Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

Guð­rún Vil­hjálms­dótt­ir fór með aldr­að­an föð­ur sinn á spít­ala vegna gall­steina. Lýs­ir hún van­bún­aði á að­stoðu spít­al­ans og mis­tök­um í umönn­un sem varð til þess að fað­ir henn­ar bæði veikt­ist og slas­að­ist ít­rek­að inn­an veggja spít­al­ans, að sögn henn­ar. Land­spít­al­inn skoð­ar nú mál­ið.

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
Landakotsspítali Faðir Guðrúnar lenti í röð atvika í dvöl sinni á spítalanum. Mynd: landspitali.is

Guðrún Vilhjálmsdóttir leitaði á bráðadeild með aldraðan föður sinn í byrjun sumars vegna gallsteina. Faðir hennar hefur verið heilsuhraustur alla sína tíð og var að hennar sögn hress í anda, sjálfbjarga og skýr, áður en komið var á spítalann. Eftir röð atvika sem hún segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir er ástand hans hins vegar nú tvísýnt og efast hún um að hann nái sér aftur. Vilhjálmur, faðir hennar, átti meðal annars eftir að verða fyrir því að falla ítrekað í gólfið og brotna oftar en einu sinni í umsjá spítalans.

Stundin ræddi við Guðrúnu um málið og leitaði viðbragða Landspítalans, en hún vakti upphaflega athygli á því á Facebook. „Þann 6. júní fór ég með pabba minn á bráðadeild og útkoman var gallsteinar. Hann er fullorðinn mjög en sá um sig sjálfur, glaður og einstaklega geðgóður maður,“ útskýrir Guðrún í færslu í Facebook-hópnum Góða systir. Faðir hennar var sendur í aðgerð en þar fór eitthvað úrskeiðis og var hann því sendur í aðra aðgerð. Hann náði sér þokkalega að sögn Guðrúnar og var sendur í endurhæfingu á Landakotsspítala. Allt gekk vel í fyrstu en svo fór að bera á veikindum hjá föður hennar. „Ég tók eftir því að hann var farinn að hósta mikið, fékk hita og var bara veikur. Ég bað deildarlækni að hlusta hann því ég var hrædd um lungnabólgu. Hann sá ekki ástæðu til þess.“

Vildi ekki „kolruglað“ gamalt fólk

Læknirinn sagði sýklalyfin sem faðir hennar væri á dekka lungnabólguna ef svo væri komið, og vildi því ekki hlusta hann. Guðrún fékk hins vegar aðstoðarlækni til að hlusta hann og þar kom í ljós að brak var í lunga, sem bendir til lungnabólgu. Aðstoðarlæknirinn gat ekki sett hann á lyf þar sem deildarlæknir tæki þá ákvörðun. Þremur dögum seinna lét deildarlæknir hana vita að faðir hennar væri með lungnabólgu og fengi lyf við því, þrátt fyrir fyrri orð um að lyfin sem hann væri á dekkuðu lungnabólguna.  Hafði faðir hennar á þessum dögum veikst enn þá meira. Guðrún segir í samtali við Stundina samskiptin við deildarlæknin hafa einkennst af útúrsnúningum af hans hálfu. „Ég náði engu sambandi við hann. Pabbi er til dæmis enginn pillumaður og hefur bara tekið vítamín og hjartalyf yfir ævina. En eitt kvöldið var hann rosalega kvíðinn og hræddur og spurði hvort hann gæti fengið eitthvað til þess að slaka á. Ég spurði deildarlækni hvort það mætti ekki létta honum þetta aðeins og fékk þau svör að starfsfólkið vildi ekki hafa gamalt fólk hérna kolruglað á göngunum af lyfjaáti. Svo snéri hann sér frá mér og sagði „sorrí“.  Guðrún segir framkomu deildarlækni þó ekki hafa verið almenn meðal starfsfólks. „Það er fullt af yndislegu fólki sem var að vinna þarna, en það eru skemmd epli inni á milli.“

„Þar lá hann í sínum hægðum, engin bjalla.

Faðir Guðrúnar var settur í einangrun vegna þvagfærasýkingar og fékk hann herbergi þar sem aðeins var handvirk bjalla, sem honum var ætlað að nota ef hann þyrfti á aðstoð að halda. Þegar að því kom að hann þurfti hjálp til að komast á salernið og hringdi bjöllunni, kom hins vegar enginn þegar hann hringdi. Hann þurfti því að fara sjálfur. Vegna einangrunarinnar var honum fenginn bekkenstóll.

Bjallan í herberginuGuðrún segir sérstakt að nú árið 2018 séu ekki tengdar bjöllur í hverju herbergi.

Stóllinn brotnaði hins vegar undan honum, þótt hann væri ekki þungur, og lýsir Guðrún aðkomunni.

„Hann sest þennan stól og hann er ónýtur, dettur bara í sundur. Og pabbi lá á gólfinu. Þar lá hann í sínum hægðum, engin bjalla.“ Guðrún segir föður sinn hafa fengið byltu en sloppið við brot. Nokkrum dögum fyrir útskrift lenti hann í því aftur að enginn kom er hann hringdi bjöllunni og fór það svo að hann datt aftur og braut mjaðmakúlu. Í kjölfarið var hann sendur á bráðamóttökuna en eftir langa bið var hann sendur aftur á Landakot sökum plássleysis, án þess að gert væri að brotinu.

„Ég er ekkert svo viss um að hann pabbi nái sér nokkuð

Guðrún sat með föður sínum allan daginn og fram á kvöld og segist hún hafa verið óörugg með hann. Daginn eftir hringdi hún til að fá staðfestan aðgerðartíma og var þá tilkynnt að hann hefði dottið úr rúminu um nóttina vegna þess að gleymst hefði að setja öryggisgrindurnar upp. Tveir hryggjaliðir lögðust saman  við fallið og sprunga var í öðrum þeirra.

Liggur í og úr óráði

Núna er svo komið að faðir hennar liggur á spítala og dettur í og úr óráði vegna lyfjagjafar og aðgerðar. „Ég er búin að vera í taugaáfalli yfir þessu. Hann fór inn með gallsteina, hann var aumur eftir þessar tvær svæfingar sem hann þurfti að fara í sama dag en hann var bara orðinn hinn reffilegasti, tilbúinn í útskrift og að halda sínu lífi áfram. Ef allt hefði verið í lagi þá væri hann heima núna. En ég er ekkert svo viss um að hann pabbi nái sér nokkuð, ég efast um það,“ segir hún í samtali Stundina.

Guðrún segist ekki vita hvernig gamalt fólk fari að sem eigi enga aðstandendur. „Ég er svo til ein í þessu ferli og það hefur ekki verið létt. Það er skortur á upplýsingagjöf og samskiptum. Það hefur til dæmis aldrei verið haldinn fundur með mér eða verið útskýrt neitt fyrir mér eða talað við mig á nokkurn hátt. Mér eru bara sagðir hlutirnir á hlaupum á ganginum. Ég á bara að vita þetta sjálf.“

Þá segist hún hafa fundið fyrir því að fólk talaði oft um að faðir hennar væri nú svo aldraður, líkt og það réttlætti sinnuleysið. „Hvað kemur það málinu við þó hann sé aldraður? Hann á bara að fá alla þá þjónustu sem hægt er.“ Hún er viss um að mál föður hennar sé ekki einsdæmi, en verður þess hins vegar áskynja að fólk veigri sér við að ræða slík mál af ótta við að það bitni á sjúklingunum. „Ég held að aðstandendur séu mjög hræddir við að tjá sig um svona mál af ótta við að það bitni á sjúklingunum. Þess vegna heyrum við svo lítið um hvað er að gerast. Mér finnst það svo hræðilegt, að það sé einhver með líf ástvina manns í höndunum og ef maður þegi ekki verði komið verr fram við þá. Fólk er óttaslegið um það, þó það yrði ekkert endilega gert.“

Guðrún biður hins vegar fólk um að bera birðingu fyrir gömlu fólki.

Stundin leitaði viðbragða Landspítalans og fékk þau svör að þau geti ekki tjáð sig um einstök mál. Upplýsingafulltrúi Landspítalans segir málið þó vera í skoðun. „Málið hefur verið skráð í atvikaskráningarkerfi Landspítala og jafnframt tekið upp hjá starfsmönnum gæðadeildar spítalans sem yfirfara verklag og verkferla í því,“ segir Jón Baldvin Halldórsson, upplýsingafulltrúi spítalans, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu