Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hver bendir á annan vegna viðbragða við kynferðisbrotakærum á lögreglumann

Lög­reglu­mað­ur, sem kærð­ur var fyr­ir að brjóta kyn­ferð­is­lega gegn ungri stúlku, var boð­að­ur í út­kall á heim­ili henn­ar fyr­ir skemmstu. Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ist hafa skort upp­lýs­ing­ar frá rík­is­sak­sókn­ara, en rík­is­sak­sókn­ara­embætt­ið hafn­ar því.

Hver bendir á annan vegna viðbragða við kynferðisbrotakærum á lögreglumann
Ábyrgðinni vísað annað Lögreglumaður var sendur í útkall á heimili stúlkunnar sem kærði hann fyrir kynferðisofbeldi. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Stefán Eiríkisson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, hafa öll ábyrgðarstöðu í málinu. Mynd: Samsett mynd

Hvorki lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu né ríkislögreglustjóri telja sig geta brugðist við því að lögreglumaður, sem var þrívegis kærður fyrir kynferðisbrot, hefði verið sendur í útkall á heimili eins kæranda hans fyrir skemmstu.

Halldóra Baldursdóttur telur kerfið hafa brugðist sér og dóttur hennar, Helgu Elínu Herleifsdóttur, í kjölfar kæru sem þær lögðu gegn háttsettum lögreglumanni, sem var kærður fyrir að hafa beitt Helgu Elínu kynferðisofbeldi nokkrum árum áður í sumarbústaðarferð.

Halldóra hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Hann setti þar með ekki þær kröfur til sinna manna að það sé óásættanlegt með öllu að starfandi lögreglumenn fái á sig ítrekaðar kærur fyrir barnaníð,“ segir hún meðal annars um viðbragðaleysi ríkislögreglustjóra.

Martröð að gerandi sé sendur í útkallið

Kæran var lögð fram árið 2011 en meint brot átti sér stað í sumarbústað árið 2007. Við tók langt ferli sem endaði með að málið var látið falla niður. Í viðtali við Mannlíf lýsa mæðgurnar baráttunni sem þær hafa háð við kerfið, óréttlætinu við að lögreglumanninum hafi aldrei verið vikið frá störfum og martröðinni sem rættist þegar hann mætti í útkall heim til þeirra. Þess má geta að maðurinn sem um ræðir hefur þrisvar verið kærður fyrir kynferðisbrot en aldrei verið vikið úr starfi, hvorki tímabundið né að fullu.

Halldóra lýsir því í samtali við Mannlíf að hún hafi staðið frammi fyrir því að maðurinn sem dóttir hennar kærði fyrir kynferðisbrot kom að heimili hennar til að taka skýrslu.

„Ég sagði að þessi maður væri alls ekki velkominn í mín hús“

„Það sem mér hefur þótt ólíðandi er að við höfum verið sett í þá stöðu að ef við þyrftum á aðstoð lögreglu að halda þá gætum við átt von á að maðurinn sem við kærðum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur minni kæmi á vettvang. Núna hefur sú martröð ræst. Ég spurði fyrir rælni hvað sá maður héti og þá kom í ljós að þetta var umræddur maður. Ég sagði að þessi maður væri alls ekki velkominn í mín hús og útskýrði ástæðuna fyrir lögreglunni. Eftir skraf og ráðagerðir var hann sendur heim og kallað eftir rannsóknarlögreglumanni úr Reykjavík, sem reyndist okkur afar vel. En eftir situr að hinn mætti á svæðið.“

Ríkislögreglustjóri vísar á ríkissaksóknara

Halldóra segir ríkislögreglustjóra hafa brugðist í þessu máli, þar sem ábyrgðin hafi verið hans að víkja manninum frá störfum á meðan á rannsókninni stóð. Ríkislögreglustjóri hefur gefið hins vegar út yfirlýsingu vegna málsins þar sem ábyrgðinni á málinu er hafnað, þvert á móti hafi embættið leitað til ríkissaksóknara og óskað eftir aðgangi að rannsóknargögnum til að geta í framhaldi tekið ákvörðun um uppsögn lögreglumannsins. Þeirri beiðni hafi verið synjað á grundvelli „heimildarskorts í lögum“, en synjanir á afhendingu gagna í málum sem þessum væri stefnubreyting frá því sem tíðkaðist og rataði málið því þaðan á borð innanríkisráðuneytisins þar sem að ákvörðun þessi hefði fordæmi í öðrum málum. Þá vísaði ríkislögreglustjóri á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins: „Það er á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslu í starfi og við hvaða verkefni lögreglumaður starfar,“ sagði í yfirlýsingunni.

Sigríður J. Friðjónsdóttir Ríkissaksóknari segir að ekki hafi verið um stefnubreytingu að ræða.

Stundin hafði samband við ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og bæði núverandi og þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins  og leitaði svara á þessu ósamræmi, þar sem  samkvæmt þessu virðist óljóst hvar ábyrgðin liggi þegar ákvarðanataka um brottvísan lögreglumanna er annars vegar. Thelma Cl. Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi ríkislögreglustjóra, segir að til að leysa embættismann frá embætti um stundarsakir þurfi að vera „rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi embættismanns, sem ef sönn reynist, sé það alvarleg að viðkomandi teljist eigi verður eða hæfur að rækja starfann sem embættismaður“. Í þessu máli hefði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu getað fært lögreglumanninn til í starfi, en hann starfaði í sama bæjarfélagi og mæðgurnar bjuggu í.

Þá segir hún að „ekki væri unnt án rannsóknargagna málsins eða nægjanlegra upplýsinga um málsatvik þess að taka svo íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem lausn frá embætti um stundarsakir er“. Hins vegar kemur fram í svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til Stundarinnar að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum“. Því hafi ekki verið um stefnubreytingu að ræða, líkt og fram kemur í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra.

Var ekki færður til í starfi

Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist í málinu.

Rétt er að þó svo að ríkislögreglustjóri hefði ekki getað fengið öll gögn afhent til þess að geta í framhaldi tekið ákvörðum um brottreksturs hins ákærða úr starfi, tímabundið eða að fullu, var lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins heimilt að færa þann ákærða til í starfi á meðan rannsókn stóð yfir, sem hann gerði ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir þessu máli hafa verið lokið fyrir sína tíð, hún geti ekki svarað fyrir þær ákvarðanir sem teknar voru af forvera sínum og hvers vegna maður sem í þrígang hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot hafi aldrei verið vikið úr starfi eða færður til. Hún segir lögregluna ekki búa yfir neinum gagnabanka um hvaða lögreglumaður sé kallaður í hús og hvenær, og þá geti lögreglan ekki séð neins staðar fyrri sögu um hvort að lögreglumaðurinn hafi verið kærður áður. Samkvæmt því mætti ætla að svipaðar eða sömu aðstæður gætu komið upp aftur, en aðspurð út í þetta segir Thelma Cl. Þórðardóttir að í LÖKE séu haldin skrá um öll kærumál.

„Þetta er algjörlega forveri minn sem tók  þá ákvörðun.“

Sigríður Björk: „Við erum ekki með neinn gagnabanka um það hver er kallaður í hvaða hús og hvenær, annað hvort er maður í vinnu eða ekki. Og þessu máli var lokið fyrir mína tíð.“ 

Blaðamaður: Þannig að því var lokið og þið gátuð ekkert séð fyrri sögu um að hann hafi verið kærður áður?

Sigríður Björk: „Það allavega væri ekki hægt að sjá neinstaðar.“ 

Blaðamaður: Og þið getið ekki heldur svarað því hvers vegna lögreglumaður sem hefur í þrígang verið kærður sé enn að störfum?

Sigríður Björk: „Þetta var fyrir 2011, ég var ekki á staðnum. Það þarf að skoða gögnin og reyna að rekja aftur á bak. En á þessari stundu er ég bara ekki með nein svör við því. Þetta er algjörlega forveri minn sem tók  þá ákvörðun.“ 

Ábyrgð ríkislögreglustjóra að vísa frá störfum

Í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn frá Halldóru kemur fram það sé á ábyrgð ríkislögreglustjóra að víkja lögreglumönnum frá störfum, að því er Mannlíf greinir frá. Því er ljóst að ábyrgðin á að taka ákvörðun um brottvísan lögreglumanns meðan rannsókn stóð yfir var hjá ríkislögreglustjóra en ekki  ríkissaksóknara eins og fram kom í yfirlýsingu þess fyrrnefnda. Þegar Stundin leitaði svara til Stefáns Eiríksonar, fyrrverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um hvers vegna lögreglumaðurinn hafi ekki verið færður til meðan rannsókn stóð yfir sagðist hann ekki mega tjá sig um einstök mál og benti á ríkislögreglustjóra, sem vísar til þess að hann hafi skort upplýsingar frá ríkissaksóknara, sem ríkissaksóknari hafnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“
FréttirLögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breið­holti: „Taldi lög­regl­an í al­vöru ekki mik­il­vægt að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“
Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Fréttir

Snapp­ari sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir af meintu sjálfs­vígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár