Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hver bendir á annan vegna viðbragða við kynferðisbrotakærum á lögreglumann

Lög­reglu­mað­ur, sem kærð­ur var fyr­ir að brjóta kyn­ferð­is­lega gegn ungri stúlku, var boð­að­ur í út­kall á heim­ili henn­ar fyr­ir skemmstu. Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ist hafa skort upp­lýs­ing­ar frá rík­is­sak­sókn­ara, en rík­is­sak­sókn­ara­embætt­ið hafn­ar því.

Hver bendir á annan vegna viðbragða við kynferðisbrotakærum á lögreglumann
Ábyrgðinni vísað annað Lögreglumaður var sendur í útkall á heimili stúlkunnar sem kærði hann fyrir kynferðisofbeldi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Stefán Eiríkisson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, hafa öll ábyrgðarstöðu í málinu. Mynd: Samsett mynd

Hvorki lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu né ríkislögreglustjóri telja sig geta brugðist við því að lögreglumaður, sem var þrívegis kærður fyrir kynferðisbrot, hefði verið sendur í útkall á heimili eins kæranda hans fyrir skemmstu.

Halldóra Baldursdóttur telur kerfið hafa brugðist sér og dóttur hennar, Helgu Elínu Herleifsdóttur, í kjölfar kæru sem þær lögðu gegn háttsettum lögreglumanni, sem var kærður fyrir að hafa beitt Helgu Elínu kynferðisofbeldi nokkrum árum áður í sumarbústaðarferð.

Halldóra hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Hann setti þar með ekki þær kröfur til sinna manna að það sé óásættanlegt með öllu að starfandi lögreglumenn fái á sig ítrekaðar kærur fyrir barnaníð,“ segir hún meðal annars um viðbragðaleysi ríkislögreglustjóra.

Martröð að gerandi sé sendur í útkallið

Kæran var lögð fram árið 2011 en meint brot átti sér stað í sumarbústað árið 2007. Við tók langt ferli sem endaði með að málið var látið falla niður. Í viðtali við Mannlíf lýsa mæðgurnar baráttunni sem þær hafa háð við kerfið, óréttlætinu við að lögreglumanninum hafi aldrei verið vikið frá störfum og martröðinni sem rættist þegar hann mætti í útkall heim til þeirra. Þess má geta að maðurinn sem um ræðir hefur þrisvar verið kærður fyrir kynferðisbrot en aldrei verið vikið úr starfi, hvorki tímabundið né að fullu.

Halldóra lýsir því í samtali við Mannlíf að hún hafi staðið frammi fyrir því að maðurinn sem dóttir hennar kærði fyrir kynferðisbrot kom að heimili hennar til að taka skýrslu.

„Ég sagði að þessi maður væri alls ekki velkominn í mín hús“

„Það sem mér hefur þótt ólíðandi er að við höfum verið sett í þá stöðu að ef við þyrftum á aðstoð lögreglu að halda þá gætum við átt von á að maðurinn sem við kærðum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur minni kæmi á vettvang. Núna hefur sú martröð ræst. Ég spurði fyrir rælni hvað sá maður héti og þá kom í ljós að þetta var umræddur maður. Ég sagði að þessi maður væri alls ekki velkominn í mín hús og útskýrði ástæðuna fyrir lögreglunni. Eftir skraf og ráðagerðir var hann sendur heim og kallað eftir rannsóknarlögreglumanni úr Reykjavík, sem reyndist okkur afar vel. En eftir situr að hinn mætti á svæðið.“

Ríkislögreglustjóri vísar á ríkissaksóknara

Halldóra segir ríkislögreglustjóra hafa brugðist í þessu máli, þar sem ábyrgðin hafi verið hans að víkja manninum frá störfum á meðan á rannsókninni stóð. Ríkislögreglustjóri hefur gefið hins vegar út yfirlýsingu vegna málsins þar sem ábyrgðinni á málinu er hafnað, þvert á móti hafi embættið leitað til ríkissaksóknara og óskað eftir aðgangi að rannsóknargögnum til að geta í framhaldi tekið ákvörðun um uppsögn lögreglumannsins. Þeirri beiðni hafi verið synjað á grundvelli „heimildarskorts í lögum“, en synjanir á afhendingu gagna í málum sem þessum væri stefnubreyting frá því sem tíðkaðist og rataði málið því þaðan á borð innanríkisráðuneytisins þar sem að ákvörðun þessi hefði fordæmi í öðrum málum. Þá vísaði ríkislögreglustjóri á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins: „Það er á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslu í starfi og við hvaða verkefni lögreglumaður starfar,“ sagði í yfirlýsingunni.

Sigríður J. Friðjónsdóttir Ríkissaksóknari segir að ekki hafi verið um stefnubreytingu að ræða.

Stundin hafði samband við ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og bæði núverandi og þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins  og leitaði svara á þessu ósamræmi, þar sem  samkvæmt þessu virðist óljóst hvar ábyrgðin liggi þegar ákvarðanataka um brottvísan lögreglumanna er annars vegar. Thelma Cl. Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi ríkislögreglustjóra, segir að til að leysa embættismann frá embætti um stundarsakir þurfi að vera „rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi embættismanns, sem ef sönn reynist, sé það alvarleg að viðkomandi teljist eigi verður eða hæfur að rækja starfann sem embættismaður“. Í þessu máli hefði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu getað fært lögreglumanninn til í starfi, en hann starfaði í sama bæjarfélagi og mæðgurnar bjuggu í.

Þá segir hún að „ekki væri unnt án rannsóknargagna málsins eða nægjanlegra upplýsinga um málsatvik þess að taka svo íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem lausn frá embætti um stundarsakir er“. Hins vegar kemur fram í svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til Stundarinnar að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum“. Því hafi ekki verið um stefnubreytingu að ræða, líkt og fram kemur í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra.

Var ekki færður til í starfi

Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist í málinu.

Rétt er að þó svo að ríkislögreglustjóri hefði ekki getað fengið öll gögn afhent til þess að geta í framhaldi tekið ákvörðum um brottreksturs hins ákærða úr starfi, tímabundið eða að fullu, var lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins heimilt að færa þann ákærða til í starfi á meðan rannsókn stóð yfir, sem hann gerði ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir þessu máli hafa verið lokið fyrir sína tíð, hún geti ekki svarað fyrir þær ákvarðanir sem teknar voru af forvera sínum og hvers vegna maður sem í þrígang hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot hafi aldrei verið vikið úr starfi eða færður til. Hún segir lögregluna ekki búa yfir neinum gagnabanka um hvaða lögreglumaður sé kallaður í hús og hvenær, og þá geti lögreglan ekki séð neins staðar fyrri sögu um hvort að lögreglumaðurinn hafi verið kærður áður. Samkvæmt því mætti ætla að svipaðar eða sömu aðstæður gætu komið upp aftur, en aðspurð út í þetta segir Thelma Cl. Þórðardóttir að í LÖKE séu haldin skrá um öll kærumál.

„Þetta er algjörlega forveri minn sem tók  þá ákvörðun.“

Sigríður Björk: „Við erum ekki með neinn gagnabanka um það hver er kallaður í hvaða hús og hvenær, annað hvort er maður í vinnu eða ekki. Og þessu máli var lokið fyrir mína tíð.“ 

Blaðamaður: Þannig að því var lokið og þið gátuð ekkert séð fyrri sögu um að hann hafi verið kærður áður?

Sigríður Björk: „Það allavega væri ekki hægt að sjá neinstaðar.“ 

Blaðamaður: Og þið getið ekki heldur svarað því hvers vegna lögreglumaður sem hefur í þrígang verið kærður sé enn að störfum?

Sigríður Björk: „Þetta var fyrir 2011, ég var ekki á staðnum. Það þarf að skoða gögnin og reyna að rekja aftur á bak. En á þessari stundu er ég bara ekki með nein svör við því. Þetta er algjörlega forveri minn sem tók  þá ákvörðun.“ 

Ábyrgð ríkislögreglustjóra að vísa frá störfum

Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn frá Halldóru kemur fram það sé á ábyrgð ríkislögreglustjóra að víkja lögreglumönnum frá störfum, að því er Mannlíf greinir frá. Því er ljóst að ábyrgðin á að taka ákvörðun um brottvísan lögreglumanns meðan rannsókn stóð yfir var hjá ríkislögreglustjóra en ekki  ríkissaksóknara eins og fram kom í yfirlýsingu þess fyrrnefnda. Þegar Stundin leitaði svara til Stefáns Eiríksonar, fyrrverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um hvers vegna lögreglumaðurinn hafi ekki verið færður til meðan rannsókn stóð yfir sagðist hann ekki mega tjá sig um einstök mál og benti á ríkislögreglustjóra, sem vísar til þess að hann hafi skort upplýsingar frá ríkissaksóknara, sem ríkissaksóknari hafnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“
FréttirLögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breið­holti: „Taldi lög­regl­an í al­vöru ekki mik­il­vægt að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“
Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár