Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Góði hirðirinn hafnar húsgögnum vegna góðæris

Vegna góðær­is er Góði hirð­ir­inn hætt­ur að taka á móti hús­gögn­um sem eitt­hvað sér á, því þau selj­ast ekki. Þess í stað er fólki bent á að fara með vel not­hæf hús­gögn og aðra muni í urð­un­ar­gáma. „Það er öllu hent í dag, það er hryll­ing­ur al­veg,“ seg­ir mað­ur sem hef­ur van­ið kom­ur sín­ar í Góða hirð­inn und­an­far­in ár.

Einstaklingum sem hyggjast gefa húsgögn til Góða hirðisins er bent á urðunargáma, ef eitthvað sést á þeim. Hefur ramminn þrengst nýlega, þar sem húsgögn sem á sér seljast einfaldlega ekki. „Það er góðæri,“ segir verslunarstjóri.

 

„Við búum í sturluðu neyslusamfélagi“

Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður birti færslu á Facebook á dögunum þar sem hann undraðist á þessu. Hafði hann nýlega farið með reiðhjól, sófasett og tvö borð sem hann hafði ekki not fyrir og ætlað að gefa í nytjagám, en var honum í öll skiptin bent á af starfsfólki Sorpu að henda mununum í urðunargáma þar sem Góði hirðirinn tæki ekki lengur við húsgögnum og hjólum. Sagðist hann niðurdreginn yfir ástandinu. „Við búum í sturluðu neyslusamfélagi. Við þurfum algjöra endurræsingu á hugsunarhætti.“

Ótrúlegur fjöldi munaTekið er við allt að fimm gámum á dag.

Friðrik Ragnarsson, verslunarstjóri Góða hirðisins,  segir það ekki svo að verslunin taki ekki lengur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu