkeppniseftirlitið sé nú að fara yfir fram komnar skýringar og upplýsingar, áður en ákvörðun verður tekin um hvort þörf sé á íhlutun í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár