Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Það sem Þórhildur Sunna ætlaði að segja á hátíðarfundi Alþingis

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir og aðr­ir þing­menn Pírata ákváðu að snið­ganga af­mæl­is­há­tíð full­veld­is­ins vegna Piu Kjærs­ga­ard, þing­for­seta Dana. Hún hætti við að flytja ræðu um þá ógn sem heims­byggð­inni staf­ar af ras­isma, þjóð­rembu og ein­angr­un­ar­hyggju.

Það sem Þórhildur Sunna ætlaði að segja á hátíðarfundi Alþingis

Píratar hafa sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar þingflokksins um að sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna ræðuhalda Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana.

Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð, harða innflytjendastefnu og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Töldu Píratar óboðlegt að mæta á fundinn og heiðra „manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga.“

Vísir greindi frá því á fimmtudag að Þórhildur Sunna hefði ætlað að flytja ræðu þar sem þjóðernispopúlismi Piu Kjærsgaard yrði gagnrýndur. Eftir andvakanótt hefðu hún og aðrir þingmenn ákveðið að réttast væri að sniðganga hátíðarfundinn. „Ég gat ekki, samvisku minnar vegna, haldið einhverja ræðu, því sama hvað ég myndi gagnrýna Piu mikið og það sem hún stendur fyrir, væri ég samt á sama tíma að normalísera það að hún skuli vera heiðursgestur á hátíðarsamkomu fullveldisafmæli Íslendinga,“ sagði Þórhildur við Vísi.is

Stundin fékk Þórhildi Sunnu til að flytja ræðuna, enda birtast þar þau sjónarmið sem lágu til grundvallar ákvörðun Pírata. Hér að neðan má sjá ræðuna ásamt dönskum texta, en fjallað hefur verið umtalsvert um viðbrögð Íslendinga við komu Piu Kjærsgaard þar í heimalandi hennar.

Kæru Íslendingar,

Tilefni þessarar hátíðarsamkomu hér á Þingvöllum er að Ísland varð fullvalda ríki fyrir hundrað árum, eftir að undirritun og samþykkt Alþingis á sambandslögum Íslands við Danmörku var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Það er vissulega ærið tilefni til fagnaðar. 

Alþingi samþykkti, þjóðin var spurð. Og þjóðin gaf alþingi samþykki sitt. Þá, og þá fyrst, varð Ísland fullvalda þjóð. 

Fyrir ekki svo löngu kom forystufólk þeirra flokka, sem nú eiga fulltrúa á Alþingi, sér saman um þá þingsályktunartillögu sem við ræðum hér í dag. Þetta er góð tillaga um tvö afar ólík en að sama skapi ágæt mál. Hún gengur annars vegar út á að koma – aftur – á fót barnamenningarsjóði, og hins vegar löngu tímabær smíði á nýju hafrannsóknaskipi. Og tilefnið er, sem fyrr segir, dagurinn sem samningur um sambandslögin var undirritaður af fulltrúum Íslands annarsvegar og nýlenduveldisins Danmerkur hinsvegar.

Skipasmíðarinnar hefur verið þörf lengi og það er okkur þess vegna bæði ljúft og skylt að styðja ríkisstjórnina í þeirri fyrirætlan um að láta loksins verða af henni, sem reyndar hafði þegar birst í fjármálaáætlun.

Og með því að blása nýju lífi í lamaðan barnamenningarsjóð styðjum við það dýrmætasta sem við eigum; því í börnunum okkar býr sjálf framtíðin, og það er sannarlega mikilvægt að rækta menningu þeirra og lýðræðisvitund. Ég legg því glöð nafn mitt við þá ákvörðun að efla þann sjóð á ný.

En um leið hlýt ég að staldra við þá menningu sem við, fullorðna fólkið, og þá sér í lagi við, valdhafar þessa lands, búum börnum okkar á íslandi í dag og spyrja: Hvaða menningarlegu fyrirmynd bjóðum við íslenskum börnum upp á?

Ég spyr mig, hvort það sé til fyrirmyndar að valdhafar þjóðarinnar fagni sjálfstæði hennar 17. júní, afgirt, aðskilin og varin umgengni við íslenskan almenning?

