Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Enn engar upplýsingar komið fram um hvarf Hauks

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að eft­ir­grennsl­an verði hald­ið áfram.

Enn engar upplýsingar komið fram um hvarf Hauks
Engar nýjar upplýsingar Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram í máli Hauks Hilmarssonar sem saknað er í Sýrlandi. Mynd: Pressphotos

Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram sem varpað geta ljósi á mál Hauks Hilmarssonar, sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í lok febrúar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Stundarinnar til utanríkisráðuneytisins.

Enn fremur kemur fram í svarinu að máli Hauks hafi síðastliðnar vikur verið fylgt eftir við stjórnvöld og aðra aðila í þeim ríkjum sem boðist hafi til að aðstoða við upplýsingaöflun og almennt hvað varðar hvarf Hauks, en án án árangurs. Eftirgrennslan verði haldið áfram og komi fram nýjar upplýsingar verði þeim fylgt eftir.

Fregnir bárust af því að Hauks væri saknað í byrjun mars þegar fréttamiðlar í Tyrklandi birtu fréttir þar um. Þar var Haukur sagður hafa látið lífið í árás tyrkneska hersins í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands.

Ekki hefur verið staðfest hvort Haukur sé lífs eða liðinn, og í raun hafa stjórnvöld vart komist yfir neinar upplýsingar um afdrif hans. Þá hefur ekki tekist að fá upplýsingar um hvaðan heimildir fyrir þeirri staðhæfingu að Haukur hefði fallið, sem tyrkneskir fjölmiðlar fullyrtu í upphafi, væru upprunnar.

Haukur mun hafa barist með hersveitum Kúrda í Sýrlandi gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS og tók þátt í að frelsa sýrlensku borgina Raqqa undan ógnarstjórn þeirra. Þegar tyrkneski herinn réðst yfir landamæri Sýrlands og til atlögu við Kúrda í Afrin-héraði sneri Haukur ásamt öðrum hermönnum Kúrda til baka til varnar héraðinu og Afrinborg. Eftir bardaga 24. febrúar síðastliðinn hefur hins vegar ekkert spurst til Hauks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár