Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Urgur í kúabændum vegna styrks til Eyþórs

„Þessi styrk­veit­ing hef­ur ekki ver­ið sam­þykkt í stjórn og slík­ir styrk­ir hafa ekki tíðk­ast hjá MS um langt ára­bil,“ skrif­ar Eg­ill Sig­urðs­son, stjórn­ar­formað­ur Auð­humlu og Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Urgur í kúabændum vegna styrks til Eyþórs

Kúabændur og hluthafar í Mjólkursamsölunni gagnrýna harðlega að Mjólkursamsalan hafi veitt Eyþóri Arnalds 200 þúsund króna fjárstyrk í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 

Kaupfélag Skagfirðinga á 10 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni á móti 90 prósenta hlut Auðhumlu, samvinnufélags í eigu um 700 mjólkurframleiðenda víða um land, en bæði Kaupfélagið og MS veittu einstaklingsframboði Eyþórs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins styrk upp á 200 þúsund krónur.

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og MS, segir að styrkveitingin hafi ekki verið samþykkt innan stjórnar. „Þessi styrkveiting hefur ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi,“ skrifar hann í athugasemd á Facebook þar sem hann bregst við harðri gagnrýni sem fram hefur komið innan umræðuhópsins Kúabændur og spekúlantar. 

Kveikjan að umræðunni var færsla Ragnhildar Sævarsdóttur sem skrifaði: „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda. Sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði. Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ 

Nokkrir taka undir. „Ekki í mínu umboði,“ segir einn og „Ekki mínu heldur“ segir önnur. Birna Þorsteinsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Auðhumlu og MS, segir að á sínum tíma hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð. „Það hefur þá orðið breyting á,“ skrifar hún. „Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa,“ skrifar svo Katrín Andrésdóttir dýralæknir sem telur eðlilegt að styrkveitingin verði endurskoðuð svo ímynd MS bíði ekki hnekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár