Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

Hild­ur Björns­dótt­ir og Katrín Atla­dótt­ir lögð­ust ekki gegn Borg­ar­línu eins og fé­lag­ar þeirra í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í borg­ar­stjórn í gær. Full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins vildi vísa mál­inu frá.

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
Hildur Björnsdóttir Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks kusu ekki með flokkslínunni um Borgarlínu. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, sátu hjá við atkvæðagreiðslu um Borgarlínu og lögðust ekki gegn málinu eins og samflokksmenn þeirra. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá og kaus loks gegn því. .

Tillagan var lögð fram og samþykkt af meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata og fól í sér að fela umhverfis- og skipulagsráði ákveðin verkefni við undirbúning Borgarlínu, verkefnis sem snýst um uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Hildur og Katrín, tvær af átta fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sátu hjá en Hildur hafði í viðtölum fyrir kosningar lýst sig jákvæða gagnvart Borgarlínu. Í viðtali við Vísi sagði Hildur ekkert því til fyrirstöðu að Reykjavík vinni Borgarlínu í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. Var það nokkuð á skjön við málflutning Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Við atkvæðagreiðsluna las Eyþór upp bókun í nafni allra fulltrúa flokksins. „Ekki er með neinu móti hægt að samþykkja þessa tillögu, enda er hún upphaf að óvissuferð,“ sagði Eyþór. „Auk þess er tillagan í mótsögn við annað sem hefur verið samþykkt hingað til. Ekki liggur fyrir hver á að standa að uppbyggingu og rekstri Borgarlínu, en áður hefur verið talað um samstarfsverkefni sveitarfélaganna. Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat, en ljóst er að tillagan kostar hundruð milljóna króna, þó ekkert verði framkvæmt.“

Fulltrúi Sósíalista kaus gegn Borgarlínu

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði tillöguna ekki nógu vel unna, þar sem fólk sem notar almenningssamgöngur hafi ekki komið að skipulagningunni á öllum stigum uppbyggingar. „Um það er ekki nógu skýrt kveðið í tillögunni,“ sagði Sanna. „Því er lagt til að tillögunni verði vísað frá og hún unnin í samvinnu við almenning, sem stólar á almenningssamgöngum.“

Lagði Sanna fram frávísundartillögu sem var felld. Kaus hún á endanum gegn tillögunni um Borgarlínu. Það gerðu einnig Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, og Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár