Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins og fyrr­ver­andi leið­togi Danska þjóð­ar­flokks­ins, held­ur há­tíð­ar­ræðu á Þing­valla­fund­in­um á morg­un.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ásamt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrverandi formaður Danska Þjóðarflokksins, mun flytja hátíðarræðu á Þingvallafundinum á morgun, 18. júlí. Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam. Árið 2010 kallaði hún eftir því að stjórnvöld bönnuðu innflytjendum sem ekki væru af vestrænum uppruna að setjast í Danmörku.

Fundurinn er haldinn í tilefni þess að á morgun verða 100 ár liðin frá samþykkt sambandslagasáttmálans sem undirritaður var í Alþingishúsinu og lagði grundvöll fullveldis og sjálfstæðis Íslands, 1. desember 1918.

Pia var kjörin forseti danska þingsins árið 2015 og er fyrsta konan til að gegna því embætti. Þá var hún formaður Danska þjóðarflokksins frá stofnun og til haustsins 2012.

Árið 2010 beitti Pia sér fyrir því að tvær stærstu arabísku stjórnvarpsstöðvarnar, Al, Jazeera og Al Arabiya, yrðu sviptar réttinum til útsendinga í Danmörku. Sagði hún útsendingarnar vera hatursáróður sem hægt væri að stöðva á grundvelli danskra laga. Áður hafði hún lagt til að gervihnattaloftnet yrðu bönnuð í hverfum innflytjenda. Ekkert varð þó úr hugmyndum Piu.

Ári síðar krafðist hún þess að lögum yrði breytt með þeim hætti að öllum innflytjendum sem gerst hefðu brotlegir við dönsk lög yrði vísað úr landi. Þá lagði hún fram tillögu ásamt Danska þjóðarflokknum þess efnis að reiknaður yrði út kostnaður við þá innflytjendur sem ekki væru af vestrænum uppruna. Þótti henni mikilvægt að innfæddir Danir fengju upplýsingar um hversu mikið innflytjendurnir kostuðu samfélagið.

Pia verið dæmd til sektargreiðslu fyrir ólöglegan vopnaburð en árið 2002 hótaði Pia konu nokkurri með piparúða. Sagði Pia konuna hafa gerst svo ágenga að hún hafi þurft að draga piparúðann upp úr töskuni og sýna konunni. Sektin nam 3.000 dönskum krónum eða um 50 þúsund íslenskum.

Dagskrá morgundagsins vegna þingfundarins á Þingvöllum hefst klukkan 12:45 og verður hún í beinni útsendingu á Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár