Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og annar af aðaleigendum Samherja. Mynd: Haraldur Guðjónsson

ArcticNam Fishing, útgerðarfyrirtæki í Namibíu sem Samherji á hlut í gegnum dótturfélag sitt Esju Fishing, skuldar namibíska ríkinu um 200 milljónir namibíudollara eða sem nemur 1,6 milljörðum íslenskra króna. Namibíski fjölmiðillinn Confidente greindi frá þessu fyrir helgi. 

Harðvítugar deilur hafa staðið yfir milli hluthafa ArcticNam undanfarin ár, en árið 2016 sökuðu samstarfsaðilar Samherja í Namibíu Íslendingana um að svíkja nærri milljarð út úr útgerðarfyrirtækinu. 

Nú virðist spjótunum einkum beint að Epango, namibískum hluthafa í ArcticNam. Hefur Confidente eftir Virgilio de Souza, stjórnarformanni ArcticNam, að það sé Epango sem hafi ekki staðið skil á sköttum og gjöldum. 

Þessu vísar forstjóri Epango til föðurhúsanna. „Epango hefði varla getað starfað með slíka skattaskuld á bakinu. Það er ArcticNam, ekki Epango, sem skuldar þessa fjárhæð sem þú ert að tala um,“ segir Wycliffe Williams. Íslendingurinn Egill Helgi Árnason, sem kemur að stjórnun ArcticNam gegnum afríska lögmannsstofu, hafnar því hins vegar í samtali við Confidente að fyrirtækið skuldi skattinum 200 milljónir namibíudollara. Samkvæmt frétt Confidente er meðal annars um að ræða ógreiddar sektir og vexti. 

Félög tengd Samherja hafa um árabil stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku og grætt tugi milljarða á slíkri starfsemi. Að því er fram kemur í frétt Confidente hefur ArcticNam, sem er að hluta til í eigu dótturfélags Samherja, grætt sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna á undanförnum fimm árum. 

Í umfjöllun blaðsins er rætt við Justus Mwafongwe, ríkisskattstjóra Namibíu, sem segir að skattaundanskot fjölþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja sem veiða við Namibíustrendur séu til rannsóknar hjá embættinu. Fjöldi útgerða, oft í eigu fjölþjóðafyrirtækja, beiti bókhaldsbrellum og notfæri sér lagaglufur til að sleppa við skattgreiðslur í Namibíu. Þetta sé meðal annars gert með milliverðlagningu, þunnri eiginfjármögnun og uppsetningu dótturfélaga í Afríkuríkjum þar sem skattprósentan er lægri, svo sem í Máritaníu. 

Embætti skattrannsóknarstjóra á Íslandi felldi niður 34 mál í fyrra er vörðuðu störf Íslendinga erlendis, en meirihluti málanna snerist um vantaldar launagreiðslur til sjómanna sem unnu hjá Afríkuútgerð Sjólaskipa sem Samherji keypti árið 2007. Stundin fjallaði ítarlega um málið. Í nokkrum tilvikum greiddu sjómennirnir hvergi tekjuskatt en launagreiðendur voru aflandsfélög í eigu Sjólaskipa og Samherja. Notaði Sjólaskip félög á Tortólu og Samherji á Kýpur og Belís, en Afríkuríkin sem veittu fyrirtækjunum aðgang að fiskimiðunum báru hallann af þessu í formi tapaðra skatttekna.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sjómanns sem kveðinn var upp árið 2016 bar hann fyrir sig að vinnuveitandinn, Sjólaskip og síðar Samherji, hefði ráðlagt honum að flytja lögheimili sitt til Máritaníu í Afríku og að vinnuveitandinn hefði átt að greiða af honum skatta þar. „Stefndi tekur fram að í skýrslu skattrannsóknarstjóra komi fram að ástæða þess að stefnandi flutti lögheimili sitt til Máritaníu hafi verið að kröfu vinnuveitanda hans. Einnig komi fram að stefnandi telji sig vera launþega og að vinnuveitendur hans (Sjólaskip og síðar Katla Seafood) hafi staðið skil á skattgreiðslum hans. Stefnandi hafi upplýst að enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður og hann hafi hvorki fengið launaseðla né uppgjörsgögn,“ segir í dóminum. Fulltrúar Sjólaskipa og Samherja höfnuðu þessu hins vegar og sögðu starfsmennina sjálfa hafa ráðið því hvernig skattamálum væri hagað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár