Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins og fyrr­ver­andi leið­togi Danska þjóð­ar­flokks­ins, held­ur há­tíð­ar­ræðu á Þing­valla­fund­in­um á morg­un.

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ásamt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrverandi formaður Danska Þjóðarflokksins, mun flytja hátíðarræðu á Þingvallafundinum á morgun, 18. júlí. Pia er þekkt fyrir útlendingaandúð og baráttu sína gegn fjölmenningu og íslam. Árið 2010 kallaði hún eftir því að stjórnvöld bönnuðu innflytjendum sem ekki væru af vestrænum uppruna að setjast í Danmörku.

Fundurinn er haldinn í tilefni þess að á morgun verða 100 ár liðin frá samþykkt sambandslagasáttmálans sem undirritaður var í Alþingishúsinu og lagði grundvöll fullveldis og sjálfstæðis Íslands, 1. desember 1918.

Pia var kjörin forseti danska þingsins árið 2015 og er fyrsta konan til að gegna því embætti. Þá var hún formaður Danska þjóðarflokksins frá stofnun og til haustsins 2012.

Árið 2010 beitti Pia sér fyrir því að tvær stærstu arabísku stjórnvarpsstöðvarnar, Al, Jazeera og Al Arabiya, yrðu sviptar réttinum til útsendinga í Danmörku. Sagði hún útsendingarnar vera hatursáróður sem hægt væri að stöðva á grundvelli danskra laga. Áður hafði hún lagt til að gervihnattaloftnet yrðu bönnuð í hverfum innflytjenda. Ekkert varð þó úr hugmyndum Piu.

Ári síðar krafðist hún þess að lögum yrði breytt með þeim hætti að öllum innflytjendum sem gerst hefðu brotlegir við dönsk lög yrði vísað úr landi. Þá lagði hún fram tillögu ásamt Danska þjóðarflokknum þess efnis að reiknaður yrði út kostnaður við þá innflytjendur sem ekki væru af vestrænum uppruna. Þótti henni mikilvægt að innfæddir Danir fengju upplýsingar um hversu mikið innflytjendurnir kostuðu samfélagið.

Pia verið dæmd til sektargreiðslu fyrir ólöglegan vopnaburð en árið 2002 hótaði Pia konu nokkurri með piparúða. Sagði Pia konuna hafa gerst svo ágenga að hún hafi þurft að draga piparúðann upp úr töskuni og sýna konunni. Sektin nam 3.000 dönskum krónum eða um 50 þúsund íslenskum.

Dagskrá morgundagsins vegna þingfundarins á Þingvöllum hefst klukkan 12:45 og verður hún í beinni útsendingu á Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár