Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eins og vinna ráðuneytisins í máli Braga hafi dáið út

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­kona Við­reisn­ar, seg­ir að það kæmi sér mjög á óvart ef Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra hefði ekki skoð­að minn­is­blöð­in um mál Braga Guð­brands­son­ar.

Eins og vinna ráðuneytisins í máli Braga hafi dáið út

Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd Alþingis, segir að hún hafi ekki trú á að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafi ekki skoðað minnisblöð sem samin voru innan velferðarráðuneytisins við skoðun þess á umkvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á hendur Braga Guðbrandssyni og Barnaverndarstofu. Í það minnsta hljóti ráðherra að hafa verið kunnugt um innihald slíkra minnisblaða, annars hefði hann trauðla getað tekið afstöðu til niðurstöðu ráðuneytisins í málinu.

Minnisblöðin til í ráðuneytinu

Hanna Katrín Friðrikssonþingkona Viðreisnar

Á opnum fundi velferðarnefndar í morgun spurði Hanna Katrín ráðherrahvort rannsókn ráðuneytisins á kvörtunum vegna samskipta við Braga og Barnaverndarstofu hefði ekki skilað neinum afurðum, minnisblöðum eða öðru sem gildi hefði í málinu, sem Ásmundi Einari hefði verið kunnugt um. Ásmundur Einar svaraði því til að hann vissi ekki betur en hann hefði upplýst um allt það sem máli hefði skipt á fundi nefndarinnar 28. febrúar síðastliðinn. Þegar Hanna Katrín ítrekaði spurningu sína og spurði hvort engin minnisblöð hefðu verið tekin saman við vinnu ráðuneytisstarfsfólks sem honum væri kunnugt um sagði Ásmundur Einar að niðurstaðan í málinu hefði byggt á minnisblöðum. Hann svaraði því hins vegar ekki hvort hann hefði séð þau eða af hverju þau hefðu ekki verið lögð fram á fundinum með velferðarnefnd.

Tilefni fundarins í morgun var forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn þar sem greint var frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar að aðstoðarmaður Ásmundar, lögfræðingur og skrifstofustjóri hefðu tekið við gögnum um málið – símtalslýsingu og tölvupóstssamskiptum sem Stundin birti í dag – fyrir hönd ráðherra á fundi þann 31. janúar 2018. Þannig hefði Ásmundi Einari mátt vera kunnugt um eðli afskipta Braga Guðbrandssonar af umræddu barnaverndarmáli áður en hann mætti á fund velferðarnefndar þann 28. febrúar en látið hjá líða að greina nefndarmönnum frá því sem hann vissi.

Fengu ekki upplýsingar um feril málsins

Í samtali við blaðamann Stundarinnar eftir fundinn sagði Hanna Katrín að það hefði verið spurt eftir umræddum gögnum á fundinum 28. febrúar.

„Vegna þess að ef maður þekkir eilítið til starfa innan ráðuneyta og stjórnsýslunnar veit maður að svona ferli er skjalfest. Það er verið afhenda einhverja tillögu. Síðan fer ráðherra eða einhver annar til þess bær aðili annað hvort eftir tillögunum eða ekki, eða breytir þeim. Það hins vegar á líka að vera skjalfest og liggja fyrir. Við fengum hins vegar engar upplýsingar um feril málsins á fundinum 28. febrúar, engin minnisblöð eða önnur gögn, þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið um það. Það var endalaust vísað í þessi bréf sem fóru út um niðurstöðu skoðunar ráðuneytisins á málinu, þau voru eins og einhvers konar lokapunktur án þess að við fengjum að sjá hvað leiddi til þeirrar niðurstöðu,“ segir Hanna Katrín.

„Munnlega greindi ráðherra síðan frá því að það væri ljóst að forstjóri Barnaverndarstofu hefði ekki brotið lög. Við kölluðum eftir því skriflega en þá voru engin slík gögn til, það var bara eins og þessi vinna hefði dáið út. Við vitum hins vegar að sem betur fer eru ákvarðanir ekki teknar þannig í ráðuneytunum. Þegar minnisblöð í málum sem þessum eru tekin saman þá gengur maður út frá því að ráðherra sjái þau eða honum sé kynnt efni þeirra. Það kæmi mér því mjög á óvart ef ráðherra hefði ekki séð þau minnisblöð, bæði vegna þess að mér þætti undarlegt ef ráðherra teldi sig engu að síður til þess bæran að taka afstöðu til niðurstöðu ráðuneytisins um umkvartanir barnaverndarnefndanna á hendur Braga, og einnig vegna þess að ráðherra mátti vera ljóst að hann yrði spurður slík gögn á fundinum með velferðarnefnd 28. febrúar.“

Aðspurð hvort hún telji að embættisfærslur ráðherra hafi verið með eðlilegum hætti segir Hanna Katrín að áður en hægt sé að svara því þurfi að aflétta leynd yfir gögnum málsins. „Ég rengi að svo komnu máli ekki þá niðurstöðu að forstjóri Barnaverndarstofu hafi ekki brotið lög í þessu tiltekna máli. Það er hins vegar ýmislegt annað í þessu máli, það er fólk sem kvartar yfir samskiptum sínum við Barnaverndarstofu og þessi mál þurfa að fá einhverskonar lúkningu. Það þurfa að koma fram rök fyrir niðurstöðunni sem ráðuneytið komst að. Annars er þetta allt í lausu lofti og stjórnsýslan getur ekki virkað þannig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu