Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og annar af aðaleigendum Samherja. Mynd: Haraldur Guðjónsson

ArcticNam Fishing, útgerðarfyrirtæki í Namibíu sem Samherji á hlut í gegnum dótturfélag sitt Esju Fishing, skuldar namibíska ríkinu um 200 milljónir namibíudollara eða sem nemur 1,6 milljörðum íslenskra króna. Namibíski fjölmiðillinn Confidente greindi frá þessu fyrir helgi. 

Harðvítugar deilur hafa staðið yfir milli hluthafa ArcticNam undanfarin ár, en árið 2016 sökuðu samstarfsaðilar Samherja í Namibíu Íslendingana um að svíkja nærri milljarð út úr útgerðarfyrirtækinu. 

Nú virðist spjótunum einkum beint að Epango, namibískum hluthafa í ArcticNam. Hefur Confidente eftir Virgilio de Souza, stjórnarformanni ArcticNam, að það sé Epango sem hafi ekki staðið skil á sköttum og gjöldum. 

Þessu vísar forstjóri Epango til föðurhúsanna. „Epango hefði varla getað starfað með slíka skattaskuld á bakinu. Það er ArcticNam, ekki Epango, sem skuldar þessa fjárhæð sem þú ert að tala um,“ segir Wycliffe Williams. Íslendingurinn Egill Helgi Árnason, sem kemur að stjórnun ArcticNam gegnum afríska lögmannsstofu, hafnar því hins vegar í samtali við Confidente að fyrirtækið skuldi skattinum 200 milljónir namibíudollara. Samkvæmt frétt Confidente er meðal annars um að ræða ógreiddar sektir og vexti. 

Félög tengd Samherja hafa um árabil stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku og grætt tugi milljarða á slíkri starfsemi. Að því er fram kemur í frétt Confidente hefur ArcticNam, sem er að hluta til í eigu dótturfélags Samherja, grætt sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna á undanförnum fimm árum. 

Í umfjöllun blaðsins er rætt við Justus Mwafongwe, ríkisskattstjóra Namibíu, sem segir að skattaundanskot fjölþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja sem veiða við Namibíustrendur séu til rannsóknar hjá embættinu. Fjöldi útgerða, oft í eigu fjölþjóðafyrirtækja, beiti bókhaldsbrellum og notfæri sér lagaglufur til að sleppa við skattgreiðslur í Namibíu. Þetta sé meðal annars gert með milliverðlagningu, þunnri eiginfjármögnun og uppsetningu dótturfélaga í Afríkuríkjum þar sem skattprósentan er lægri, svo sem í Máritaníu. 

Embætti skattrannsóknarstjóra á Íslandi felldi niður 34 mál í fyrra er vörðuðu störf Íslendinga erlendis, en meirihluti málanna snerist um vantaldar launagreiðslur til sjómanna sem unnu hjá Afríkuútgerð Sjólaskipa sem Samherji keypti árið 2007. Stundin fjallaði ítarlega um málið. Í nokkrum tilvikum greiddu sjómennirnir hvergi tekjuskatt en launagreiðendur voru aflandsfélög í eigu Sjólaskipa og Samherja. Notaði Sjólaskip félög á Tortólu og Samherji á Kýpur og Belís, en Afríkuríkin sem veittu fyrirtækjunum aðgang að fiskimiðunum báru hallann af þessu í formi tapaðra skatttekna.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sjómanns sem kveðinn var upp árið 2016 bar hann fyrir sig að vinnuveitandinn, Sjólaskip og síðar Samherji, hefði ráðlagt honum að flytja lögheimili sitt til Máritaníu í Afríku og að vinnuveitandinn hefði átt að greiða af honum skatta þar. „Stefndi tekur fram að í skýrslu skattrannsóknarstjóra komi fram að ástæða þess að stefnandi flutti lögheimili sitt til Máritaníu hafi verið að kröfu vinnuveitanda hans. Einnig komi fram að stefnandi telji sig vera launþega og að vinnuveitendur hans (Sjólaskip og síðar Katla Seafood) hafi staðið skil á skattgreiðslum hans. Stefnandi hafi upplýst að enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður og hann hafi hvorki fengið launaseðla né uppgjörsgögn,“ segir í dóminum. Fulltrúar Sjólaskipa og Samherja höfnuðu þessu hins vegar og sögðu starfsmennina sjálfa hafa ráðið því hvernig skattamálum væri hagað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár