Ekki er minnst á áform um að setja Miklubraut í stokk í sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta. Slík áform voru eitt helsta áherslumál Samfylkingarinnar og Dags B. Eggertssonar, sem áfram verður borgarstjóri, í kosningabaráttunni í vor.
Í sáttmálanum kemur fram að skipulag og framkvæmdir vegna Borgarlínu hefjist á kjörtímabilinu. Til þess að auðvelda samninga við ríkið um þær fjárfestingar virðist meirihlutinn ætla að nota framtíð Reykjavíkurflugvallar sem lóð á vogaskálarnar og seinka lokun hans. „Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verður tryggt meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar,“ segir í sáttmálanum. „Aðalskipulagi Vatnsmýrar verði breytt og lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um Borgarlínu sem styður við nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðaárvogi, á Keldum og í Keldnaholti.“
Tíðni stofnleiða Strætó aukin
Í sáttmálanum kemur fram að borgin skuli rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti og skuldir verði greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verða lækkaðir …
Athugasemdir