Útgáfufélagið Stundin skilaði 6,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Fyrirvari er settur við niðurstöðu ársreiknings þar sem kostnaður vegna dómsmála Glitnis Holding gegn Stundinni hefur ekki verið bókfærður að fullu og niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir.
Eignir félagsins í árslok námu tæplega 21 milljón króna og skuldir félagsins rúmum 12 milljónum, samkvæmt ársreikningi 2017. Eigið fé félagsins var jákvætt um 8,3 milljónir. Átta stöðugildi voru hjá útgáfufélaginu. Stærstu hluthafar eru Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Snæbjörn Björnsson Birnir, Höskuldur Höskuldsson, Reynir Traustason og Halldóra Jónsdóttir, auk ritstjóranna Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur.
„Útgáfufélagið Stundin er starfrækt í erfiðu rekstrarumhverfi,“ segir í ársreikningnum. „Þrengt hefur að hefðbundnum tekjumöguleikum fjölmiðla, til að mynda auglýsingatekjum, ekki síst vegna samkeppni við erlend stórfyrirtæki, líkt og Facebook og Google. Þá á Stundin einnig í samkeppni við miðla sem …
Athugasemdir