Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði af sér í gær í kjöl­far til­kynn­ing­ar um lækk­un af­komu­spár á ár­inu. Hluta­bréf í fé­lag­inu hríð­féllu við opn­un mark­aða en hafa tek­ið við sér.

Forstjóri Icelandair segir af sér og hlutabréf falla
Björgólfur Jóhannsson Björgólfur hafði verið forstjóri Icelandair í rúman áratug. Mynd: Geirix

Gengi bréfa í Icelandair Group hríðféll í morgun eftir að tilkynnt var um verri afkomuspá í gærkvöldi og afsögn forstjóra félagsins. Bréfin féllu um 22 prósent við opnun markaða, en hækkuðu nokkuð eftir því sem leið á morgun. Um klukkan 11 stóð verðið í um 7 krónum á hlut og höfðu þau lækkað um helming í verði frá áramótum.

Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri, hafði sinnt starfinu síðan 2007. Hann á 2,3 milljónir hluta í félaginu, sem eru nú virði um 16,1 milljón króna. Bogi Nils Bogason fjármálastjóri tekur við forstjórastarfinu tímabundið.

Icelandair Group tilkynnti um lækkaða afkomuspá sína í gær. Er gert ráð fyrir 5-8% lægri tekjum á árinu en í fyrra, sem nemur á milli 5 til 8,6 milljarða króna. Í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, sem kynnt var í lok júlí, kom fram að Icelandair hefði tapað 2,7 milljörðum króna á fjórðungnum og alls 6,4 milljörðum það sem af var ári.

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair og á Lífeyrissjóður verslunarmanna um 14% í félaginu. Þar á eftir koma Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild með á milli 7 og 8% hlut.

Icelandair er ekki eina félagið í flugrekstri sem glímir við rekstur undir væntingum. Komið hefur fram að takist WOW Air ekki að afla verulegra fjármuna á næstu vikum sé hætta á að félagið fari í þrot. Stefnt er að því að hlutabréfaútboð skili á bilinu sex til tólf milljörðum íslenskra króna og segist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW, fullviss um að það takist. Ráðherrar hafa fundað um málið og eru flugfélögin sögð kerfislega mikilvæg fyrir hagkerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár