Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst

Guð­mund­ur Kristjáns­son var geng­inn úr stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar áð­ur en at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hófst.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst
Frummat gæti breyst Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í rannsókn þess á málefnum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Mynd: Pressphotos

RRannsókn Samkeppniseftirlitsins á hugsanlegum brotum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi á samkeppnislögum stendur enn yfir og endanleg niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Frummat eftirlitsins var kynnt aðilum máls og byggði það á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Aðilar málsins hafa komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna þess. Meðal annars kemur fram að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Þar kemur fram að til skoðunar sé hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HB Granda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í fyrirtækinu í maí síðastliðnum, og sömuleiðis hvort tengsl fyrirtækja hafi verið til staðar á þeim tíma eða áður með stjórnarsetu Guðmundar eða í gegnum eignarhluti hans.

„Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir. Það frummat sem kynnt var aðilum máls byggði á fyrirliggjandi upplýsingum á þeim tíma. Var frummatið sett fram til þess að gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til þess bregðast við því og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Af eðli máls leiðir að umrætt frummat getur því breyst,“ segir í tilkynningunni. Samkeppniseftirlitið sé nú að fara yfir fram komnar skýringar og upplýsingar, áður en ákvörðun verður tekin um hvort þörf sé á íhlutun í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár