Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?

Sölu­verð hót­elkeðju Icelanda­ir gæti num­ið á bil­inu 10 til 13 millj­arð­ar króna. Ólík­legt að Icelanda­ir hafi sagt alla sög­una um ástæð­ur sölu hót­el­anna.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?
Söluverðið á bilinu 10 til 13 milljarðar Söluverð Icelandair-hótelkeðjunnar gæti numið á bilinu 10 til 13 milljarðar króna. Sérfræðingur á fjármálamarkaði segir ólíklegt að kaupandi finnist á Íslandi. Mynd: Icelandair Hotels

Fjármálastjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, segir að flugfélagið hafi ákveðið að selja hótelin sem fyrirtækið rekur af því það sé „eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum“. Hótelin eru rekin í gegnum félagið Flugleiðahótel ehf., annars vegar undir merkjum Icelandair hótel og hins vegar Eddu hótel. Alls er um að ræða 19 hótel.

Icelandair Group greindi frá hótelsölunni með tilkynningu fyrir skömmu en ástæða hótelsölunnar kom ekki skýrt fram í henni heldur var talað um að Icelandair ætlaði sér nú að einbeita sér að „kjarnastarfsemi“ sinni, flugrekstrinum. Þá vildi Icelandair einnig, miðað við svör Boga, halda hótelunum í samstæðu Icelandair meðan verið væri að byggja Ísland upp sem heilsárs áningarstað ferðamanna. 

Icelandair er stærsta fyrirtæki landsins út frá veltu - 155 milljarðar árið 2016 - og er skráð á hlutabréfamarkaðinn á Íslandi. Félagið er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóða.

 

„Það hefur tekist mjög vel og því finnst okkur eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum“ 

Kaupverð gæti numið 10 til 13 milljörðum

Kaupverð hótelasamstæðu Icelandair - ef kaupandi finnst - gæti numið á bilinu 10 til 13 milljörðum króna miðað við veltu félagsins. Um er að ræða rekstrafélag sem yfirleitt leigir fasteignirnar sem hýsa hótelin ef félögum eins og Reitum - þetta á til dæmis við um Hótel Natura í Reykjavík. Í tilkynningu Icelandair kom fram að áhugi væri á hótelakeðjunni innanlands sem utan. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á félaginu að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum aðilum,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair. 

Sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Stundin ræðir við segir afar ólíklegt að einhver innlendur fjárfestir eða félag muni kaupa hótelkeðju Icelandair. Til þess sé fjárfestingin of há. Hann segir miklu líklegra að kaupandinn þurfi að koma að utan, til dæmis einhver stór, erlend hótelkeðja eins og Radisson.  

Einbeita sér að kjarnastarfsemiOpinberar skýringar Björgólfs Jóhannssonar á hótelsölunni eru að Icelandair ætli að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni.

Hvað vantar í svör Icelandair?

Ein af spurningunum sem stendur eftir varðandi söluna er af hverju Icelandair vilji selja hótelkeðjuna ef hún gengur vel og skilar hagnaði inn í samstæðu Icelandair. Er trúverðugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair ákveði að selja frá sér góða mjólkurkú einfaldlega af því að rekstur hennar sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ flugfélagsins og að það sé „eðlilegt“ að selja hótelrekstrinum sem félagið hefur byggt upp á liðnum árum þar sem markmiðið að gera Íslands að heilsárs áfangastað ferðamanna hafi tekist vel upp?

Um þetta segir Bogi meðal annars: „Icelandair Group er í eðli sínu flugfélag. Flugrekstur er okkar kjarnastarfsemi og er um 85% af veltu samstæðunnar.  Miðað við okkar áætlanir mun þetta hlutfall aukast á næstu árum. Ákvörðunin nú snýst um að setja enn meiri rekstrar- og stjórnunarlegan fókus á flugreksturinn hjá Icelandair.“ 

Hagnaður í fyrra segir Bogi

Árið 2016 var hagnaðurinn á hótelasamstæðu Icelandair 361 milljón. Ársreikningur Icelandair Group fyrir árið 2017 liggur fyrir en ekki ársreikningur Flugleiðahótela ehf.  í fyrra. Í ársreikningi Iceandair Group fyrir 2017 kemur ekki fram hvernig rekstur Flugleiðahótela ehf. gekk það árið. Árið 2015, þegar sá samdráttur sem nú hefur orðið vart við í íslenskri ferðaþjónstu var ekki orðinn sjáanlegur, var hins vegar 23 milljóna króna tap á rekstrinum. Hótelkeðja Icelandair var með ríflega 10 milljarða króna tekjur árið 2016 og rúmlega 8 milljarða tekjur árið 2015.  

Bogi segir aðspurður að félagið hafi verið rekið með hagnaði árið 2017 og að horfur séu ágætar 2018. Hann segir að Icelandair hefði ekki sett hótelin í söluferli ef horfur í rekstrinum væru slæmar því þetta hefði slæm áhrif á verð þeirra. „Ákvörðunin núna tengist ekki afkomunni heldur skýrari fókus í starfseminni,“ segir Bogi og vísar þar til þess að Icelandair vilji huga að kjarnastarfsemi sinni, fluginu. 

 

„Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.“

  

Harðnar á dalnum í ferðaþjónustunni

Miðað við svör Boga tók Icelandair meðal annars ákvörðun um að láta ógert að selja hótelin árið 2012 vegna þess að Icelandair vildi leggja sitt af mörkum til að breyta Íslandi í heilsárs áfangastað ferðamanna. Þetta svar bendir til að Icelandair líti svo á að félagið eigi í viðskiptum sínum og ákvörðunum meðal annars að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir hagsmuni þjóðarbúsins.

Bogi bendir á að þetta hafi tekist vel: „Á árinu 2012 fórum við í gegnum mikla stefnumótun. Þá var ákveðið að halda hótelunum áfram inn í samstæðunni og eitt af lykilatriðinum í stefnunni sem þá var sett snérist um að breyta Íslandi í heilsárs áfangastað ferðamanna. Það hefur tekist mjög vel og því finnst okkur eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum og Icelandair snúi sér alfarið af kjarnastarfseminni, fluginu.“

Bogi segir að hótelkeðja Icelandair sé sterk, líkt og flugrekstrarhluti samstæðunnar. „Icelandair Group hefur á undanförnum árum byggt upp fjárhagslega sterk félög í flug- og hótelrekstri. Innviðir hafa jafnframt verið byggðir upp, öflugt leiðarkerfi, hágæða hótel o.s.frv. Í umhverfinu núna felast mikil tækifæri fyrir sterk félög eins og okkar.  Til að grípa tækifærin þarf skýran fókus og þangað stefnum við.“

Eitt af því sem líklegt má telja að vanti í þessi svör Boga sé það mat Icelandair að við taki nú erfiðari tímar í ferðaþjónustu og í bókunum ferðamanna á hótelum Icelandair á næstu misserum og árum og að þess vegna sé betra að selja hótelin út úr samstæðunni áður en þetta samdráttarskeið hefst fyrir alvöru. Þannig geti Icelandair fengið sem hæst verð fyrir hótelin sín, líklegast frá erlendum aðilum, áður en stöðnunar og samdráttarskeiðið í íslenskri ferðaþjónustu hefst fyrir alvöru.

Bogi segir Icelandair hafi alltaf spáð því að hægja myndi á fjölguninni í komu ferðamanna til landsins: „Í hreinskilni sagt þá hefðum við ekki sett félagið í söluferli ef við teldum horfurnar slæmar því það myndi að sjálfsögðu hafa neikvæð áhrif á verðið.  Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.  Landið getur ekki tekið við tugprósenta aukningu ár eftir ár,“ segir Bogi. 

Afar ólíklegt verður að teljast að Icelandair hafi byggt hótelkeðjuna upp með það fyrir augum að selja hana með þessum hætti enda hefur slík skýring aldrei komið fram í máli forsvarsmanna Icelandair. Sú ákvörðun virðist vera tiltölulega ný af nálinni.  Þessu til stuðnings má benda á að Icelandair keypti Hótel Öldu á Laugavegi í apríl síðastliðnum auk þess sem flugfélagið opnar nýtt hótel við Mývatn í sumar.

 

*Athugasemd ritstjórnar. Í fyrri útgáfu greinarinnar kom fram samkvæmt heimildum Stundarinnar að Icelandair Group hafi gert tilraun til að selja veitingareksturinn á hótelum félagsins í lok síðasta árs. Bogi Nils Bogason segir að þetta sé rangt  og hefur staðhæfing um þessar tilraunir verið fjarlægð úr greininni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár