Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Það sem Þórhildur Sunna ætlaði að segja á hátíðarfundi Alþingis

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir og aðr­ir þing­menn Pírata ákváðu að snið­ganga af­mæl­is­há­tíð full­veld­is­ins vegna Piu Kjærs­ga­ard, þing­for­seta Dana. Hún hætti við að flytja ræðu um þá ógn sem heims­byggð­inni staf­ar af ras­isma, þjóð­rembu og ein­angr­un­ar­hyggju.

Það sem Þórhildur Sunna ætlaði að segja á hátíðarfundi Alþingis

Píratar hafa sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar þingflokksins um að sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna ræðuhalda Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana.

Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð, harða innflytjendastefnu og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Töldu Píratar óboðlegt að mæta á fundinn og heiðra „manneskju sem ber hvorki virðingu fyrir manneskjum af öðrum uppruna en sínum eigin, né grunngildum allra heilbrigðra lýðræðissamfélaga.“

Vísir greindi frá því á fimmtudag að Þórhildur Sunna hefði ætlað að flytja ræðu þar sem þjóðernispopúlismi Piu Kjærsgaard yrði gagnrýndur. Eftir andvakanótt hefðu hún og aðrir þingmenn ákveðið að réttast væri að sniðganga hátíðarfundinn. „Ég gat ekki, samvisku minnar vegna, haldið einhverja ræðu, því sama hvað ég myndi gagnrýna Piu mikið og það sem hún stendur fyrir, væri ég samt á sama tíma að normalísera það að hún skuli vera heiðursgestur á hátíðarsamkomu fullveldisafmæli Íslendinga,“ sagði Þórhildur við Vísi.is

Stundin fékk Þórhildi Sunnu til að flytja ræðuna, enda birtast þar þau sjónarmið sem lágu til grundvallar ákvörðun Pírata. Hér að neðan má sjá ræðuna ásamt dönskum texta, en fjallað hefur verið umtalsvert um viðbrögð Íslendinga við komu Piu Kjærsgaard þar í heimalandi hennar.

Kæru Íslendingar,

Tilefni þessarar hátíðarsamkomu hér á Þingvöllum er að Ísland varð fullvalda ríki fyrir hundrað árum, eftir að undirritun og samþykkt Alþingis á sambandslögum Íslands við Danmörku var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. Það er vissulega ærið tilefni til fagnaðar. 

Alþingi samþykkti, þjóðin var spurð. Og þjóðin gaf alþingi samþykki sitt. Þá, og þá fyrst, varð Ísland fullvalda þjóð. 

Fyrir ekki svo löngu kom forystufólk þeirra flokka, sem nú eiga fulltrúa á Alþingi, sér saman um þá þingsályktunartillögu sem við ræðum hér í dag. Þetta er góð tillaga um tvö afar ólík en að sama skapi ágæt mál. Hún gengur annars vegar út á að koma – aftur – á fót barnamenningarsjóði, og hins vegar löngu tímabær smíði á nýju hafrannsóknaskipi. Og tilefnið er, sem fyrr segir, dagurinn sem samningur um sambandslögin var undirritaður af fulltrúum Íslands annarsvegar og nýlenduveldisins Danmerkur hinsvegar.

Skipasmíðarinnar hefur verið þörf lengi og það er okkur þess vegna bæði ljúft og skylt að styðja ríkisstjórnina í þeirri fyrirætlan um að láta loksins verða af henni, sem reyndar hafði þegar birst í fjármálaáætlun.

Og með því að blása nýju lífi í lamaðan barnamenningarsjóð styðjum við það dýrmætasta sem við eigum; því í börnunum okkar býr sjálf framtíðin, og það er sannarlega mikilvægt að rækta menningu þeirra og lýðræðisvitund. Ég legg því glöð nafn mitt við þá ákvörðun að efla þann sjóð á ný.

En um leið hlýt ég að staldra við þá menningu sem við, fullorðna fólkið, og þá sér í lagi við, valdhafar þessa lands, búum börnum okkar á íslandi í dag og spyrja: Hvaða menningarlegu fyrirmynd bjóðum við íslenskum börnum upp á?

Ég spyr mig, hvort það sé til fyrirmyndar að valdhafar þjóðarinnar fagni sjálfstæði hennar 17. júní, afgirt, aðskilin og varin umgengni við íslenskan almenning?

Ég spyr mig, hér og nú, hvort það sé til fyrirmyndar að við, kjörnir fulltrúar íslensku þjóðarinnar, ásamt öðrum útvöldum fulltrúum valdsins, hérlendis sem erlendis, röltum niður Almannagjá Þingvalla, vöggu lýðræðisins, til að fagna fullveldi íslensku þjóðarinnar, en meinum þeirri sömu, fullvalda þjóð, þeim sama almenningi, að rölta niður sömu almannagjá hinnar fullvalda, íslensku þjóðar?

Og ég spyr mig – og ykkur – hvort það sé við hæfi á hundrað ára afmæli fullveldisins, að valdhafar geri ítrekað lítið úr réttmætum kröfum dýrmætrar kvennastéttar sem gerir kraftaverk á hverjum degi?

Og ég spyr mig – og ykkur – hvers konar fyrirmyndir eru valdhafar, sem sýna konunum sem taka á móti börnunum okkar jafn mikla lítisvirðingu og núverandi, fullvalda ríkisstjórn gerir? 

Og ég spyr mig – og ykkur, fullvalda, íslenska þjóð, hvað lesa ber í það, þegar íslenskir valdhafar gerast sífellt fjandsamlegri útlendingum sem hingað leita, til náms, til leiks og starfa og síðast en ekki síst, útlendingum sem hingað leita, sem hingað flýja, í leit að öryggi og friði? 

Því við bjóðum hættunni heim. Hættunni á rasisma, þjóðrembu  og einangrunarhyggju.

Bókstaflega. Ekki í formi flóttafólks og hælisleitenda. Ekki í formi erlendra ríkisborgara sem hingað leita eftir íslenskum ríkisborgararétti í von um betra líf. Heldur í formi popúlískra og allt að því fasískra, norrænna stjórnmálamanna, sem er boðið hingað sérstaklega í tilefni aldarafmælis íslensks fullveldis. Og við spyrjum okkur, eðlilega, hvað lesa beri í það, þegar íslenskir valdhafar bjóða hingað rasískum, allt að því fasískum, forseta þings okkar gömlu herraþjóðar, án nokkurra fyrirvara um, hvort viðkomandi sé fulltrúi lýðræðislegra gilda eða ómengaðs rasisma? 

Því við skulum ekki fara í neinar grafgötur með það, góðir Íslendingar, að fulltrúi danska þingsins á þessu fullveldis-húllumhæi okkar er fulltrúi úreltrar og forkastanlegrar kynþáttahyggju. Fulltrúi þings okkar fornu nýlenduherra, sem við buðum hingað í einhverju undarlegu þakklætisskyni fyrir eitthvað sem við Píratar áttum okkur ekki á, og sem ávarpar þessa samkomu; hún er jafnframt fulltrúi óttans, tortryggninnar og hatursins; óttans við hið óþekkta og tortryggninnar og hatursins gagnvart öllum þeim sem eru öðruvísi.

Fulltrúi tortyggni og haturs í garð allra þeirra, sem ekki eru af hennar aríska uppruna; allra, sem ekki eru dönsk. Í garð útlendinga, sem sagt. Til dæmis Íslendinga. Því það er nú svo, að nokkurn veginn alstaðar í heiminum eru Íslendingar jafn útlenskir og Afganar, Rússar og Pakistanar. Jafnvel útlenskari.  

Við, Píratar á Alþingi Íslendinga, hörmum og fordæmum þátttöku stofnanda hins danska rasistaflokks Dansk folkeparti í þessum sögulegu hátíðarhöldum Alþingis hér á Þingvöllum, í tilefni eitt hundrað ára fullveldis Íslands.

Um leið spyrjum við okkur óhikað um lýðræðisvitund og lýðræðisvilja Alþingis almennt; Alþingis, sem nú hefur hundsað kröfu íslensku þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá í sex ár. Því það eru að verða sex ár síðan íslenska þjóðin samþykkti. Með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að ný stjórnarskrá stjórnlagaráðs skyldi verða grunnurinn að nýrri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Samt bólar ekkert á þeirri stjórnarskrá. Á því fullveldi. 

Og nú stend ég hér og vildi að ég gæti sagt ykkur hér og nú að forystumenn allra flokka á Alþingi Íslendinga væru sammála um að fara að lýðræðislegum vilja þjóðarinnar og eigin loforðum um nýja stjórnarskrá, sem  samin var af þjóðinni – eina, lögmæta stjórnarskrárgjafanum og okkar æðsta valdgjafa. En sú er því miður ekki raunin. Ég get aðeins sagt afsakið og fyrirgefið – og lofað því, að um leið og við fáum einhverju um það ráðið – þá fáið þið að ráða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár