Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engeyingar tapa á Kynnisferðum

Eig­end­ur Al­fa hf. hafa greitt sér út 2,2 millj­arða arð á fimm ár­um og rann megn­ið til 10 manna hóps, en í fyrra tap­aði fé­lag­ið 200 millj­ón­um króna. Af­kom­an var 362 millj­ón­um lak­ari í fyrra held­ur en ár­ið 2016.

Engeyingar tapa á Kynnisferðum
Eiga Alfa Bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir eru á meðal stærstu eigenda Alfa hf, móðurfélags Kynnisferða, ásamt sonum og dætrum. Mynd: Morgunblaðið

Afkoma Alfa hf., félags sem heldur utan um hlut Engeyinga og viðskiptafélaga þeirra í Kynnisferðum og Tékklandi bifreiðaskoðun, dróst saman um 362 milljónir króna í fyrra og var neikvæð um 198,2 milljónir. Munar þar mestu um 297 milljóna tap Kynnisferða ehf. árið 2017.

Alfa hf. á 65 prósenta hlut í Kynnisferðum á móti SF VII ehf., sem er í eigu SÍA II slhf., fagfjárfestasjóðs í rekstri Stefnis, sjóðsstýringarfyrirtækis Arion banka. Helstu eigendur Alfa eru foreldrar, bróðir, föðurbróðir og nánustu frændsystkini Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og viðskiptafélagar þeirra. Sjálfur er Bjarni eina barn þeirra Einars og Benedikts Sveinssona sem er ekki á hluthafalista félagsins, en ólíkt eiginkonu Einars Sveinssonar á eiginkona Benedikts, móðir Bjarna, um 10 prósenta hlut í Alfa.

Eins og sjá má á töflunni hér að ofan hefur Alfa skilað gríðarlegum hagnaði í uppsveiflu undanfarinna ára samhliða gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Þetta hefur gert eigendum kleift að greiða sér út veglegan arð, eða samtals 2,2 milljarða frá 2013, sem skiptast að mestu niður á 10 manneskjur. Á síðasta ársfundi Alfa, sem fram fór 30. ágúst, var ákveðið að ekki yrði greiddur út arður á yfirstandandi ári, enda afkoman neikvæð í fyrra. Staða félagsins er þó sterk og samkvæmt ársreikningi nam eigið fé Alfa 1,2 milljörðum í árslok 2017. 

Eignuðust rútufyrirtækið eftir hrun

Hópurinn sem á Alfa og Kynnisferðir er að miklu leyti sá sami og átti olíufélagið N1 fyrir hrun. Eins og Stundin greindi frá í október 2017 var yfirtaka Engeyinganna á Olíufélaginu árið 2006 að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum frá Íslandsbanka, sem síðar hét Glitnir, en á þeim tíma var Einar Sveinsson stjórnarformaður bankans auk þess sem þeir Benedikt Sveinsson voru í hópi stærstu hluthafa.

Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra, leiddi fjárfestahópinn ásamt Hermanni Guðmundssyni, sem svo varð forstjóri N1 en Bjarni varð stjórnarformaður BNT og N1 eftir viðskiptin. Engeyingarnir eignuðust svo Kynnisferðir eftir hrun þegar það var selt út úr BNT-samstæðunni sem þá hafði lent í miklum fjárhagskröggum og stóð í tugmilljarða skuld við Glitni við fall bankans.

Hagnaður ræstingafyrirtækisins dróst líka saman

Arðurinn af rekstri Kynnisferða og tengdra félaga hefur ýmist skilað sér beint inn á bankareikninga eigendanna eða inn á eignarhaldsfélög þeirra. Stærsti hluthafi Alfa er Benedikt Sveinsson, en hann á bæði 9,35 prósenta hlut á eigin nafni og í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Hafsilfur ehf.

Hafsilfur tók við 18,7 milljóna arði í fyrra og 57,2 milljóna arði árið 2016. Benedikt Einarsson, sonur Einars Sveinssonar, tók við álíka miklum arði sömu ár í gegnum félagið Hæng ehf. og greiddi sér hann út. Svipaður háttur var hafður á hjá systkinum hans og eignarhaldsfélögum þeirra, Hellisvík ehf. og Hóvík ehf.

Eigið fé Hafsilfurs, félags Benedikts Sveinssonar, var 206 milljónir í árslok 2017 samkvæmt efnahagsreikningi. Hafsilfur á 26,43 prósenta hlut í Sandi ehf., móðurfélagi ræstingafyrirtækisins Daga hf. sem áður hét ISS Ísland. Hagnaður Daga dróst saman milli ára, eða úr 172,6 milljónum árið 2016 í 73,6 milljónir árið 2017. Þá var afkoma Sands neikvæð tvö ár í röð, um 21 milljón árið 2016 og 62 milljónir árið 2017.

Hlutur Hafsilfurs í Sandi er metinn á 253 milljónir króna og er þannig heildarverðmæti Sands um 957 milljónir samkvæmt bókum Hafsilfurs. P 126 ehf., félag sem Einar Sveinsson á í gegnum Lúxemborgarfélag, á jafn stóran hlut í Sandi og Hafsilfur og fer líka með 6,21 prósenta hlut í Alfa. Ársreikningur P 126 ehf. fyrir síðasta ár er óbirtur.

Samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra þénaði Benedikt Sveinsson 64,3 milljónir í fjármagnstekjur árið 2017. Einar Sveinsson þénaði að meðaltali 1,1 milljón á mánuði í almennar tekjur og fékk 18,2 milljóna fjármagnstekjur ofan á þær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár