Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Barn var í bílnum sem lögreglan keyrði á

Lög­regl­an á Suð­ur­nesj­um stöðv­aði för öku­manns sem var með ungt barn í far­þega­sæti bif­reið­ar­inn­ar með því að aka í hlið hans. Þetta gerð­ist nú rétt fyr­ir há­degi á Kjarna­braut í Reykja­nes­bæ.

Barn var í bílnum sem lögreglan keyrði á
Reykjanesbær Lögreglan stöðvaði för ökumannsins á Kjarnabraut í Reykjanesbæ með því að aka í hlið bifreiðar sem hann ók.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrir skömmu ökumann bifreiðar sem hafði ekki sinnt tilmælum lögeglu um að stöðva akstur. Eftir eftirför í Reykjanesbæ keyrði lögreglan í hlið bifreiðarinnar til þess að stöðva hana.

Ungt barn var í farþegasæti bifreiðarinnar samkvæmt vitnum sem Stundin hefur rætt við en ekki liggur fyrir hvort barnið hafi slasast við áreksturinn.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru tvær lögreglubifreiðar nú staddar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er það talið tengjast málinu en lögreglan á Suðurnesjum verst allra fregna og segir von á fréttatilkynningu um málið innan tíðar.

Sömu heimildir herma að um góðkunningja lögreglunnar hafi verið að ræða.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfært: 15:50

Fréttatilkynning frá lögreglu vegna málsins:

Lögreglan á Suðurnesjum veitti ökumanni eftirför skömmu eftir hádegi en tilkynning hafði borist um mann akandi bifreið í annarlegu ástandi. Maðurinn var á leið frá Keflavík í átt að Innri-Njarðvík en þar var för hans stöðvuð með því að aka lögreglubifreið í veg fyrir hann. Maðurinn ók langt yfir hámarkshraða í íbúðarhverfi og skapaðist hætta vegna aksturslags hans. Maðurinn var handtekinn vegna málsins. Vitni að þessu atviki eru vinsamlegast beðin um að setja sig í samband við lögreglu í síma 444-2200.

Stundin spurði lögregluna á Suðurnesjum hvort hægt væri að staðfesta að barn hafi verið í bifreiðinni og fékk þessi svör:

Frekari upplýsingar verða ekki gefnar af hálfu lögreglu að svo stöddu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“
FréttirLögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breið­holti: „Taldi lög­regl­an í al­vöru ekki mik­il­vægt að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“
Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár