Góði hirðirinn hafnar húsgögnum vegna góðæris
Vegna góðæris er Góði hirðirinn hættur að taka á móti húsgögnum sem eitthvað sér á, því þau seljast ekki. Þess í stað er fólki bent á að fara með vel nothæf húsgögn og aðra muni í urðunargáma. „Það er öllu hent í dag, það er hryllingur alveg,“ segir maður sem hefur vanið komur sínar í Góða hirðinn undanfarin ár.
FréttirHúsnæðismál
Íslendingar með hæstu húsnæðisvexti Vesturlanda
Íslendingar greiða allt að þrefalt hærri húsnæðislánavexti en aðrar Norðurlandaþjóðir. Húsnæðisvextir hér eru í besta falli sambærilegir við Makedóníu og Svartfjallaland, en mun hærri en í Sádí-Arabíu, Marokkó og Panama.
Fréttir
Ekki bara strákar sem skeita
Skeiteríþróttir hafa lengst af verið karllægt umhverfi. Nýverið var stofnað félag í Reykjavík þar sem kvenkyns skeiterar eru í fyrirrúmi.
Úttekt
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
Ræstingar eru lægst launaða starfsgrein atvinnulífsins. Flestir geta verið sammála um mikilvægi ræstinga, en vart er hægt að ímynda sér ástand fyrirtækja og stofnana ef þeirra nyti ekki við. Starfið er hins vegar ekki metið að verðleikum innan samfélagsins. Diljá Sigurðardóttir lýsir reynslu sinni og annarra.
FréttirHvalveiðar
Hundrað grindhvalir drepnir í dag
Um hundrað grindhvalir voru drepnir í Hvannasundi í Færeyjum í dag. Á sama tíma er keppst við að bjarga tveimur andarnefjum sem strandaðar eru í Engey úti fyrir Reykjavík.
FréttirHeilbrigðismál
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
Guðrún Vilhjálmsdóttir fór með aldraðan föður sinn á spítala vegna gallsteina. Lýsir hún vanbúnaði á aðstoðu spítalans og mistökum í umönnun sem varð til þess að faðir hennar bæði veiktist og slasaðist ítrekað innan veggja spítalans, að sögn hennar. Landspítalinn skoðar nú málið.
Úttekt
Unga fólkið sem yfirgaf Ísland sér ekki ástæðu til að flytja heim
Brottflutningur íslenskra ríkisborgara úr landi kemur í bylgjum og hafa margir þeirra snúið aftur. Stundin ræddi við unga Íslendinga sem hafa fæstir hug á endurkomu til Íslands.
FréttirFerðaþjónusta
Að ferðast, friða samviskuna og redda málunum í þriðja heiminum
Sífellt færist í aukana að fólk leggi land undir fót og gegni sjálfboðaliðastarfi í leiðinni og hefur sá blómstrandi iðnaður verið kallaður sjálfboðaferðamennska. Þrátt fyrir miklar vinsældir hefur slík ferðamennska sætt gagnrýni.
FréttirHeilbrigðismál
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda
Skortur er á upplýsingaöflun og sérstökum verkferlum innan heilbrigðiskerfisins um áverka af völdum hunda, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar. Árlega eru að meðaltali 150 tilfelli um áverka eftir hund skráð.
Fréttir
Gæti orðið versta sumar frá upphafi mælinga í Reykjavík
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að veðrið í Reykjavík í sumar minni á gamla tíma. Árin 1983 og 1984 hafi rignt allt sumarið. Það óvenjulega sé hversu góð sumur hafi verið á þessari öld. „Það hefur bara ekki gerst áður,“ segir Trausti.
Fréttir
Erfið staða útlendra námsmanna á Íslandi
Námsmenn á Íslandi sem koma frá löndum utan Evrópusambandsins eiga erfitt með að komast af vegna hamlandi regluverks. Margir neyðast til að stunda svarta atvinnu til að framfleyta sér.
ÚttektLífsreynsla
Það besta og versta við Ísland
Fjórir einstaklingar sem flust hafa hingað frá öllum heimshornum ræða um leiðina sína til Íslands og hvað sé að þeirra mati það besta og versta við að búa hér.
Fólkið í borginni
Ætlar að flytja til Ísafjarðar þótt hann hafi aldrei komið þangað
Máni Snær Örvar ætlar að flytja úr bænum og klára stúdentinn á Ísafirði.
Pistill
Diljá Sigurðardóttir
Skin og skúrir au pair-lífsins
Það er óneitanlega vinsælt meðal ungra kvenna að flytja tímabundið til útlanda og vinna sem au pair. Það er kannski ekki besta leiðin til að ferðast.
FréttirLögregla og valdstjórn
Móðir stúlku sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot lýsir vonbrigðum með eftirlitsnefnd
Halldóra Baldursdóttir, móðir stúlku sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot, sendi kvörtun vegna málsmeðferðar kynferðisbrotakærunnar til nefndar um eftirlit með lögreglu fyrr á árinu. Hún lýsir miklum vonbrigðum yfir niðurstöðu nefndarinnar og skorar á dómsmálaráðherra að ráðast til umbóta. Tvær aðrar stúlkur hafa kært sama lögreglumann fyrir kynferðisbrot.
FréttirKynferðisbrot
Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram
Kiana Sif steig nýverið fram í fjölmiðlum og lýsti kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi stjúpföður síns. Henni var í kjölfarið hent út af móður sinni.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.