Það var áreiðanlega að minnsta kosti 40 stiga hiti og hreyfingar manns urðu óneitanlega ansi silalegar. Við Vera dóttir mín höfðum komið í kláfi upp á topp á Masada enda var bannað að ganga þangað, hitinn var of mikill. Ég var ögn spældur því ég hafði ætlað að ganga á klettavirkið en þegar ég sveif þarna upp í kláfnum og horfði niður á mannlausan stíginn sem lá upp, þá hrósaði ég nú eiginlega happi. Hann kallast Snákastígur og ástæðan er augljós, hann hlykkjast eins og snákur upp rúmlega 400 metra háan stapann, yfirleitt snarbrattar skriður á aðra hönd en hyldýpi á hina. Svo lofthræddur sem ég er orðinn með árunum, þá hefði mér áreiðanlega þótt gangan …
Athugasemdir