Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes birtir hrunskýrslu: Erlendir aðilar ollu hruninu

Hann­es Hólm­steinn birti í dag skýrslu um hrun­ið á vef hug­veitu evr­ópskra íhalds­manna. Skýrsla um sama mál­efni fyr­ir fjár­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki ver­ið birt og er þrem­ur ár­um á eft­ir áætl­un. „Alls ekki sama skýrsl­an,“ seg­ir Hann­es, sem dreg­ur þá álykt­un að er­lend­ir að­il­ar hafi or­sak­að banka­hrun­ið.

Hannes birtir hrunskýrslu: Erlendir aðilar ollu hruninu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Rit Hannesar fjallar að miklu leyti um það sama og skýrsla hans fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið og byggir að hluta á sömu rannsóknum, að hans sögn.

Samstaða evrópskra seðlabankastjóra, áhugaleysi Bandaríkjanna og ákvarðanir breskra stjórnvalda voru nauðsynleg skilyrði fyrir því að bankahrun varð á Íslandi 2008. Þetta er niðurstaða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, í riti hans „Lessons for Europe from the 2008 Icelandic bank collapse“, sem Hannes gaf út á vegum evrópskrar hugveitu íhaldsmanna í dag.

Skýrslu Hannesar og Félagsvísindastofnunar um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins hefur verið beðið í þrjú ár, en áætluð skil voru sumarið 2015. Samningur við fjármála- og efnahagsráðuneytið um skýrsluskrifin hljóðar upp á 10 milljónir króna.

„Hún er alls ekki sama skýrslan og fyrir fjármálaráðuneytið, enda hafði ég frjálsari hendur um að láta í ljós eigin skoðanir í þessari skýrslu.“

„Hún er alls ekki sama skýrslan og fyrir fjármálaráðuneytið, enda hafði ég frjálsari hendur um að láta í ljós eigin skoðanir í þessari skýrslu, en hún hvílir auðvitað að nokkru leyti á sömu rannsóknum,“ segir Hannes. „Skýrslan er frá því í árslok 2017, þótt hún hafi ekki verið sett á netið fyrr en nú.“

Rannsóknarskýrslan ófullnægjandi

Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir Hannes að ákvarðanir erlendra aðila hafi verið skilyrði fyrir bankahruninu. „Helsta niðurstaða þessarar skýrslu er að útskýringin á íslenska bankahruninu 2008 sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis 2010 sé ekki beint röng, en ófullnægjandi,“ skrifar Hannes í þýðingu blaðamanns. „Það er satt, það sem Rannsóknarnefndin sá, að íslensku bankarnir uxu of hratt og langt umfram það sem Seðlabankinn og ríkissjóður gætu stutt gegn áfalli. En þrátt fyrir stærð bankanna hafi verið nauðsynlegt skilyrði fyrir hruni bankakerfisins, þá dugir það eitt ekki til. Íslenska bankakerfið var vissulega viðkvæmt, en eitthvað þurfti að gerast til að það hryndi í heild sinni. Það var alþjóðlega fjármálakreppan, en ennfremur voru það ákvarðanir sem teknar voru erlendis.

Samstaða myndaðist meðal evrópskra seðlabankastjóra vorið 2008 að ekki ætti að veita íslenskum bönkum sama stuðning og öðrum innan EES. Bandaríkin, áður helsti bandamaður Íslands, höfðu misst áhuga á landinu og gerðu ekkert til að hjálpa henni [sic] á hættustund, sumarið og haustið 2008. Í október 2008 lokaði breska ríkisstjórn Verkamannaflokksins tveimur breskum bönkum í eigu íslenskra banka, Heritable og KSF, á sama tíma og hún bauð öllum öðrum breskum bönkum björgunarpakka upp á 500 milljarða punda. Afleiðingin var að ákvæði í lánasamningum voru virkjuð svo að móðurfélag KSF, Kaupþing, féll síðastur íslenskra banka. Til að bæta gráu ofan á svart, þá notaði Verkamannaflokks-stjórnin einnig hryðjuverkalög að óþörfu gegn Íslandi - NATO-bandamanni sem er ekki einu sinni með eigin her - ekki aðeins gegn Landsbankanum, heldur einnig íslenskum stjórnvöldum.“

Davíð missti traust vegna Jóns Ásgeirs

Í ritinu eru langir kaflar um það traust og þá virðingu sem Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, naut á sínum stjórnmálaferli. Fjölmiðlaáróðri Jóns Ásgeirs Jóhannessonar viðskiptamanns hafi verið um að kenna að ekki var hlustað á Davíð árið 2008.

„Óvild sem leiðtogar Samfylkingarinnar sýndu Davíð bæði fyrir hrun og á meðan því stóð er varla hægt að útskýra eingöngu með gömlum átakalínum í stjórnmálum, sem eru venjulega settar til hliðar á meðan á neyðarástandi stendur,“ skrifar Hannes. „Að einhverju leyti gæti hún hafa stafað af fjölmiðlaáróðrinum gegn hans mannorði.“

Stór hluti af ritinu er til varnar Davíðs og hans verkum í hruninu. „Gagnvart útlendingum hlýtur það að vera ráðgáta af hverju varnarorð seðlabankastjórans Davíðs Oddssonar féllu fyrir daufum eyrum á Íslandi. Áður, sem stjórnmálaleiðtogi, hafði Davíð notið áður óþekkts stuðnings og trausts,“ skrifar Hannes. „Venjulega væri komið fram við manneskju með svo góðan feril af virðingu, ekki aðeins af öðrum Sjálfstæðismönnum, heldur einnig stuðningsmönnum annarra flokka.“

Birt á hugveitu sem er nátengd Evrópuflokki Sjálfstæðisflokksins

Rit Hannesar er gefið út af New Direction, hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var verndari hugveitunnar við stofnun hennar. New Direction er nátengd ACRE, flokki íhaldssamra Evrópusambandsandstæðinga á Evrópuþinginu, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ásamt Réttlætis- og þróunarflokki Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Sönnum Finnum og breska Íhaldsflokknum meðal annarra.

Hannes hefur gefið út tvö önnur rit hjá hugveitunni, eitt um and-kommúnískar bókmenntir og annað um hvernig eignarrétturinn stuðlar að verndun umhverfisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár