Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri og eigandi flugfélagsins WOW air, segir að það sé „engin ástæða“ fyrir því af hverju flugfélagið hefur ekki greint frá ársuppgjöri sínu fyrir árið 2017. Í fyrra, eftir að WOW air hafði skilað 4,3 milljarða bókfærðum hagnaði árið 2016, greindi flugfélagið frá ársniðurstöðu sinni í lok febrúar 2017. Stundin leitaði svara við þessu misræmi í miðlun upplýsinga um afkomu WOW air á milli ára en fær þau svör frá Skúla að það sé engin ástæða fyrir þessum mun.
Talsverðar sögusagnir hafa verið uppi um að gangurinn hafi verið erfiðari hjá WOW air í fyrra en árið þar á undan. Meðal annars er hermt að viðskiptabanki WOW, Arion, hafi áhyggjur af stöðunni. Skúli segir að hann viti ekki til þess að þetta sé rétt: „Kannast ekki við það.“
Kemur ekki að fjármögnun WOW
Arion er viðskiptabanki WOW á Íslandi og hefur meðal annars lánað fé til hótels WOW …
Athugasemdir