Ég spyr mig, hér og nú, hvort það sé til fyrirmyndar að við, kjörnir fulltrúar íslensku þjóðarinnar, ásamt öðrum útvöldum fulltrúum valdsins, hérlendis sem erlendis, röltum niður Almannagjá Þingvalla, vöggu lýðræðisins, til að fagna fullveldi íslensku þjóðarinnar, en meinum þeirri sömu, fullvalda þjóð, þeim sama almenningi, að rölta niður sömu almannagjá hinnar fullvalda, íslensku þjóðar?

Og ég spyr mig – og ykkur – hvort það sé við hæfi á hundrað ára afmæli fullveldisins, að valdhafar geri ítrekað lítið úr réttmætum kröfum dýrmætrar kvennastéttar sem gerir kraftaverk á hverjum degi?

Og ég spyr mig – og ykkur – hvers konar fyrirmyndir eru valdhafar, sem sýna konunum sem taka á móti börnunum okkar jafn mikla lítisvirðingu og núverandi, fullvalda ríkisstjórn gerir? 

Og ég spyr mig – og ykkur, fullvalda, íslenska þjóð, hvað lesa ber í það, þegar íslenskir valdhafar gerast sífellt fjandsamlegri útlendingum sem hingað leita, til náms, til leiks og starfa og síðast en ekki síst, útlendingum sem hingað leita, sem hingað flýja, í leit að öryggi og friði? 

Því við bjóðum hættunni heim. Hættunni á rasisma, þjóðrembu  og einangrunarhyggju.

Bókstaflega. Ekki í formi flóttafólks og hælisleitenda. Ekki í formi erlendra ríkisborgara sem hingað leita eftir íslenskum ríkisborgararétti í von um betra líf. Heldur í formi popúlískra og allt að því fasískra, norrænna stjórnmálamanna, sem er boðið hingað sérstaklega í tilefni aldarafmælis íslensks fullveldis. Og við spyrjum okkur, eðlilega, hvað lesa beri í það, þegar íslenskir valdhafar bjóða hingað rasískum, allt að því fasískum, forseta þings okkar gömlu herraþjóðar, án nokkurra fyrirvara um, hvort viðkomandi sé fulltrúi lýðræðislegra gilda eða ómengaðs rasisma? 

Því við skulum ekki fara í neinar grafgötur með það, góðir Íslendingar, að fulltrúi danska þingsins á þessu fullveldis-húllumhæi okkar er fulltrúi úreltrar og forkastanlegrar kynþáttahyggju. Fulltrúi þings okkar fornu nýlenduherra, sem við buðum hingað í einhverju undarlegu þakklætisskyni fyrir eitthvað sem við Píratar áttum okkur ekki á, og sem ávarpar þessa samkomu; hún er jafnframt fulltrúi óttans, tortryggninnar og hatursins; óttans við hið óþekkta og tortryggninnar og hatursins gagnvart öllum þeim sem eru öðruvísi.

Fulltrúi tortyggni og haturs í garð allra þeirra, sem ekki eru af hennar aríska uppruna; allra, sem ekki eru dönsk. Í garð útlendinga, sem sagt. Til dæmis Íslendinga. Því það er nú svo, að nokkurn veginn alstaðar í heiminum eru Íslendingar jafn útlenskir og Afganar, Rússar og Pakistanar. Jafnvel útlenskari.  

Við, Píratar á Alþingi Íslendinga, hörmum og fordæmum þátttöku stofnanda hins danska rasistaflokks Dansk folkeparti í þessum sögulegu hátíðarhöldum Alþingis hér á Þingvöllum, í tilefni eitt hundrað ára fullveldis Íslands.

Um leið spyrjum við okkur óhikað um lýðræðisvitund og lýðræðisvilja Alþingis almennt; Alþingis, sem nú hefur hundsað kröfu íslensku þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá í sex ár. Því það eru að verða sex ár síðan íslenska þjóðin samþykkti. Með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að ný stjórnarskrá stjórnlagaráðs skyldi verða grunnurinn að nýrri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Samt bólar ekkert á þeirri stjórnarskrá. Á því fullveldi. 

Og nú stend ég hér og vildi að ég gæti sagt ykkur hér og nú að forystumenn allra flokka á Alþingi Íslendinga væru sammála um að fara að lýðræðislegum vilja þjóðarinnar og eigin loforðum um nýja stjórnarskrá, sem  samin var af þjóðinni – eina, lögmæta stjórnarskrárgjafanum og okkar æðsta valdgjafa. En sú er því miður ekki raunin. Ég get aðeins sagt afsakið og fyrirgefið – og lofað því, að um leið og við fáum einhverju um það ráðið – þá fáið þið að ráða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár