Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði af sér í gær í kjöl­far til­kynn­ing­ar um lækk­un af­komu­spár á ár­inu. Hluta­bréf í fé­lag­inu hríð­féllu við opn­un mark­aða en hafa tek­ið við sér.

Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla
Björgólfur Jóhannsson Björgólfur hafði verið forstjóri Icelandair í rúman áratug. Mynd: Geirix

Gengi bréfa í Icelandair Group hríðféll í morgun eftir að tilkynnt var um verri afkomuspá í gærkvöldi og afsögn forstjóra félagsins. Bréfin féllu um 22 prósent við opnun markaða, en hækkuðu nokkuð eftir því sem leið á morgun. Um klukkan 11 stóð verðið í um 7 krónum á hlut og höfðu þau lækkað um helming í verði frá áramótum.

Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri, hafði sinnt starfinu síðan 2007. Hann á 2,3 milljónir hluta í félaginu, sem eru nú virði um 16,1 milljón króna. Bogi Nils Bogason fjármálastjóri tekur við forstjórastarfinu tímabundið.

Icelandair Group tilkynnti um lækkaða afkomuspá sína í gær. Er gert ráð fyrir 5-8% lægri tekjum á árinu en í fyrra, sem nemur á milli 5 til 8,6 milljarða króna. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem kynnt var í lok júlí, kom fram að Icelandair hefði tapað 2,7 milljörðum króna á fjórðungnum og alls 6,4 milljörðum það sem af var ári.

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair og á Lífeyrissjóður verslunarmanna um 14% í félaginu. Þar á eftir koma Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild með á milli 7 og 8% hlut.

Icelandair er ekki eina félagið í flugrekstri sem glímir við rekstur undir væntingum. Komið hefur fram að takist WOW Air ekki að afla verulegra fjármuna á næstu vikum sé hætta á að félagið fari í þrot. Stefnt er að því að hlutabréfaútboð skili á bilinu sex til tólf milljörðum íslenskra króna og segist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW, fullviss um að það takist. Ráðherrar hafa fundað um málið og eru flugfélögin sögð kerfislega mikilvæg fyrir hagkerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár