Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins og fyrr­ver­andi leið­togi Danska þjóð­ar­flokks­ins, held­ur há­tíð­ar­ræðu á Þing­valla­fund­in­um á morg­un.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ásamt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrverandi formaður Danska Þjóðarflokksins, mun flytja hátíðarræðu á Þingvallafundinum á morgun, 18. júlí. Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam. Árið 2010 kallaði hún eftir því að stjórnvöld bönnuðu innflytjendum sem ekki væru af vestrænum uppruna að setjast í Danmörku.

Fundurinn er haldinn í tilefni þess að á morgun verða 100 ár liðin frá samþykkt sambandslagasáttmálans sem undirritaður var í Alþingishúsinu og lagði grundvöll fullveldis og sjálfstæðis Íslands, 1. desember 1918.

Pia var kjörin forseti danska þingsins árið 2015 og er fyrsta konan til að gegna því embætti. Þá var hún formaður Danska þjóðarflokksins frá stofnun og til haustsins 2012.

Árið 2010 beitti Pia sér fyrir því að tvær stærstu arabísku stjórnvarpsstöðvarnar, Al, Jazeera og Al Arabiya, yrðu sviptar réttinum til útsendinga í Danmörku. Sagði hún útsendingarnar vera hatursáróður sem hægt væri að stöðva á grundvelli danskra laga. Áður hafði hún lagt til að gervihnattaloftnet yrðu bönnuð í hverfum innflytjenda. Ekkert varð þó úr hugmyndum Piu.

Ári síðar krafðist hún þess að lögum yrði breytt með þeim hætti að öllum innflytjendum sem gerst hefðu brotlegir við dönsk lög yrði vísað úr landi. Þá lagði hún fram tillögu ásamt Danska þjóðarflokknum þess efnis að reiknaður yrði út kostnaður við þá innflytjendur sem ekki væru af vestrænum uppruna. Þótti henni mikilvægt að innfæddir Danir fengju upplýsingar um hversu mikið innflytjendurnir kostuðu samfélagið.

Pia verið dæmd til sektargreiðslu fyrir ólöglegan vopnaburð en árið 2002 hótaði Pia konu nokkurri með piparúða. Sagði Pia konuna hafa gerst svo ágenga að hún hafi þurft að draga piparúðann upp úr töskuni og sýna konunni. Sektin nam 3.000 dönskum krónum eða um 50 þúsund íslenskum.

Dagskrá morgundagsins vegna þingfundarins á Þingvöllum hefst klukkan 12:45 og verður hún í beinni útsendingu á Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár