Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flúði heimilisofbeldi í Kósóvó með átta ára dóttur en telst ekki flóttamaður

Stjórn­völd hafa synj­að beiðni konu frá Kósóvó og átta ára dótt­ur henn­ar um dval­ar­leyfi. Lög­regla vildi ekki að­stoða kon­una vegna of­beld­is tengda­föð­ur. Út­lend­inga­stofn­un tel­ur hana geta til­kynnt spill­ingu í heima­land­inu og seg­ir hana ekki vera flótta­mann.

Flúði heimilisofbeldi í Kósóvó með átta ára dóttur en telst ekki flóttamaður
Konan og dóttir hennar Útlendingastofnun segir konuna geta tilkynnt um „spillingu og misferli einstakra lögreglumanna“ í heimalandi sínu.

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa synjað konu frá Kósóvó með átta ára dóttur um dvalarleyfi og metur hana ekki sem flóttamann.

Konan taldi sig vera í hættu í heimalandi sínu vegna heimilisofbeldis og skorts á lögregluvernd. Útlendingastofnun mat frásögn konunnar trúverðuga en telur úrræði vera til staðar í Kósóvó fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Mæðgurnar þurfa að yfirgefa landið eftir 5 daga. Konan sótti um alþjóðlega vernd í febrúar, en hún var beitt ofbeldi af tengdafjölskyldu sinni í 17 ár samkvæmt greinargerð með ákvörðun Útlendingastofnunar.

Tengdafaðir hennar gekk harðast fram í líkamlegu og andlegu ofbeldi, að sögn konunnar. Tíu manns bjuggu á heimilinu og tóku tengdamóðir og mágar hennar einnig þátt. Ofbeldið hófst þegar hún og eiginmaðurinn trúlofuðu sig, en tengdafaðir hennar samþykkti ekki sambandið þar sem hún kom frá öðru landsvæði.

Konan sagði að hún hefði þurft að læsa sig inni án matar í nokkra daga til að hlífa börnum sínum við ofbeldinu. Þegar hún leitaði til lögreglu var henni mætt „með fordómum og fyrirlitningu“. Var henni sagt að þar sem hún væri kona ætti hún að halda sig heima. Tengdafaðir hennar er sagður hafa tengsl við lögregluna á svæðinu.

Konan sagði ofbeldið hafa ágerst undanfarið og náð hápunkti þegar mágur hennar reyndi að misnota hana kynferðislega. Í framhaldinu hefði eiginmaður hennar aðstoðað hana við að yfirgefa landið, taka yngstu dótturina með og fara til Íslands, þar sem systir hennar hefur búið í 19 ár. Samband hennar við mann sinn og börn sé gott og aðeins efnahagslegar ástæður standi í vegi fyrir því að þau flytji af heimili tengdafjölskyldunnar.

„Umsækjandi hefur ekki lagt fram nein
gögn um að henni sé ómögulegt að
leita aðstoðar lögreglu.“

„Að mati Útlendingastofnunar getur umsækjandi leitað á náðir yfirvalda í heimaríki sínu og tilkynnt um spillingu og misferli einstakra lögreglumanna, en umsækjandi hefur ekki lagt fram nein gögn um að henni sé ómögulegt að leita aðstoðar lögreglu,“ segir í ákvörðun stofnunarinnar.

„Þá verður ekki séð að barn umsækjanda eigi rétt á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna ríkrar þarfar á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna,“ segir að lokum. „Það áreiti og ofbeldi sem umsækjandi hefur orðið fyrir verður ekki talið veita börnum umsækjanda rétt á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“

Upphaflega var vakin athygli á málinu á Facebook-síðunni Ekki fleiri brottvísanir. Hildur Harðardóttir, íslensk kona sem kynntist mæðgunum, fjallar um aðstæður þeirra á Facebook.

„Útlendingastofnun neitar þeim um vernd á þeim grundvelli að þær geti leitað til yfirvalda í heimalandi sínu þar sem stjórnarskráin og frjáls félagasamtök ættu að geta verndað þær. Það er langt frá raunveruleikanum en ÚTL horfir einungis til laga í Kósóvó og tekur ekki til greina rótgróið feðraveldi og spillingu í samfélaginu þar,“ skrifar Hildur sem segist sjaldan hafa kynnst jafn hugrakkri manneskju og móðurinni.

„Hún og dóttir hennar hafa nú þegar reynt allt til að komast undan ofbeldinu sem þær urðu fyrir og byrja upp á nýtt, en mæta lokuðum dyrum alls staðar. Hún reyndi að fara til lögreglu í Kósóvó og tilkynna ofbeldið, en var mætt með niðurlægingu, sannleiksgildi frásagnar hennar var dregið í efa og hún send aftur heim. Hún reyndi að flýja með dóttur sína á eyju í miðju Atlandshafi þar sem systurdóttir hennar hefur búið frá því hún var lítil stúlka. Hérna mættu þeim hinsvegar enn einar lokaðar dyrnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár