Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði af sér í gær í kjöl­far til­kynn­ing­ar um lækk­un af­komu­spár á ár­inu. Hluta­bréf í fé­lag­inu hríð­féllu við opn­un mark­aða en hafa tek­ið við sér.

Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla
Björgólfur Jóhannsson Björgólfur hafði verið forstjóri Icelandair í rúman áratug. Mynd: Geirix

Gengi bréfa í Icelandair Group hríðféll í morgun eftir að tilkynnt var um verri afkomuspá í gærkvöldi og afsögn forstjóra félagsins. Bréfin féllu um 22 prósent við opnun markaða, en hækkuðu nokkuð eftir því sem leið á morgun. Um klukkan 11 stóð verðið í um 7 krónum á hlut og höfðu þau lækkað um helming í verði frá áramótum.

Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri, hafði sinnt starfinu síðan 2007. Hann á 2,3 milljónir hluta í félaginu, sem eru nú virði um 16,1 milljón króna. Bogi Nils Bogason fjármálastjóri tekur við forstjórastarfinu tímabundið.

Icelandair Group tilkynnti um lækkaða afkomuspá sína í gær. Er gert ráð fyrir 5-8% lægri tekjum á árinu en í fyrra, sem nemur á milli 5 til 8,6 milljarða króna. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem kynnt var í lok júlí, kom fram að Icelandair hefði tapað 2,7 milljörðum króna á fjórðungnum og alls 6,4 milljörðum það sem af var ári.

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair og á Lífeyrissjóður verslunarmanna um 14% í félaginu. Þar á eftir koma Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild með á milli 7 og 8% hlut.

Icelandair er ekki eina félagið í flugrekstri sem glímir við rekstur undir væntingum. Komið hefur fram að takist WOW Air ekki að afla verulegra fjármuna á næstu vikum sé hætta á að félagið fari í þrot. Stefnt er að því að hlutabréfaútboð skili á bilinu sex til tólf milljörðum íslenskra króna og segist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW, fullviss um að það takist. Ráðherrar hafa fundað um málið og eru flugfélögin sögð kerfislega mikilvæg fyrir hagkerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár