Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Enn engar upplýsingar komið fram um hvarf Hauks

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að eft­ir­grennsl­an verði hald­ið áfram.

Enn engar upplýsingar komið fram um hvarf Hauks
Engar nýjar upplýsingar Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram í máli Hauks Hilmarssonar sem saknað er í Sýrlandi. Mynd: Pressphotos

Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram sem varpað geta ljósi á mál Hauks Hilmarssonar, sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í lok febrúar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Stundarinnar til utanríkisráðuneytisins.

Enn fremur kemur fram í svarinu að máli Hauks hafi síðastliðnar vikur verið fylgt eftir við stjórnvöld og aðra aðila í þeim ríkjum sem boðist hafi til að aðstoða við upplýsingaöflun og almennt hvað varðar hvarf Hauks, en án án árangurs. Eftirgrennslan verði haldið áfram og komi fram nýjar upplýsingar verði þeim fylgt eftir.

Fregnir bárust af því að Hauks væri saknað í byrjun mars þegar fréttamiðlar í Tyrklandi birtu fréttir þar um. Þar var Haukur sagður hafa látið lífið í árás tyrkneska hersins í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands.

Ekki hefur verið staðfest hvort Haukur sé lífs eða liðinn, og í raun hafa stjórnvöld vart komist yfir neinar upplýsingar um afdrif hans. Þá hefur ekki tekist að fá upplýsingar um hvaðan heimildir fyrir þeirri staðhæfingu að Haukur hefði fallið, sem tyrkneskir fjölmiðlar fullyrtu í upphafi, væru upprunnar.

Haukur mun hafa barist með hersveitum Kúrda í Sýrlandi gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS og tók þátt í að frelsa sýrlensku borgina Raqqa undan ógnarstjórn þeirra. Þegar tyrkneski herinn réðst yfir landamæri Sýrlands og til atlögu við Kúrda í Afrin-héraði sneri Haukur ásamt öðrum hermönnum Kúrda til baka til varnar héraðinu og Afrinborg. Eftir bardaga 24. febrúar síðastliðinn hefur hins vegar ekkert spurst til Hauks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár