Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flúði heimilisofbeldi í Kósóvó með átta ára dóttur en telst ekki flóttamaður

Stjórn­völd hafa synj­að beiðni konu frá Kósóvó og átta ára dótt­ur henn­ar um dval­ar­leyfi. Lög­regla vildi ekki að­stoða kon­una vegna of­beld­is tengda­föð­ur. Út­lend­inga­stofn­un tel­ur hana geta til­kynnt spill­ingu í heima­land­inu og seg­ir hana ekki vera flótta­mann.

Flúði heimilisofbeldi í Kósóvó með átta ára dóttur en telst ekki flóttamaður
Konan og dóttir hennar Útlendingastofnun segir konuna geta tilkynnt um „spillingu og misferli einstakra lögreglumanna“ í heimalandi sínu.

Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa synjað konu frá Kósóvó með átta ára dóttur um dvalarleyfi og metur hana ekki sem flóttamann.

Konan taldi sig vera í hættu í heimalandi sínu vegna heimilisofbeldis og skorts á lögregluvernd. Útlendingastofnun mat frásögn konunnar trúverðuga en telur úrræði vera til staðar í Kósóvó fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Mæðgurnar þurfa að yfirgefa landið eftir 5 daga. Konan sótti um alþjóðlega vernd í febrúar, en hún var beitt ofbeldi af tengdafjölskyldu sinni í 17 ár samkvæmt greinargerð með ákvörðun Útlendingastofnunar.

Tengdafaðir hennar gekk harðast fram í líkamlegu og andlegu ofbeldi, að sögn konunnar. Tíu manns bjuggu á heimilinu og tóku tengdamóðir og mágar hennar einnig þátt. Ofbeldið hófst þegar hún og eiginmaðurinn trúlofuðu sig, en tengdafaðir hennar samþykkti ekki sambandið þar sem hún kom frá öðru landsvæði.

Konan sagði að hún hefði þurft að læsa sig inni án matar í nokkra daga til að hlífa börnum sínum við ofbeldinu. Þegar hún leitaði til lögreglu var henni mætt „með fordómum og fyrirlitningu“. Var henni sagt að þar sem hún væri kona ætti hún að halda sig heima. Tengdafaðir hennar er sagður hafa tengsl við lögregluna á svæðinu.

Konan sagði ofbeldið hafa ágerst undanfarið og náð hápunkti þegar mágur hennar reyndi að misnota hana kynferðislega. Í framhaldinu hefði eiginmaður hennar aðstoðað hana við að yfirgefa landið, taka yngstu dótturina með og fara til Íslands, þar sem systir hennar hefur búið í 19 ár. Samband hennar við mann sinn og börn sé gott og aðeins efnahagslegar ástæður standi í vegi fyrir því að þau flytji af heimili tengdafjölskyldunnar.

„Umsækjandi hefur ekki lagt fram nein
gögn um að henni sé ómögulegt að
leita aðstoðar lögreglu.“

„Að mati Útlendingastofnunar getur umsækjandi leitað á náðir yfirvalda í heimaríki sínu og tilkynnt um spillingu og misferli einstakra lögreglumanna, en umsækjandi hefur ekki lagt fram nein gögn um að henni sé ómögulegt að leita aðstoðar lögreglu,“ segir í ákvörðun stofnunarinnar.

„Þá verður ekki séð að barn umsækjanda eigi rétt á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna ríkrar þarfar á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna,“ segir að lokum. „Það áreiti og ofbeldi sem umsækjandi hefur orðið fyrir verður ekki talið veita börnum umsækjanda rétt á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.“

Upphaflega var vakin athygli á málinu á Facebook-síðunni Ekki fleiri brottvísanir. Hildur Harðardóttir, íslensk kona sem kynntist mæðgunum, fjallar um aðstæður þeirra á Facebook.

„Útlendingastofnun neitar þeim um vernd á þeim grundvelli að þær geti leitað til yfirvalda í heimalandi sínu þar sem stjórnarskráin og frjáls félagasamtök ættu að geta verndað þær. Það er langt frá raunveruleikanum en ÚTL horfir einungis til laga í Kósóvó og tekur ekki til greina rótgróið feðraveldi og spillingu í samfélaginu þar,“ skrifar Hildur sem segist sjaldan hafa kynnst jafn hugrakkri manneskju og móðurinni.

„Hún og dóttir hennar hafa nú þegar reynt allt til að komast undan ofbeldinu sem þær urðu fyrir og byrja upp á nýtt, en mæta lokuðum dyrum alls staðar. Hún reyndi að fara til lögreglu í Kósóvó og tilkynna ofbeldið, en var mætt með niðurlægingu, sannleiksgildi frásagnar hennar var dregið í efa og hún send aftur heim. Hún reyndi að flýja með dóttur sína á eyju í miðju Atlandshafi þar sem systurdóttir hennar hefur búið frá því hún var lítil stúlka. Hérna mættu þeim hinsvegar enn einar lokaðar dyrnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár