Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Barn var í bílnum sem lögreglan keyrði á

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um stöðv­aði för öku­manns sem var með ungt barn í far­þega­sæti bif­reið­ar­inn­ar með því að aka í hlið hans. Þetta gerð­ist nú rétt fyr­ir há­degi á Kjarna­braut í Reykja­nes­bæ.

Barn var í bílnum sem lögreglan keyrði á
Reykjanesbær Lögreglan stöðvaði för ökumannsins á Kjarnabraut í Reykjanesbæ með því að aka í hlið bifreiðar sem hann ók.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrir skömmu ökumann bifreiðar sem hafði ekki sinnt tilmælum lögeglu um að stöðva akstur. Eftir eftirför í Reykjanesbæ keyrði lögreglan í hlið bifreiðarinnar til þess að stöðva hana.

Ungt barn var í farþegasæti bifreiðarinnar samkvæmt vitnum sem Stundin hefur rætt við en ekki liggur fyrir hvort barnið hafi slasast við áreksturinn.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru tvær lögreglubifreiðar nú staddar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er það talið tengjast málinu en lögreglan á Suðurnesjum verst allra fregna og segir von á fréttatilkynningu um málið innan tíðar.

Sömu heimildir herma að um góðkunningja lögreglunnar hafi verið að ræða.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfært: 15:50

Fréttatilkynning frá lögreglu vegna málsins:

Lögreglan á Suðurnesjum veitti ökumanni eftirför skömmu eftir hádegi en tilkynning hafði borist um mann akandi bifreið í annarlegu ástandi. Maðurinn var á leið frá Keflavík í átt að Innri-Njarðvík en þar var för hans stöðvuð með því að aka lögreglubifreið í veg fyrir hann. Maðurinn ók langt yfir hámarkshraða í íbúðarhverfi og skapaðist hætta vegna aksturslags hans. Maðurinn var handtekinn vegna málsins. Vitni að þessu atviki eru vinsamlegast beðin um að setja sig í samband við lögreglu í síma 444-2200.

Stundin spurði lögregluna á Suðurnesjum hvort hægt væri að staðfesta að barn hafi verið í bifreiðinni og fékk þessi svör:

Frekari upplýsingar verða ekki gefnar af hálfu lögreglu að svo stöddu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“
FréttirLögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breið­holti: „Taldi lög­regl­an í al­vöru ekki mik­il­vægt að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“
Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu