Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Króna án verðtryggingar eins og pylsa án kóks

Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, hvatti til þess á Al­þingi að hús­næð­is­lið­ur yrði tek­inn út úr verð­trygg­ing­unni. Rík­is­stjórn­in hef­ur lof­að skref­um til af­náms verð­trygg­ing­ar. „Að tala um krónu án verð­trygg­ing­ar er eins og að tala um pylsu án kóks,“ sagði þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.

Króna án verðtryggingar eins og pylsa án kóks
Ágúst Ólafur Ágústsson

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, hvatti til þess á Alþingi í dag að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út úr vísitölu neyslurverðs. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði að vinna væri hafin um að skoða lánaumhverfi hér á landi. Þingmaður Samfylkingar sagði ekki vera hægt að aðskilja íslensku krónuna og verðtrygginguna.

Ólafur hafði óskað eftir sérstakri umræðu um verðtryggingu fjárskuldbindinga. Sagði hann að lóðaskortur í Reykjavík væri meðal orsaka hækkunar húsnæðisverðins, sem smitaðist út í vísitöluna. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs væri ástæða meirihluta þeirra verðbóta sem lántakendur þyrftu að greiða „Sjá menn skrímslið?“ spurði Ólafur.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði starfshóp sérfræðinga munu meta kosti og galla þess að miða verðtryggingu við vísitölu án húsnæðis eða leyfa tengingu við aðrar vísitölur Nú þegar væri hægt að taka óverðtryggð lán og vægi þeirra væri að aukast. „Verðtrygging lána hefur þó þann kost að greiðslubyrði framan af lánstíma er lægri,“ sagði Bjarni.

„Pylsa án kóks“

„Grunnvandi hárra vaxta og verðtryggingar liggur í gjaldmiðilnum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Lausnin liggur í nýjum gjaldmiðli og í því sambandi kemur aðeins einn kostur til greina, að mati langflestra sérfræðinga, og það er evran með aðild að Evrópusambandinu.“

PylsaKók er vinsælt gos með pylsum.

Ágúst Ólafur sagði að 19 þjóðir Evrópu hefðu kosið að nota evru. „Á meðan við höfum krónuna munum við búa við verðtrygginguna og oft hærri vexti en aðrar þjóðir,“ sagði Ágúst Ólafur. „Það er bara svona einfalt. Að tala um krónu án verðtryggingar er eins og að tala um pylsu án kóks. Það er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt í sundur, þótt bæði séu óholl fyrir þig.“

Skrefum til afnáms lofað í stefnuyfirlýsingu

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin muni taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum. „Samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði,“ segir í stefnuyfirlýsingunni. „Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð.“

Þá segir í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. „Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella,“ segir í stefnuyfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár