Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins og fyrr­ver­andi leið­togi Danska þjóð­ar­flokks­ins, held­ur há­tíð­ar­ræðu á Þing­valla­fund­in­um á morg­un.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ásamt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrverandi formaður Danska Þjóðarflokksins, mun flytja hátíðarræðu á Þingvallafundinum á morgun, 18. júlí. Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam. Árið 2010 kallaði hún eftir því að stjórnvöld bönnuðu innflytjendum sem ekki væru af vestrænum uppruna að setjast í Danmörku.

Fundurinn er haldinn í tilefni þess að á morgun verða 100 ár liðin frá samþykkt sambandslagasáttmálans sem undirritaður var í Alþingishúsinu og lagði grundvöll fullveldis og sjálfstæðis Íslands, 1. desember 1918.

Pia var kjörin forseti danska þingsins árið 2015 og er fyrsta konan til að gegna því embætti. Þá var hún formaður Danska þjóðarflokksins frá stofnun og til haustsins 2012.

Árið 2010 beitti Pia sér fyrir því að tvær stærstu arabísku stjórnvarpsstöðvarnar, Al, Jazeera og Al Arabiya, yrðu sviptar réttinum til útsendinga í Danmörku. Sagði hún útsendingarnar vera hatursáróður sem hægt væri að stöðva á grundvelli danskra laga. Áður hafði hún lagt til að gervihnattaloftnet yrðu bönnuð í hverfum innflytjenda. Ekkert varð þó úr hugmyndum Piu.

Ári síðar krafðist hún þess að lögum yrði breytt með þeim hætti að öllum innflytjendum sem gerst hefðu brotlegir við dönsk lög yrði vísað úr landi. Þá lagði hún fram tillögu ásamt Danska þjóðarflokknum þess efnis að reiknaður yrði út kostnaður við þá innflytjendur sem ekki væru af vestrænum uppruna. Þótti henni mikilvægt að innfæddir Danir fengju upplýsingar um hversu mikið innflytjendurnir kostuðu samfélagið.

Pia verið dæmd til sektargreiðslu fyrir ólöglegan vopnaburð en árið 2002 hótaði Pia konu nokkurri með piparúða. Sagði Pia konuna hafa gerst svo ágenga að hún hafi þurft að draga piparúðann upp úr töskuni og sýna konunni. Sektin nam 3.000 dönskum krónum eða um 50 þúsund íslenskum.

Dagskrá morgundagsins vegna þingfundarins á Þingvöllum hefst klukkan 12:45 og verður hún í beinni útsendingu á Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár