Oddvitar framboðanna sem bítast um völdin í borginni mætast í kappræðum Stundarinnar klukkan 14:00. Um er að ræða fyrstu kappræðurnar í beinni útsendingu þar sem allir oddvitarnir mæta til leiks.
FréttirSveitarstjórnarkosningar 2022
Það besta og versta á kjörtímabilinu
Borgarfulltrúar hafa mismunandi sýn á það sem upp úr stóð á líðandi kjörtímabili, bæði gott og slæmt. Skoðanir á því hvernig tókst til í velferðarmálum eru þannig skiptar en ekki endilega eftir því hvort fólk sat í meiri- eða minnihluta. Borgarfulltrúar í meirihluta telja sig ekki hafa staðið sig nægilega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks. Fráfarandi borgarfulltrúi brýnir næstu borgarstjórn til að undirbúa borgina undir framtíðina.
AðsentAlþingiskosningar 2021
Brottfall úr framhaldsskóla getur leitt til skertra lífsgæða
Nauðsynlegt er að bjóða framhaldsskólanemum sálfræðiþjónustu í skólunum skrifa Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir, frambjóðendur Flokks fólksins.
Fréttir
Samþykktu ekki fjárframlög til fræðslu um klámáhorf
Tillaga Flokks fólksins um aukna fjármuni til að efla fræðslu og forvarnir til grunnskólabarna um skaðsemi klámáhorfs var vísað frá af borgarstjórnarmeirihlutanum.
Fréttir
Gagnrýna kostnaðinn við bílastæða-app
Allt að 95 krónur leggjast ofan á hvert bílastæðagjald ef EasyPark appið er notað í stað stöðumæla. Borgarfulltrúar segja þetta búa til vandamál og kostnað fyrir notendur.
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg
Átak Reykjavíkurborgar gegn hættulegu húsnæði dugi ekki til
Til að koma í veg fyrir atvik eins og brunann á Bræðraborgarstíg þarf lagabreytingar að mati borgarinnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir borgaryfirvöld varpa frá sér ábyrgð.
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg
Vilja átak gegn hættulegu húsnæði
Flokkur fólksins vill vitundarvakningu um brunavarnir í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Fólk sem leigi ósamþykktar íbúðir þekki oft ekki réttindi sín.
FréttirCovid-19
Leggur til greiðsluhlé hjá Félagsbústöðum
Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að innheimtuaðgerðir vegna félagslegra íbúða verði stöðvaðar vegna faraldursins og að gjöld vegna skóla- og frístundavistar barna verði ekki innheimt.
Fréttir
Kallar á ný eftir afsögn stjórnar Sorpu
Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi segir samflokksmenn meirihlutans í öðrum bæjarfélögum sjá að stjórn Sorpu beri ábyrgð á vanda félagsins eins og framkvæmdastjórinn.
Fréttir
Vill að ráðuneyti skoði hvernig eigi að fara eftir siðareglum
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir engan skyldugan til að samþykkja siðareglur eða fylgja þeim.
Fréttir
Fyrrverandi borgarfulltrúi: „Vigdís Hauksdóttir er sirkússtjórinn“
Magnús Már Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að borgarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Eyþór Arnalds og Marta Guðjónsdóttir lami borgarkerfið með framgöngu sinni gagnvart starfsmönnum ráðhússins.
Fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir lögðust ekki gegn Borgarlínu eins og félagar þeirra í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn í gær. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.